— GESTAPÓ —
Kveðið um dægurmál dagblaða
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Svörfuður 26/8/03 10:32

Vegna tíðra skrifa dagblaðanna um að Nóbelsverðlaunaskáldið Seamus Heaney hafi dásamað Eminem um daginn og nýrri frétta um að hann sé á leiðinni til Íslands á listahátíð duttu mér í hug eftirfarandi tvö erindi:

Á hátíð lista kemur hann
Heaney, svo er sagt
Lofi í ´ann rapparann
Eminem hefur lagt

Munu ráðsettir rapparar
Rottweilerar, geðjast honum?
Eða mun ´ann falla fyrir þar
íslenskum, fögrum konum?

Höldum svo áfram að kveða um fréttir í þessum þræði.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Svörfuður 26/8/03 10:54

Hvalakvalir skulu herja á
hetjurnar, íslendinga.
Verndunarsinnar telja vá,
vilja þá helst stinga.

Ben Bradshaw, sjávarráðherra
Bretlands stóru Eyja,
finnst víst fátt það ráð verra
en veiðar þessara greyja.

Vælukjóar víst sér barma
"Veiðin er ekki flott"
Hér heima menn samt jarma
"Hvalkjötið er svo gott"

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 27/8/03 00:58

Í fréttunum hygg ég að helst
sé helvítis bullið sem selst
ýmsir þar ljúga
og lýðirnir trúa
en fréttnæmt það trauðlega telst

Dr.Barbapabbi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Agúrkan 27/8/03 16:40

Barbapabbi best það sagði
Agúrkan kinkaði kolli og þagði.

Hrjúf og hnúðótt húðin gæfi Agúrkunni sérstaklega aðlaðandi yfirbragð ef ekki væri fyrir fjólubláann blæinn.
GESTUR
 • LOKAР• 
Zaiwar 4/9/03 11:21

Málsins þrótt ei þynnum,
þvælum ekki og spinnum,
vöndum allt sem vinnum
við, sem stöku sinnum.

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: