— GESTAPÓ —
Lægsta lágmenningin
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
        1, 2
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bölverkur 6/6/05 11:09

Í sjónvarpi: Gísli Marteinn
Í íslenskri tónlist: Eurovison þátttakendur
Í útlenskri tónlist: Eurovison þátttakendur

Verður lágmenning einhverntíman hámenning? Nei!

Gjaldkeri Fjárausturbæjarsamtakanna og meðlimur í Hagyrðingafjélagi Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 6/6/05 18:12

Orðið "menning" er mælikvarði sem samfélag manna notar yfir hugtakið sem snýst um lífsmynstur mannfólks. Þessu tiltekna lífsmynstri er síðan raðað niður í flokka af megin-þorra þeirra einstaklinga sem eru uppistaðan í því samfélagi sem um er rætt.

Þrír aðal flokkarnir sem notaðir eru, eru; lágmenning, "menning" og hámenning.

Lágmenning er sú tegund hegðunargangs sem stærstur hluti samfélagsins tengir við fólk sem er í launalægri hluta vinnandi manna.

Menning er sú listalega viðbót sem hið "venjulega" fólk bætir við líf sitt. Upplifun hins venjulega dags er "menningarlaus" og allt sem fólk notar til að krydda líf sitt á opinberan hátt fellur undir hugmyndina "menning".

Hámenning er svo notað yfir þá viðbót sem þeir er standa á efri þrepum launalegs aðskilnaðar bæta við líf sitt til að aðgreina sjálfa sig frá þeim er falla í áður upptalda flokka.

Þessar skilgreiningar eru alls ekki mjög nákvæmar og eru huxaðar til yfirlits og viðmiðunnar þegar kemur að því að reyna að átta sig á áðurnefndum hugmyndafræðilegum skilgreiningum.

Skal það tekið fram að endingu að ég er í sumarfríi og er að fara í teiti seinna í kvöld. Því er ég sauðdrukkinn og sé varla stafina jafnóðum sem ég rita þá hér inn.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 6/6/05 18:24

Það versta sem ég hef nokkurn tíman séð í sjónvarpi er þátturinn "I bet you will". Alveg hræðilegt hvað Ameríkönum dettur í hug.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 6/6/05 18:54

Limbri mælti:

Orðið "menning" er mælikvarði sem samfélag manna notar yfir hugtakið sem snýst um lífsmynstur mannfólks. Þessu tiltekna lífsmynstri er síðan raðað niður í flokka af megin-þorra þeirra einstaklinga sem eru uppistaðan í því samfélagi sem um er rætt.

Þrír aðal flokkarnir sem notaðir eru, eru; lágmenning, "menning" og hámenning.

Lágmenning er sú tegund hegðunargangs sem stærstur hluti samfélagsins tengir við fólk sem er í launalægri hluta vinnandi manna.

Menning er sú listalega viðbót sem hið "venjulega" fólk bætir við líf sitt. Upplifun hins venjulega dags er "menningarlaus" og allt sem fólk notar til að krydda líf sitt á opinberan hátt fellur undir hugmyndina "menning".

Hámenning er svo notað yfir þá viðbót sem þeir er standa á efri þrepum launalegs aðskilnaðar bæta við líf sitt til að aðgreina sjálfa sig frá þeim er falla í áður upptalda flokka.

Þessar skilgreiningar eru alls ekki mjög nákvæmar og eru huxaðar til yfirlits og viðmiðunnar þegar kemur að því að reyna að átta sig á áðurnefndum hugmyndafræðilegum skilgreiningum.

Skal það tekið fram að endingu að ég er í sumarfríi og er að fara í teiti seinna í kvöld. Því er ég sauðdrukkinn og sé varla stafina jafnóðum sem ég rita þá hér inn.

-

Gott framtak hjá þér Limbri. Þó er ég ekki alveg viss um að auðsviðmiðun eigi mikið við nú á dögum. Ótal dæmi eru til um bláfátækt menningar/listapakk sem er uppfullt af 'hámenningarlegum' skoðunum og lífsviðhorfum. Að sama skapi er til fullt af moldríku fólki sem veit ekkert betra en að velta sér um í svínastíu lágmenningar eins og fótbolta, ruslmúsík og þess háttar.

Þessi 'marxíska' skilgreining hefði verið mun nær lagi snemma á síðustu öld og fyrir þann tíma. Þá var hámenning sannarlega athvarf hinnar ríku og iðjulausu yfirstéttar og lágmenning í skítnum með alþýðu.

Ég veit ekki hvað breytti þessari skiptingu, án efa hefur blessaður kapítalisminn lagt fram sitt af mörkum með þróun neysluþjóðfélagsins á síðustu öld, í kjölfar tekjuaukningar almúgans. Aukinn auður plús lýðræði kallaði líka á betri menntun, kröfur um minni vinnutíma (meiri frítíma sem er eytt í menningu) hefur valdið því að þessir stéttarþröskuldar menningar eru að mörgu leyti (þó ekki öllu að sjálfsögðu) horfnir.

Fyrir vikið hefur hámenning/lágmenning endað í vissum hrærigrauti, en leiðinlegar stefnur eins og póstmódernismi sem hefur gegnsýrt menningarumræðu síðustu tvo áratugi hefur einmitt haft sig í frammi við að gera lítinn mun á hámenningu/lágmenningu. Oft er það til bóta, en einstaklega hvimleitt í flestum tilfellum.

Málið er, að dýnamíkin sem kapítalískt hagkerfi plús lýðræði hefur getið af sér eru þjóðfélög þar sem félagslegur hreyfanleiki hefur aukist í mun meira mæli en dæmi eru um áður (hann er þó ekki fullkominn). Fátækt fólk getur orðið moldríkt yfirstéttarlið fyrir þrítugt, börn venjulegs verkafólks getur brotist til mennta og fengið vel launaðar vinnur osfrv. Betri menntun hefur fært hámenningu í seilingarfæri alþýðupakksins og samfara bræðingur hámenningar/lágmenningar hefur auðveldað ríku og nýríku fólki að taka jafnvel lágmenningu fram yfir hámenningu (þ.e. hætta að þykjast hafa gaman af 'list' án þess að eiga á hættu að verða félagslega útskúfað).

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuhci 6/6/05 21:57

Vel mælt

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/6/05 11:57

‹Kýlir Hakuhci í magann›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 7/6/05 12:26

Menning nær yfir allt það sem menn taka sér fyrir hendur, hvort sem það er að ropa eftir góða máltíð eða sjóða niður eigin saur í dósir og selja Tate-listasafninu.

Sjálfskipaðir menningarvitar taka sér síðan fyrir hendur að skilgreina hvað er hámenning eða lágmenning og er það háð tíðaranda hverju sinni hvað er í náðinni. Leiklist og tónlist hafa skipað sess lágmenningar í sögunni eins og hvað annað.

Mér leiðist svona flokkun yfirleitt, þó ég skilji hvata hennar. Þetta hefur hinsvegar ekkert með þjóðfélagsstöðu fólks að gera, heldur meira með lífsýn þeirra og skoðanir.

Mér finnst margt af því sem manni er boðið upp á vera rusl, það geta hinsvegar verið perlur í augum annarra.

        1, 2
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: