— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 8, 9, 10 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/1/04 21:55

Fellaskáldið var á undan, því botna ég hann...

Böndin sléttu fimir flétta
flokkur hagyrðinga
kvöl að finna kvæðið rétta
kúnst sú er skagfirðinga

hugar fimi göfug grein
gefur svima yndi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/1/04 22:01

hugar fimi göfug grein
gefur svima yndi
ó ef ég væri hjá þér ein
íklædd dömubindi.

(Búinn að hafa svo mikið fyrir þessari hér á eftir að ég hef hana líka)

böndin sléttu fimir flétta
flokkur hagyrðinga
höndin þétta liminn létta
lokkar vestfirðinga.

Sléttuböndin síst ég kann
samt má við þau glíma

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/1/04 22:15

Sléttuböndin síst ég kann
samt má við þau glíma
botninn góður betri mann
barðist við að ríma

botninn þinn var betr'en minn
blóðgast kinnin rjóða

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Fellaskáldið 19/1/04 22:21

Sléttuböndin síst ég kann
samt má við þau glíma
Góður sá er orðum ann
og ætíð vill þau ríma

alltof seinn....einu sinni enn

Reyni aftur...

botninn þinn var betr'en minn
blóðgast kinnin rjóða
alltof hægur hugurinn
hamast við að ljóða

Ekkert gengur, allt of seinn
er ég nú að semja

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/1/04 22:30

Botna þá Skabba...

botninn þinn var betr'en minn
blóðgast kinnin rjóða
Þakkir hafðu Skabba skinn
skellt´ í eina góða.

Dalvíkingar dingla víst
dátt í ljósastaurum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 19/1/04 22:33

Dalvíkingar dingla víst
dátt í ljósastaurum
þegar síðar hlánar hlýst
hrapið þessum gaurum

víða inni í sköflum skríða
skólabörnin ormum lík

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Fellaskáldið 19/1/04 22:58

víða inni í sköflum skríða
skólabörnin ormum lík
horfin er í hjarnið víða
í heilu lagi Dalsins vík

Ólmast út um garð og grund
galin kólguhríð

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 19/1/04 23:22

Ólmast út um garð og grund
galin kólguhríð

Hrellir bæði hal og sprund
helköld vetrartíð.

Snjórinn kætir börnin kátu
í Kópavogi og Reykjavík.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/1/04 08:45

Snjórinn kætir börnin kátu
í Kópavogi og Reykjavík.
Hrollinn fá og heima sátu
hróin litlu i Súðavík

Snjórinn kætir bara börn
og borgara höfuðsins

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 20/1/04 18:24

Snjórinn kætir bara börn
og borgara höfuðsins
Á stikluvikum stekk um tjörn
stólað get á kvæðatörn

skrumarinn nú skelfdi oss,
skringilegur fyrripartur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 20/1/04 18:52

Skrumarinn nú skelfdi oss,
skringilegur fyrripartur.
Hann freyðir eins og Dettifoss,
finnst ei slíkur froðukjaftur.

Rignir nú mjög á réttláta,
ranglátir einnig blotna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Crucificus 20/1/04 22:24

Einu sinni átti ég kú
erótíska í fjósi.
Þótti mikill og þykist nú
þrumu beljubósi.

Kemur oft um kveldin myrk
kveðskapur í huga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 20/1/04 22:25


Einu sinni átti ég kú
erótíska í fjósi.
frá korter yfir eitt til þrjú
inni varstu bósi

ohh...

júgrin þukla þrótur kann
það er ekkert skrítið
gleði þarna hafði hann
frá hádegi í bítið

og svo:

Kemur oft um kveldin myrk
kveðskapur í huga.
finn þá ætíð innri styrk
ekkert skal mig buga

bögu mína ber ég inn
botnar hraðir fjúka

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 20/1/04 22:48

Bögu mína ber ég inn
botnar hraðir fjúka.
Endar svo hér óður minn,
út ég verð að rjúka.

æ,æ, of seinn

Er ég farinn enn á ný
einusinni að bulla
Þetta er eitt, sem hefst af því
að þjóra æ og sulla.

Legið hef ég langa stund,
lofgjörð þér að smíða.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 20/1/04 23:14

Fullur er ég ár og síð
af mér sjaldan rennur.
Lofað get ei liðna tíð,
lifrin í mér brennur.

Á Vogi fannst mér vistin leið,
vínlaus allar nætur.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 20/1/04 23:21

Á Vogi fannst mér vistin leið,
vínlaus allar nætur.
hryggwur eftir búsi beið
bjórlaus jafnan grætur

ömurleikinn engu líkur
er í tómu glasi

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Crucificus 20/1/04 23:48

ömurleikinn engu líkur
er í tómu glasi.
Ekkert nema englapíkur
ergja mig með masi.

Súra jobbið sökkar feitt
svo ég er bara farinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/1/04 23:51

Súra jobbið sökkar feitt
svo ég er bara farinn.
Enda gastu ekki neitt,
ætlarð´ á barinn?

Barinn er minn besti staður
bý þar alveg núna.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 8, 9, 10 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: