— GESTAPÓ —
Dróttkvæði
» Gestapó   » Kveðist á
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 27/2/05 19:27

Það sem hjer fer á eftir birtum vjer upphaflega sem fjelagsrit og var hugmyndin frá Skabba komin, sbr. þetta: http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=90&n=1974

Höfum vjer núna ákveðið að stofna formlega þráð fyrir svona kveðskap þar eð oss fannst þetta skemmtilegra en flest annað er vjer höfum prófað á þessu sviði.

Eigi fundum vjer því miður mjög mikið um dróttkvæðahátt á neti því er við Inter er kennt. Bendum vjer helst á þetta:

http://mail.fa.is/deildir/islenska/isl303afangi/isl303eddukv/kvedskapur/drottkvA.html

Og einnig þetta:

http://this.is/atli/paelingar/drottkvaedi.html (nokkur nútíma dróttkvæði)

Hjer er síðan frumraun vor á þessu sviði er vjer birtum sem áður sagði upphaflega í fjelagsriti. Tilefnið var deilur í Baggalútíu milli Hreintrúarflokksins ( http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=4091 ) og afturhaldskommatittanna í Kommúnistaflokknum ( http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=4088 ). Vart þarf að taka fram að Hreintrúarflokkurinn hafði þar algjöra yfirburði.

Kvæði:

Brölta tittir, bylta vilja
boða herir roða morguns
Lýtingum öllum útópíu:
„Aftur höldum um öld“.
Sögu sorphaugur
syndugum er fyrirmynd
handónýtum hugmyndum
hafna jafnan vísir.

Í sorta birtu bjarmi
birtist, trúleysingja hirtir
hreina trú seggjum sýnir
sljett föt, jörðin flöt.
Bíður rauðra rjettur
rannsóknar því sannað er
að stórslys eru og sturlun
stefna komma nefnist rugl !

Fleira svona er væntanlegt frá oss á hjer næstunni og vonum vjer að sama gildi um fleiri gesti hjer.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 27/2/05 19:40

Dagsins Ákavítadrótt
Hér er Drótt sem ég samdi um daginn og birti í félagsriti í janúar síðastliðinn:

Kvæði:

Þjakaður af þreki
þambaði ég gambra
haussins kvilla kveisa
kasta frá mér lasta.
Roði austurs röðuls
reis við æðruleysi
sæla fagra sólin
sullar björtu gulli.

Sól í suðri niðri
syngur nú í hringi
blikar öldublekið
bláa himingráa.
Fleyin sigl’um flauel
fanga sólar stranga
gulir geislar mala
glitrar vatn og titrar

Myrkur skreið fram morkið
mastur ljósin kasta
farin birtu ferja
flótti kemur ótti.
Drekk ég sorgum syrgi
sýt í Ákavíti
dreymi sóla drauma
dofn'og bráðum sofna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/3/05 23:55

Hérna er drótt sem ég var að birta sem félagsrit... maður er yfirleitt svo ánægður með drótt að maður birtir þau sem félagsrit...
Hvet fleiri til að prófa...

Kvæði:

Hylur svalur hafflöt
harður kaldur barði
frost á brestur, feigur
flýtur djöfull hvítur.
Kælis vindar kýla
klakaskjöldur brakar
lemur landsins strendur
ljótur ber hann grjótið.

Fyllir allann fjörðinn
frið ei hafa miðin
brýtur leið um látur
lagði höfn með bragði.
Fann þar nýja fleyið
fölur brotnar kjölur
bognar flýgur beygur
bátur liðast, grátur.

Hríðir blása, hvæsa
handa illum fjanda
æra, illir árar
okkur lemja kremja.
Hvar er hlýjan spyr ég,
hvert fór roða boði,
hvernig lífið lafir,
líður burtu kvíði?

Deyfir dæmda laufið
drekkjast kvíðasekkir
feigur landinn laugar
líflaus kveður freðinn.
Lögg í liggur hlýja
leggst í koju bregst ei
Ákavíti veit um
vökvar sálar málið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 1/4/05 14:18

Þess datt í tilefni frétta dagsins:

Fréttir vilj´ ei flytja.
Funda ó- með -lundu.
Krúsa upp á krossinn
kafnegla ok stegla.
Blöndal færa boðin.
Biðja Alþing styðji.
Fréttaskúnka fúna
flengja má ok hengja.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
LOKAÐ
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: