— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 19/1/04 02:32

Pútnamamman mikilvirk
mátti summur þekkja
Lét hún dónann Douglas, Kirk
hjá dömum sínum rekkja.

Aldinn maður, yngismær
eiga lítið saman.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 19/1/04 03:29

Fyrr en varir finna má
fyrriparta góða
en botna tel ég besta að fá
bera og lítt eitt rjóða.

Frúarinnar mittismál
magnast hefur stórum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 19/1/04 04:34

Snjóar úti snjáldrið mitt
snýttu þér í klútinn,
meðan gimbrar gera hitt
og gamna sér við hrútinn.

Í snjóinn féll og fékk þar skell
Fellaskáldið góða.

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 19/1/04 04:58

Yrkir fýrinn fjarska hýr
fyrri dýra parta.
Þyki spírinn nokkuð nýr
nízkir Írar kvarta.

Göfugt sport að geta ort
og gera sortir margar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 19/1/04 05:01

Yrkir fýrinn fjarska hýr
fyrri dýra parta.
Þyki spírinn nokkuð nýr
nízkir Írar kvarta.

Göfugt sport að geta ort
og gera sortir margar.

‹Hvað vill þessi Gestur upp á dekk? ›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 19/1/04 09:52

Aular mætir ekki bræt
yrkja að næturþeli
margur lætur megabæt
í myrkri kæta seli

synda stöku selir hér
sem að böðlast net um

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/1/04 12:04

synda stöku selir hér
sem að böðlast net um
ganga fírar fram af mér
forðast ekki getum

Dagsljós skín og skáldasvín
skemma mína vöku

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 19/1/04 13:07

Dagsljós skín og skáldasvín
skemma mína vöku
kneyfðu fínast kláravín
kroppun hlýnar röku

brellnir skella brögum hér
bræður kvæða fróðir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/1/04 13:40

brellnir skella brögum hér
bræður kvæða fróðir
Hnellna brellu Barbi sér
bræður fræða góðir

sleppur þetta Barbi minn?

Hér kemur smá tilraun með sléttubandar fyrripart:

böndin sléttu vefa vill
vinur settu enda

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/1/04 15:41

böndin sléttu vefa vill
vinur settu enda
löndin éttu ljót sem ill
linur fléttu venda

Þessi botn var bósaleir
biðst ég forláts kæri

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/1/04 16:17

Þessi botn var bósaleir
biðst ég forláts kæri
Alltí lagi ég er meyr
aftur sæti færi

slétta bandið færðu fram
fyrir landa sauði

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Úrsus Akureyrensis 19/1/04 17:33

slétta bandið færðu fram
fyrir landa sauði
Ætli Manda milligramm
meik'að stranda Auði? (RE-302)

Merkilegri þykir mér
meiningin en formið,

Si hoc legere potes, operis boni in rebus Latinus alacribus et fructuosis potiri potes
 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 19/1/04 20:56

Merkilegri þykir mér
meiningin en formið,
Í sálfræðinni sjálfið er
sýnilegra en normið.

Sauði landa fyrir fram
færðu bandið slétta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 19/1/04 21:11

‹Hvað átti Skabbi við?›
Sauði landa fyrir fram
færðu bandið slétta.
Kauði andlaus hirðir ham
háðfugls grandvör flétta.

Sáuð þið hana systur mína
selja líkamann?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 19/1/04 21:20

Sáuð þið hana systur mína
selja líkamann?
Krónu fyrir eina fína
fékk ég hann.

Gæðin voru magni minni,
miklu það er víst.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Fellaskáldið 19/1/04 21:25

Sauði landa fyrir fram
færðu bandið slétta

auði vandans hulin ham
hefur andans flétta

böndin sléttu fimir flétta
flokkur hagyrðinga

Djö.......maður er alltof seinn að hugsa!

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Fellaskáldið 19/1/04 21:36

Prófa aftur...

Gæðin voru magni minni,
miklu það er víst.

Þó ég andann feginn finni
formið öfugt snýst

Böndin sléttu fimir flétta
flokkur hagyrðinga

 • LOKAР•  Senda skilaboð
venni vinur 19/1/04 21:39

Gæðin voru magni minni,
miklu það er víst.Heyrðu þó í sálu sinni
sumarfuglatíst.

Sól á himni hækkar víst
um hænufet á dag.

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: