— GESTAPÓ —
Prófarkalestur
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
        1, 2, 3
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 24/5/05 12:59

Mér dettur í hug að benda Bagglýtingum á þennan vef:

http://www.lexis.hi.is/beygingarlysing/

Þarna má sjá hvernig beygja skal tiltekið íslenskt orð í öllum myndum. Ef fyrirspurnin smíða er slegin inn kemur fram að framsögu- og viðtengingarháttur orðsins í 2. pers. ft. þt. er einmitt smíðuðuð.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 24/5/05 13:38

Sem er alveg merkilega furðulegt orð að mínu mati.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 24/5/05 13:41

Því er ég hjartanlega sammála.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 31/5/05 08:35

Undirrituðum urðu á eftirfarandi mistök:

Isak Dinesen mælti:

Vladimir Fuckov mælti:

Nornin mælti:

Nú er ég farin að sofa, en verð að taka fram að ég á eftir að sakna ykkar mikið næstu klukkustundana

Mun yður semsagt dreyma Gestapó ?!

Áttu við að þú gerir það ekki?!

En vel þekkt er að notkun sagnarinnar dreyma með nefnifalli (og þágufalli raunar líka) er talin ruddaskapur. Það merkilega er að undirritaður myndi aldrei skrifa "hestur dreymir hryssu" eða "ég dreymdi í nótt". Því skal fullyrt að ef þú sérð slíka villu aftur hjá undirrituðum þá dagdreymir þú. ‹Hlær að eigin glettni á meðan hann rekur rýtinginn lengra inn í veikburða hjarta móðurmálsins›

        1, 2, 3
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: