— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 229, 230, 231 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/1/05 11:33

Hátalarahávaði
heyrnina nú skerðir.
Morgunbjarmi blámaði;
blautir morgunverðir.

Sól á himini svörtum rís
særinn gylltur logar.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/1/05 11:40

Sól á himni svörtum rís
særinn gylltur logar.
Vellan ómar, aðan frýs
útfall drumbinn sogar.

Í sandsins fjöru svamlar fló
syndir undir steininn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 20/1/05 11:42

Í sandsins fjöru svamlar fló
syndir undir steininn.
Lagði sig og loksins dó
lítil undir fleininn.

Marflær eru megafæða
matreiddar í ofni.

Færeyingur • Einfættur • Mannæta
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/1/05 11:43

Í sandsins fjöru svamlar fló
syndir undir steininn.
skammt þar undan Skabbi hló
og skálaði við hleininn

Úfs.

Marflær eru megafæða
matreiddar í ofni
þær er allra best að bræða
- bara svo þær sofni

ef ákavíti ættum við
og ofurlítinn tíma

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/1/05 11:48

ef ákavíti ættum við
og ofurlítinn tíma
þá værum núna hlið við hlið
hlæjandi að ríma

Hvenær skála skulum næst
skrafa, drekka og kveða?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 20/1/05 12:19

Hvenær skála skulum næst
skrafa, drekka og kveða?
Vinur! Gæti víst það ræst
þá vorið kemur...eða?

Hundrað sinnum heilsu skálum
hraustlega við þjórum blút

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 20/1/05 13:06

Hundrað sinnum heilsu skálum
hraustlega við þjórum blút
Rennblauta úr gleiðum gálum
gúrku svera drögum út

‹Mér þykir þetta afar leitt, en þetta bara kom af sjálfu sér›

Blautleg kvæði birtast mér
bóndadaginn fyrir

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 20/1/05 13:23

Blautleg kvæði birtast mér
bóndadaginn fyrir
pikka inn heilt píkukver
og pota smá ef leyfa byrir.

Á bóndadaginn béjoð fékk
og boltaleik að gláp' á

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 20/1/05 13:42

‹Stekkur hæð sína. Muhahahahahah frábært›

‹Brestur í óstöðvandi grát, get samt ekki rímað skynsamlega við glápá›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 20/1/05 15:10

Á bóndadaginn béjoð fékk
og boltaleik að gláp' á
Kellan með mér klæmin hékk,
klíndi svo mig sáp' á.

‹Glottir›

Drakk ég mikinn dökkan mjöð,
og með því snæddi harðfisk.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 20/1/05 17:22

Drakk ég mikinn dökkan mjöð,
og með því snæddi harðfisk.
Urðu fljóð og gumar gröð
gleymdu öli og matdisk.

Burðugur ei botninn var
brást mér skáldalistin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þrymill 20/1/05 17:38

Burðugur ei botninn var
brást mér skáldalistin.
Hef ég þó til huggunar,
heil er á mér ristin.

Glyðrur væla um gamlan hátt;
gleðina þær að berja.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Sundlaugur Vatne 20/1/05 23:29

Glyðrur væla um gamlan hátt;
gleðina þær að berja.
Átt' eg með þeim gaman grátt
sem gagnslaust er að verja.

Vala Matt fer víða í hús
veifar grænum penna.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/1/05 23:29

Glyðrur væla um gamlan hátt;
gleðina þær að berja.
Gult og rautt og grænt og blátt
gömul er sú ferja


Hennar gætti heimdallur
heyrði spretti flóru

of seinn...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/1/05 23:31

Vala Matt fer víða í hús
veifar grænum penna.
Hún er ávallt hress og dús
hún er mikil glenna

Brilljant finnst og fabolus
fínar innréttingar

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 21/1/05 11:54

Brilljant finnst og fabolus
fínar innréttingar
Mædd víst eru margra hús
margar lífsþrengingar.

Baular Villi og bylur hátt.
Bingó- stjórnar -þætti.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tina St.Sebastian 21/1/05 11:58

Baular Villi og bylur hátt.
Bingó- stjórnar -þætti.
Úr mér dró fyrst allan mátt
en ákavít' það bætti

Áfram veginn eflaust flestir
örlögum sig fel' á vald

- Passív-aggressívur erkióvinur ritstjórnarmeðlima hverra nöfn hefjast á 'E' - •  Verndari alls karlkyns- Biskup yfir westurhluta Íslands- Umsjónarmaður, hönnuður, verktaki og æðsta yfirvald í málefnum Torgs Hinnar Heilögu Ritstjórnar-
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/1/05 13:11

Áfram veginn eflaust flestir
örlögum sig fel' á vald
Stöðugt hérna ganga gestir
og gista undir himins tjald

Aldrei hef ég álasað
öllum lífsins göllum

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 229, 230, 231 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: