— GESTAPÓ —
Orð sem þið SKRIFIÐ EÐA SEGIÐ aldrei
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4, 5  
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 3/5/05 16:28

Ég skrifa sjaldan orðið „fús“ (og áreiðanlega fleiri, man bara ekki eftir því). Hvað með ykkur hin?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/5/05 16:29

Þessa dagana (og vikurnar) skrifum vjer aldrei orð er innihalda bókstaf hins illa.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/5/05 16:29

Ég skrifa bókstaflega aldrei orðið „loðfíll“

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 3/5/05 16:30

Nú? Hvað skrifarðu þá þegar þú þarft að tjá þig um loðfíla?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/5/05 16:31

Ég skrifa mjög sjaldan orðið „verg“... líklega var þetta í fyrsta skipti hjá mér...

GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 3/5/05 16:33

Smábaggi mælti:

Nú? Hvað skrifarðu þá þegar þú þarft að tjá þig um loðfíla?

‹Slær sig í hausinn›

Ekki svara þessu. Annars var þetta eitt af fáum skiptum sem ég skrifa orðið „haus“.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 3/5/05 16:37

Rjett er að nefna að oss grunar sterklega að Smábaggi noti aldrei orð með jákvæða merkingu nema í sömu málsgrein komi fyrir orð á borð við ekki eða bókstafurinn ó framan á einhverjum orðum. Eigi höfum vjer þó gert á þessu tölfræðilegar athuganir. Það væri hinsvegar afar fróðlegt en þessa stundina erum vjer því miður of syfjaðir til slíkra rannsókna og þar með löglega afsakaðir.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 3/5/05 16:37

Ég vil helst ekki nota orðið Sjálfstæðismaður né að tala um að eitthvað eða einhver sé "á kantinum".

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/5/05 16:41

Athyglisverð kenning, Vlad. Gæti hugsast að ég taki hér upp þráðinn við tækifæri. Annars hef ég, með ítarlegum rannsóknum, komist að þeirri niðurstöðu að bókstafur hins illa hljóti að vera é, nema að um sé að ræða bókstaf sem ekki er í íslensku nútímastafrófi.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 3/5/05 16:43

Ég forðast að nota orð á borð við Rosmhvalanes vegna þess að það er svo ljótt... eins forðast ég notkun orðsins vinna sem og orðasambandið að greiða reikninga.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Ég forðast það eins og heitan eldinn að notast nokkurn tímann við orðið „Markaðurinn“, nema þá helst í einstaklega neikvæðri merkingu.

NB: Hér er átt við hugtakið „Markaðurinn“ í kapítalískum, hálf-vísindalegum skilningi, samanber hina huldu hönd herra Smith.

Aðalritari Kommúnistaflokks Baggalútíu • Öreigar allra landa sameinist! - Ísland úr NATO fyrst herinn fór burt! - Cuba si, Yankee no! - Fram þjáðir menn í þúsund löndum! - Hasta la Victoria siempre! - Og lifi byltingin, ávallt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Pollýanna 3/5/05 16:49

Ég reyni að nota ekki neikvæð orð, þótt að það komi því miður fyrir stundum.

Þetta hefði nú getað farið verr
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 3/5/05 17:17

Afsakaðu og fyrirgefðu eru bannorð hjá mér. ‹Þvær lyklaborðið með sápu›

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ísdrottningin 3/5/05 17:28

Þegiðu, mér finnst það nefnilega svo dónalegt.

-Já það er sko margt skrýtið í kýrhausnum - Æðstastrympa - Höfundur skálarinnar - Hálendismálaráðherra -
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 3/5/05 17:29

Þá skulum við vona að þetta sé ekki það síðasta sem heyrist frá Haraldi. Hef mínar efasemdir um hve vel lyklaborð og sápa blandist.

Annars nota ég aldrei skammstöfunina "GSM", því mér finnst íslenska orðið, farsími, sem raunar á við fleiri tegundir af símum, mun betra.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 3/5/05 18:39

ske...........

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
feministi 3/5/05 19:19

Lausblaðabókhald og gildisdagsetningar eru orð sem ég skrifa ekki.

Fyrir hönd feminista
Aðstoðarmaður feminista

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gunnar H. Mundason 3/5/05 19:31

Toddí er orð sem ég held að ég hafi aldrei notað fyrr en núna.

Víkingamálaráðherra og yfiraðmíráll baggalútíska heimsveldisins • Yfiröryggisvörður Pirrandi félagsins • Yfirglímukappi • „ Nú er að verja sig, er hér nú atgeirinn“ • Cogitamus, ergo vicerunt • Nemo me impune lacessit
LOKAÐ
     1, 2, 3, 4, 5  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: