— GESTAPÓ —
Velkomin enn eina ferðina lömbin mín
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3 ... 10, 11, 12  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 5/8/05 00:16

Jæja. Þá er best að opna sjoppuna.

Þetta er allt enn í vinnslu, en ætti þó að virka.

Helstu breytingar eru þær að nú getið þið valið eftirlætisþræði, eða anganþræði og uppáhaldsfélagsrit eða úrvalsrit.

Þræðina skráið þið sem uppáhalds í valmynd til hægri þegar þið eruð á viðkomandi þræði, en félagsritin skríð þið með því að smella á tengil fyrir neðan viðkomandi rit.

Hægt er að setja myndir og bbkóða í félagsrit og á ykkar svæði getið þið nú komið ykkur upp dulitlu myndasafni, sem þið getið vísað í á þráðum og í félagsritum.

Væntanlega hafa tenglar og myndir að einhverju marki farið í rugl í félagsritum við þessa breytingu, en það ætti að vera hægur vadi fyrir ykkur að hreinsa til.

Gömlum, lokuðum og leiðinlegum þráðum verður framvegis komið fyrir á Sorpminjasafninu. Ég tók lítillega til í Efst á baugi og Almennu spjalli, en eftirlæt friðargæslu frekari hreingerningar.

Friðargæsluliðar geta einig merkt þræði á sínu svæði sem Skyldulesningu og ættu þeir að koma í stað óþarfa upplíminga og tilkynninga.

Baunasöfnun hefur verið aflögð.

Eflaust gleymi ég ýmsu, og ýmislegt á eftir að bæta og laga, s.s. stærð mynda á þráðum og í félagsritum. Einnig var leitin biluð áður en vefurinn fór í frí, en lagaðist svo því miður meðan á fríinu stóð, þannig að ég bíð spenntur eftir að hún bili aftur svo ég geti lagað hana. Jamm.

Jæja, sleppið ykkur. Næturgölturinn er opinn.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 5/8/05 00:18

Þú varst of seinn, letihaugur. Auk þess er ómörgulegt fyrir mig að aftengjast svo ég geti haldið afvötnuninni minni áfram.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 5/8/05 00:20

Þakka kærlega.
Það er ekki að ykkur að spyrja, þegar opnað er (vitanlega á hárréttum tíma, skömmu eftir miðnæturfrostið (sem ég fannn loks)) að gestapó hefur verið færður í glænýja en gamaldags búning. Og án efa sá allara viðulegasti og "flottasti".

Til lukku með "lúkkið".

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 5/8/05 00:23

Mikið er gott að vera komin heim.
Ég er búin að sakna ykkar mikið xT

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 5/8/05 00:26

Er mér ekki örugglega boðið í þetta teiti ?

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Pollýanna 5/8/05 00:26

Þetta útlit er frábært, takk.

Þetta hefði nú getað farið verr
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 5/8/05 00:27

‹Brosir út að eyrum og lyftir báðum höndum upp fyrir höfuð til merkis um að sér hafi þótt þetta afskaplega fyndið› Reyndar finnst mér þetta ekkert fyndið heldur er mér skelfilega létt! ‹Glottir eins og fífl›

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 5/8/05 00:27

Og áhorfendur tryllast, klapp og húrrahróp..!..!..!..!.. jibbí

Sir Heiðglyrnir Hinn Hugdjarfi, Riddaramennska er lífsstíll.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 5/8/05 00:29

Howdy folks... hér er ég mættur, hressari en nokkru sinni!

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
albin 5/8/05 00:32

Það er aðeins eitt sem truflar mig við þetta annars skemtilega útlit. Ég hef það alltaf á tilfinninguni að þetta sé baksíða. Persónulega tel ég að jaðarinn sem nú er hægrameginn ætti að vera vinstrameginn....

‹Starir þegjandi út í loftið›

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 5/8/05 00:39

Þar er ég alveg sammála!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 5/8/05 00:42

Er ekki baksíðan fyrir innlent og forsíðan fyrir heimsmálin? Sem passar þá; Baggalútur sér um heimsmálin og Gestapó um "innlent".

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 5/8/05 00:43

Það tilkynnist hjer með opinberlega að vjer erum mættir. Eigi verður það þó lengi þar eð innan sólarhrings höldum vjer út á land til hernaðaraðgerða gegn óvinum baggalútíska heimsveldisins er enn vaða uppi sem versta illgresi ‹Hefur vaxandi áhyggjur af að sjá brátt ei út um gluggann sökum hárra og ört hækkandi stafla af skjölum með upplýsingum um óvini ríkisins›.

Þó veitum vjer því strax athygli að eigi virka skilaboðin sem skyldi.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 5/8/05 02:29

Nú þetta líka.

Ég lýsi því hér með formlega yfir að ég er einstaklega, yfirgengilega, fáránlega, gríðarlega, stórkostlega, sérlega, óhóflega ánægður með að Gestapó sé opið að nýju!

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kaktuz 5/8/05 09:23

Ég trúi því ekki að þið hafið beðið eftir því að þetta helvíti væri opnað aftur. Hafið þið virkilega ekkert betra að gera?

Það ætti að senda ykkur öll á Kárahnjúka að bera grjót í nokkra mánuði til endurmenntunnar.

-K

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 5/8/05 10:02

‹Hlammar sér í sófann með kakóbolla í hendi og dæsir›

Mikið óskaplega er þetta orðið fínt hjá ykkur piltar mínir!
En afhverju í sótbölvuðum stafagerðum er allt skáletrað sem fólk hefur að segja? ‹Klórar sér í höfðinu›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 5/8/05 10:18

‹Hoppar í gegnum þakið og borðar straujárn til heiðurs Ritstjórnar›

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 5/8/05 10:24

‹Grætur glleðitárum›

     1, 2, 3 ... 10, 11, 12  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: