— GESTAPÓ —
Sumarið er tíminn...
» Gestapó   » Almennt spjall
     1, 2, 3, 4  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Montessori 11/3/05 11:39

Já kæru vinir, nú er sumarið óðum að nálgast með sínum óðu flugum og óstjórnlegu grillveislum.

Nú langar mig að gera smá mannfræðirannsókn og spyr: Hvað finnst manninum tilheyra sumrinu? Hvað gefur ykkur til kynna að sumarið sé komið?
Gefið væmninni lausan tauminn og leyfið okkur hinum að fella tár eða tvö. Ég skal gefa tóninn!
(Sumarið er tíminn...)

...þegar ómur slátturvélanna glymur um hverfið.

María mey. Eigandi eftirfarandi fyrirtækja og fjelaga: BF Group® Ltd., Baggaflug hf.® og Loftfari®.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Helena 11/3/05 12:43

Það er lyktin af birkinu. Já og líka þegar krakkaskammirnar í hverfinu leika sér með hávaða og látum og kasta bolta í grillið - þá er sumarið komið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 11/3/05 13:28

Sumarið er tíminn, þegar bændur fara að slá
og kríunrnar garga, á Arnarhól, ójá.
‹Obbobobb, æ, æ, þarna gleymdi ég mér. Hugverkasjóður Bubba® mun lögsækja mig fyrir svona tilvitnanir og hafa af mér bæði fé og æru. Svona er að asnast til að vitna í hin og þessi skáldin umhugsunarlaust. ›

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 11/3/05 13:33

Mikið væri nú indælt að fá aftur svona hitabylgju eins og síðasta sumar.
Það er mjög sumarlegt að flýja landi suður á bóginn til heitari landa.

Sönnun lokið.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 11/3/05 13:34

Og enn sumarlegra að flýja suður til kaldari landa ‹Starir þegjandi út í loftið›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 11/3/05 14:40

Sandalar, bjart, stutt í Hróa, bjór í hádeginu..og svo veit maður að það er komið sumar þegar sætir strákar fara að birtast á Austurvelli (ég sver það, þeir leggjast í dvala á veturna)

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/3/05 15:37

Að liggja út í móa, tyggja strá og drekka Ákavíti...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 11/3/05 15:57

Vera bara fullur.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 11/3/05 16:00

Haraldur Austmann mælti:

Vera bara fullur.

Er það eitthvað árstíðabundið hjá þér? Það er það að minnsta kosti engan veginn hjá mér. ‹Starir þegjandi út í loftið›

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 11/3/05 16:01

Nei nei. Sumarið er eins og allar aðrar árstíðir að þessu leyti. En ég er ekki alki.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 11/3/05 16:04

Það er samt mun þægilegra að vera útúrráfandi fullur á sumrin, þar sem að þá á maður ekki á hættu að verða úti. Þar af leiðandi getur maður leyft sér mun meiri ölvun en ellegar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Montessori 12/3/05 17:03

Þegar angan af kolasteiktu lambakjeti smýgur upp í andrúmsloftið og fyllir vitin í örvæntingu sinni til að gera mann og annan hungraðan.

María mey. Eigandi eftirfarandi fyrirtækja og fjelaga: BF Group® Ltd., Baggaflug hf.® og Loftfari®.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ég sjálfur 12/3/05 20:07

Þegar Baggalútur fer í sumarfrí. ‹fellir tár við tilhugsunina›

Sönnun lokið.
GESTUR
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Smábaggi 12/3/05 20:11

‹Blótar grimmilega›

Bölvaður sé Enter!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tuðran 12/3/05 20:36

Kynferðismök undir berum himni.......‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 12/3/05 21:13

Kynferðismök? Þú meinar ferðismök?

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Jóakim Aðalönd 12/3/05 23:17

Tjaldartíst og grill er óhjákvæmilegur partur af sumrinu í mínum huga. Auk þess ís í brauðformi.

Seztur í helgan stein...
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 13/3/05 01:14

Tuðran mælti:

Kynferðismök undir berum himni.......‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

Hjómar eins og sjálfsfróun.........

LOKAÐ
     1, 2, 3, 4  
» Gestapó   » Almennt spjall   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: