— GESTAPÓ —
Svart Stál á Stund Öngþveitis
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Klobbi 21/5/05 15:20

L+íkt og ég tók fram þa´hef ég ekki haft tíma til að taka að mér störf í mannanafnanefnd vegna. Meðal annara afreka minna er þýðing mín á meistaraveki Chuck D á ljóðinu Svart Stál á Stund Öngþveitis.
Ég hef enn verið að þýða eftir alþýðuskáld af afrískum uppruna síðast var það frá Cypress Hill ljóðahópnu og var þeirri þýðingu afara vel tekið.

Ólíkt Cypress þá er Chuck D með aðaláherzlu á frásögn fremur en myndmál og tel ég að mér hafi tekizt prýðilega vel upp með að stílísera og staðfæra frásögn hans.

Njótið heil
Svart Stál á Stund Öngþveitis

Ég fékk bréf frá stjórnvöldum
Hér um daginn
Opnaði það, las
Og kallaði þá kjána
Þeir vildu mig Landhelgisgæzluna eða eitthvað
Haldið að mér sé ekki sama, ég þvertók fyrir það
Í þessu landi stendur öllum á sama
Um bræður sem mér og mína
Því þeir gerðu það aldrei

Ég var ekki á því málí, á þeirri sömu stundu
Rann upp fyrir mér
Að kjánarnir ráða hér
Köldu vatni undir hörund mitt smúla
Hversu langt er um liðið
Að ég hef setið hér í Síðumúla

Ég þarf að komast út, en ég hafði leitt hugann að því áður
Ég dró upp ný drög á flórnum
Ég er ekki flóttamaður á flótta
En ég breyttist og fylltist þótta
Þjóðníðingur í hegnigarvist- og þeir drógu mörkin
Og ávíttu mig- Öngvu að síður
Þá er þeim formunað að skilja að ég er blakkur
Og Landhelgisgæzlunni enginn akkur
Staðan í raunveruleikanum er hál
Ég var illa leikinn í hráskinni, svo ég dreg fram stál

Ég yfirbugaði FV
Sofandi á verðinum
Hrifsaði af honum byssuna, hann gerði enga skyssuna
Allir menn voru þjónustaðir
Allir skór burstaðir
Velsæminu var vel þjónað
Svo kröfur mínar yrðu skildar
Kallaði ég til sýslumann og tukthústjóra
Svo þeir skildu það
Að ég var sýkn minna saka
En læt herskát eðli í verði vaka.
Áætlun kvað á um að brjótast út og halda Norður
Líkt strjúpinn á Ólíver forðum.
Ég varð að þrauka. Drengirnir mínir höfðu stjórn ríkislöggunni
Við vorum nógu mörg til að hefja ó á eirðir
Þetta þarf fyrir friðinn
Svo ég tók stykkið
Svart á svörtu er innan fjötra tímans
Frelsi til að brjótast út - uppí Fellahverfi - ekki selja út
6 FV, ætti að senda þá á útkikkið
Ég sendi þá ekki því ég er siðvera
hvað varðar ykkur hin munið ekki grein gera
Að helsið er helvíti. Ég er uppreisnarseggur því rís ég upp
Að baki rimmla ríkir hugarfar skepnu
Ég rak kven FV að ná í þyrlu
Hún reyndi að flýja, svo ég kom henni fyrir kattarnef.
Tvisvar rétt
Hver vill núna verða almennilegur
Ég hafði 6 FV, og eftir eru 5
Mér er alvara líkt og Dimmalimm
En enn er ég í hlekkjum
Ég þarf að þrasa
Tíma til að brjóta er stundin æsist
Ég held á stálinu í hægri hendi
Og nú leita ég girðingarinnar

Ég gekk útá túnið
Fylktu liði við 51 mann
Allur lurkum laminn og blóðug bar örin
Með látum er yfirstigin skörin
Tilbúinn að ganga
En af afli himna
Af ofan komu byssu brenndir
Bannvænir skammtar af blýi
Þutu þar nærri
Spenni hamar stálsins
Stend því sem fótum fastast

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Ira Murks 21/5/05 22:50

Þó ég nenni nú ekki að lesa þetta þá vil ég hrósa þér fyrir að nenna þessu..

» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: