— GESTAPÓ —
Ég er að fara á tónleika á sunnudaginn!
» Gestapó   » Almennt spjall
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 13/5/05 11:31

Ég er að fara að sjá Huun Huur Tu á Nasa!


Þetta eru Mongólskir skagfirðingar! Syngja bara um hestana sína. Eru fleiri sem eru að fara?

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 13/5/05 13:33

Ég fer frekar til Mongólíú að sjá Skagfirðinga syngja um rollur.

Annars ætti þetta nú að vera áhugaverðir tónleikar.

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/5/05 13:36

Kannski maður ætti að spila skagfirska sveiflu fyrir Mongólana. Skelfileg tónlistin gæti vakið upp forna stríðshvöt í þeim og þeir ráðist inn í Skagafjörð og losað heiminn við Geirmund.

‹Lætur sig dreyma›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 13/5/05 14:05

Ég sýti það mest að vera ekki stödd heima á Fróni vitandi það að þessir snillingar séu á leið til landsins. Almennilegur barkasöngur með tekstum um steppur, hross og kvenfólk eru ekki á hverju strái.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 13/5/05 14:19

Hakuchi mælti:

Kannski maður ætti að spila skagfirska sveiflu fyrir Mongólana. Skelfileg tónlistin gæti vakið upp forna stríðshvöt í þeim og þeir ráðist inn í Skagafjörð og losað heiminn við Geirmund.

‹Lætur sig dreyma›

Svo lengi að þeir drepi bara Geirmund þá er allt í lagi en ekki fleiri Skagfirðinga þetta er gott fólk upp til hópa (Er reindar sammála þessu um Geirmund).

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Afnám Þrælahalds 13/5/05 14:26

Ég fer hugsanlega.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 13/5/05 17:21

Nei.. en hinsvegar er ég að fara í skagafjörð á morgun.. kannski ég sjái einhverja mongóla á sunnudaginn.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Klobbi 14/5/05 17:59

Svo ég vitni í Eirík Múrara, þá er Skagajfjörður dauðadæmt landbúnaðarhérað.

Hefur annars einhver séð Eirík Múrara undanfarið?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 14/5/05 19:17

Ívar Sívertsen mælti:

Ég er að fara að sjá Huun Huur Tu á Nasa!


Þetta eru Mongólskir skagfirðingar! Syngja bara um hestana sína. Eru fleiri sem eru að fara?

Eru þeir ekki frá Lýðveldinu Tuva?

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 14/5/05 20:13

Er það sjálfstætt land eða einungis með sjálfstjórn?

Ég er Sonur Sólarinnar, og ég ber þess enn merki. Verndari vinstra-eyra Tigru. Rauður. Búinn að kyssa Tinu St.Sebastian. Eigandi Nýju Morgunstjörnunar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 14/5/05 21:04

Reyndar gæti það verið einungis með sjálfstjórn, er kallað „Republic“ en er bara eins og hérað í Rússlandi á landakorti. Var kallað Lýðveldið Tuva í einu blaðanna. http://www.answers.com/tuva Ég er líklegast ekki til nógu fróður til að túlka þessar upplýsingar alveg 100% rétt.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
LOKAÐ
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: