— GESTAPÓ —
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 18/4/05 16:02

Mánudagur er vissulega ekki skemmtilegasti dagur vikunnar... en þó skárri en Sunnudagur... mér þótti rétt að vera ekki að íþyngja Gestapó meira en svo að ég sendi þetta inn sem þráð en ekki félagsrit...

Bjartari en dauðans dagur
dásama þó heldur ragur
gerist hann oft gleði magur
getur skeð að sé hann fagur?

Dökkur himinn, grá er grundin
grá oft tifar mæðustundin
fljúga hrafnar léttist lundin
lóðþunga um nokkur pundin

Hægt nú tifar heljarklukka
hægfara þó breytist lukka
bætist við ein baugahrukka
bölvuð er mín gæfukrukka

Veit ég þó að verður frárra
von er innan daga fárra
að verði himnahvolfið blárra
held þá gerist allt hér skárra.

Þess ber að geta að ég beiti hér svokölluðu skáldaleyfi og geri daginn aðeins dekkri en hann er...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 18/4/05 23:49

Þetta var nú hinn besti mánudagur hjá mér, þannig að ég ætla að létta aðeins tóninn, jafnvel þó ég sé ekki hálfdrættingur á við Skabba í kveðskapnum.

Vaknaði mjög morgunhress
mjólk fékk út á flexið.
Laus er nú við stút og stress
stöðugt brosir hexið.

Af stað ég stökk í líkamsrækt
stansaði þar lengi.
Trúi helst að allt sé hægt,
hætt loks að fá strengi.

Drakk mitt kaffi, kleinu með,
kveina ekki meira.
Keypti bækur, bætti geð
baxaði ekki fleira.

Færist kulið yfir kvöld,
kúri upp í rúmi.
Anganór' með orðafjöld*
ein í næturhúmi.

*Bókin sem ég er að lesa er mjög þykk

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 19/4/05 14:13

Þriðjudagsins þrái ég
þreytuverk að missa.
Nýr sem maður nái ég
Nornina að kyssa.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 19/4/05 14:51

Við þennan þriðjudag ei sátt
þrautarganga sálar.
Drengur núna dável mátt
draga mig á tálar.

‹Blikkar Fíflagang daðurslega›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Guðmundur 19/4/05 16:06

Ljótur mætti, rír og magur,
myrkur, beiskur, þreyttur, ragur.
Djöfuls illi, dauðra bragur,
drullufúli mánudagur.

Allt sem er vert að gera, er vert að gera rólega.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 24/4/05 19:05

Sunnudagur, sælutíð
sólin brosir blítt.
Engin þynnka, ekki hríð
og jafnvel orðið hlýtt.

Á morgun, mánudagurinn
mætir oss með skúrum.
endurnærum okkar sinn
og upp í rúmi lúrum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 24/4/05 20:07

Sólu var kenndur, sérgreindur, nefndur, sunnudaginn þann.
Halda skaltu hvíldardaginn heilagann

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 27/4/05 21:48

Í mér mæli öfundar
ört nú fylla kornin
því laus við hausverk höfundar
er hamingjusöm Nornin.

Líkamsræktuð les hún bók
og liggur í heimahögum
ein í rúmi í engri brók
einnig á mánudögum.

Ó! að við gætum aðeins skipt
aumt er brauðsins stritið.
Eða saman sæl og gift
sofið, lesið, skitið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 28/4/05 16:17

Það var undarlega tilviljun að rétt eftir að ég kvað þetta ósmekklega kvæði til Nornarinnar rakst ég á Hjartasár hennar í Félagsritum. Finn mig því knúinn til að taka fram að ég var ekki að notfæra mér aðstæður og biðjast afsökunar á ónærgætninni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 28/4/05 18:55

Mér finnst þetta nú bara frekar skemmtilegt ‹Ljómar upp›
Þér tókst í það minnsta að fá mig til að hlæja.

Svo skiptast á skin og skúrir í þessu lífi, í dag er geðið í góðu skapi og Nornin ljómandi sátt við lífið og tilveruna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Kynjólfur úr Keri 1/5/05 14:30

Gott. Brosið og ljóminn fara þér mun betur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 2/5/05 15:49

Mánudagar mig mæða

þýðing á hluta af texta Uppgangsbæjarrottanna

Örflagan í höfð´ennar
brann yfir í skammhlaupi.
Og enginn mun læra neitt í dag
allir skulu sitja heima við.
Og pabbi skilur ekkert í því
hún sem var líkt gullin hind.
Og enga ástæðu sér hann.
Og engar ástæður finnast.
Fyrir slíku ei ástæða finnst?

Seg mér hví?
Mánudagar mig mæða.
Seg mér hví?
Mánudagar mig mæða.
Seg mér hví?
Mánudagar mig mæða.
Ég vil plaffa …
á daginn þann.

[hér er hið upprunalega á ensku]

The silicon chip inside her head.
Gets switched to overload,
And nobody's gonna go to school today,
She's going to make them stay at home,
And daddy doesn't understand it,
He always said she was as good as gold,
And he can see no reason.
Cos there are no reasons.
What reason do you need to be shown.

Tell me why.
I Dont't like Mondays.
Tell me why.
I Dont't like Mondays.
Tell me why.
I Dont't like Mondays.
I want to shoot ...
The whole day down.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 5/5/05 02:46

Mánudags var mikil von
verg á landi skarða
Bundin siglu áttu son
sævarr öldu barða

‹Þessu fylgir vonarbót til allra þeirra sem misst hafa barn›

LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: