— GESTAPÓ —
Hvað á að gera í sumar?
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sæmi Fróði 16/5/05 22:12

Hafa menn einhver háleit plön í sumar?

Fyrir utan að þurfa að vinna nokkuð mikið, þá hef ég hugsað mér að ganga á nokkur fjöll í sumar, ekki ákveðið hvaða fjöll en flestir mínir frídagar munu fara í slíkt ef mögulegt verður.

Skall þar hurð nærri hælum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 16/5/05 22:14

Ég fer ekki í unglingavinnuna, skítapeningur, en ég mun líklega vinna við heimasíðu pabba míns, sem á fyrirtækið Rafstillingu ehf, og svo verður væntanlega farið í gommu af ferðum út á land í húsbílnum.

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Afnám Þrælahalds 16/5/05 22:30

Ég verð að vinna í að gera fokhelt hús boðlegt fjölskyldu minni. Þótt ég verði klárlega ekki aðalmaðurinn í því er ég ráðinn til þess að hjálpa. Flestir frítímar mínir munusennalegast fara í sóprantvíblöðunginn og fleiri minni áhugamál.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heidi 17/5/05 08:20

Ég er eins og venjulega með mikið af háleitum plönum fyrir sumarið. Reyndar vill vinnan oft éta upp allan frítímann, en ég stefni á: a.m.k eina Rokkhátíð, margar og mismunandi langar hjólaferðir, göngu á +4000m tind og heimsókn til Íslands.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gleðigöndull 17/5/05 08:33

Ég geng oft á fjöll... minnsta lagi þrisvar í viku. Maður telst ekki alvöru karlmaður fyrr en maður stundar þannig teflingu við páfann!
‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Sjaldan er Bára stök, er hún hefur mök...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 17/5/05 09:08

Gengurðu semsagt örna þinna á fjöll þá? ‹Hrökklast aftur á bak og stígur í eitthvað›

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gleðigöndull 17/5/05 09:32

Þú ættir að finna fýluna sem læðist gegnum merg og bein og drepur alla ernina sem fljúga framhjá mér uppá fjallstoppinum.
‹Ljómar upp og ímyndar sér þetta með bros á vör›

Sjaldan er Bára stök, er hún hefur mök...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 17/5/05 09:54

Ég ætla að reyna að finna villinginn í mér. Áætlað er að drekka meira en góðu hófi gegnir og helst að vera settur í handjárn minnst einu sinni (af lögreglu). Þá ætla ég að kíkja á Roskilde og vonandi krækja mér í einhver sár og sjúkdóma. Stefni ég á að verða ælumeistari í mínum þyngdarflokk, ég mun að öllum líkindum éta pylsur og annað góðmeti sem lítur vel út í æluformi. Að endingu ætla ég að fá magasár úr stressi vegna fjármála og almennra lífsgæðaatriða.

Stefnir í gott sumar.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Furðuvera 17/5/05 10:29

Mig langar á Roskilde...

Tish ahh nay hush and fourpence, and an extra point for being so clevaaaaaah!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 17/5/05 12:25

Ég ætla að vinna aðra hverja viku og nýta hinar vikurnar í ferðalög um landið.
Hyggst fara á Hornstrandir og gista í Hornbjargsvita í nokkrar nætur, ganga um svæðið og njóta náttúrunnar.
Svo er ég að spá í að fara í "húspössun" í Óðinsvéum í sumar í heila viku ‹Ljómar upp›.
Í enda sumars mun ég að öllum líkindum flytja, annað hvort til Akureyrar eða Glasgow.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
albin 17/5/05 12:54

1. Tónleikar með Iron Maiden Í Júní
2. Viku frí í Þýskalandi með dóttir minni í Júli
3. Tveggja vikna frí með dóttir minni í Ágúst. Líklega að hluta til á Akureyri
4. ...Reyna að komast í smá aukavinnu til að halda lausafjárstöðunni betri.
5. Ganga á á örfá smáfjöll og einnig á Hekluna.

Annað er ekki planað í bili, hver veit hvað gæti bæst við.
Svo er að sjálfsögðu hellings skytterí með haustinu...
‹Ljómar upp›

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Isak Dinesen 17/5/05 12:58

Nornin mælti:

Í enda sumars mun ég að öllum líkindum flytja, annað hvort til Akureyrar eða Glasgow.

Ekki þó frá Baggalútíu? ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
albin 17/5/05 13:02

Isak Dinesen mælti:

Nornin mælti:

Í enda sumars mun ég að öllum líkindum flytja, annað hvort til Akureyrar eða Glasgow.

Ekki þó frá Baggalútíu? ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Hvað er í Glasskó?

-------- Sérlegur launmorðingi Forstjóri Hlerunarstofnunar Tilræðisráðherra Snillingur Orginal
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heidi 17/5/05 13:16

Nornin mælti:

Í enda sumars mun ég að öllum líkindum flytja, annað hvort til Akureyrar eða Glasgow.

Ég mæli með Glasgow, ég bjó þar einu sinni og skemmti mér vel ‹fær nostalgíukast›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/5/05 13:20

albin mælti:

Isak Dinesen mælti:

Nornin mælti:

Í enda sumars mun ég að öllum líkindum flytja, annað hvort til Akureyrar eða Glasgow.

Ekki þó frá Baggalútíu? ‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Hvað er í Glasskó?

Nú, Taggart.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Helena 17/5/05 13:20

Ég ætla nú bara að vera á suðvesturhorni Íslands, svona mestmegnis. Ég hef heyrt því fleygt að hér verði gott veður, svo ég ætla bara að liggja í sólbaði og vökva garðinn. Hugsanlegt er að ég úði svolitlu á mig líka. ‹Brosir af tilhlökkun›

...hin fagra.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/5/05 13:26

‹Stillir hnappa veðurmaskínunnar á gott sumar.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 17/5/05 13:32

Tagg-art. Ný listastefna? Kirkjugarðslist þá hugsanlega.

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: