— GESTAPÓ —
Af hverju er allt tómt
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Flauel 11/1/05 01:13

Hvert sem ég lít er allt tómt,er allt dáið í heiminum ? Ég lít til hægri og ég sé dauða,ég lít til vinstri og ég sé meiri dauða,ég meika ekki einu sinni að líta upp,og hvað þá niður.Ef ég kveiki á fréttum sjónvarðsins,blasir við dauði,sjálfsmorðsárás þarna,stríð þarna.Ég sé ekkert nema deyjandi börn og volæði,og bjartir punktar eru voða fáir.Er heimurinn að fara í hundana,eða hefur þetta kannski alltaf verið svona.Nú er ég frekar ungur að árum,eða 25 vetra,og mér finnst einhvernveginn allt bara verða verra,ekki betra.Ég sé groddaralegar blaðagreinar um íslenska morðingja,íslenska barnaníðinga og þess háttar mógúla.Ég segi nú bara hvar er gleðin,hvar er hamingjan og hvar eru "Gleðifregnirnar" sem ég hef ekki séð svo mánuðum skiptir.Er allt það vonda í heiminum orðið það mikið að þetta góða hreinlega kremst undir.Af hverju eru allir að tala um hvað þetta og hitt sé ómögulegt og leiðinlegt,af hverju er aldrei talað um góðu hlutina,hvað þetta sé gott og svo framvegis.Við megum ekki láta það slæma ná yfirhöndinni og leggja undir sig mannkynið eins og það leggur sig.Þetta er allt í hausnum á okkur,það skeður ekkert slæmt,nema einhver geri eitthvað slæmt,hvernig væri að fara að gera eitthvað gott,gleddu einhvern,komdu einhverjum til að hlægja.Það þarf ekki nema eitt fallegt bros til að bjarga okkur öllum.Með von um betri heim..

Flauel

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Klobbi 11/1/05 04:31

Tja ég skal segja þér.

Mér þykja Bruce Lee myndir skemmtilegar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 11/1/05 09:47

Velkominn Flauel, var einmitt að hugsa það sama í gærkvöldi og komst að tvennskonar niðurstöðu:
1- Þetta hefur alltaf verið eins, fjölmiðlarnir eru bara virkari nú en áður...
2-Maður upplifir það sterkar í skammdeginu, þegar úti er kalt og dimmt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/1/05 10:46

Ráð: Slökktu á sjónvarpinu og hættu að lesa dagblöð.

Ástandið er ekkert verra en það hefur verið í gegnum mannkynssöguna, fréttirnar eru bara nákvæmari eins og Wilde sagði.

Þú mannst eflaust eftir að hafa lesið t.d. um eitthvað sem kallaðist síðari heimsstyrjöldin. Prísaðu þig sælan að búa á þessum tímum og á þessum stað.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 11/1/05 10:49

Og svo má minna á kalda stríðið og óttann þá við að mannkynið þurrkaðist út í gjöreyðingarstríði ‹Fær nostalgíukast og hugsar til gömlu, góðu dagana›. Í samanburði við það er hryðjuverkaógnin svokallaða í rauninni hálf ómerkileg þó hún sé samt alveg nógu slæm.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 11/1/05 14:19

Skabbi skrumari mælti:

Velkominn Flauel, var einmitt að hugsa það sama í gærkvöldi og komst að tvennskonar niðurstöðu:
1- Þetta hefur alltaf verið eins, fjölmiðlarnir eru bara virkari nú en áður...
2-Maður upplifir það sterkar í skammdeginu, þegar úti er kalt og dimmt.

3. Fjölmiðlarnir eru allir þunglyndir með tölu og tala ekki um annað en allt það hræðilega sem á sér til í heiminum. Engum dettur í hug að nefna allt þetta skemmtilega og fallega og öll kraftaverkin sem enginn tekur eftir því það eru allir of uppteknir af nefinu á sjálfum sér!
‹Reytir feld sinn›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 11/1/05 14:23

Vladimir Fuckov mælti:

Og svo má minna á kalda stríðið og óttann þá við að mannkynið þurrkaðist út í gjöreyðingarstríði ‹Fær nostalgíukast og hugsar til gömlu, góðu dagana›. Í samanburði við það er hryðjuverkaógnin svokallaða í rauninni hálf ómerkileg þó hún sé samt alveg nógu slæm.

Enda voru hryðjuverkamenn til meðan á kalda stríðinu stóð; þeir hafa löngum bombarderað Evrópumenn í ýmsum ríkjum.
Nú eru reyndar líka enn til ærið nóg af kjarnorkuvopnum, en ég er sammála forsetanum, þessi daglega ógn kaldastríðsárana er einhvernveginn gleymd. ‹Minnist liðinna stunda í skugga múrsins með miklum söknuði. Spilar 99 Luftballons og Nikita til að sefa tregann.›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 11/1/05 17:42

Ég er mest hræddur við þau áhrif að við endum eins og Bandarikjamenn, skíthræddir við allt og alla og allir verði að vopnast til að verjast ógnum sem fjölmiðlar mata menn á.
Það sem ber að óttast er óttinn sjálfur.

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 11/1/05 18:00

Talsvert til í þessu Wonko. Fréttir hafa orðið svartsýnni með árunum. Það hjálpar ekki. Mig minnir að ég hafi heyrt af rannsókn (máski í síðasta þætti Silfurs Egils) að í breskum blöðum hafi snemma á áttunda áratugnum verið 1 jákvæð frétt fyrir hverjar þrjár neikvæðar. Takið eftir að þetta var á 8. áratugnum sem var langtum ömurlegri áratugur en við upplifum núna hér í Westri (efnahagslega, félagslega, pólitísklega o.s.frv). Í dag, þegar við búum við hvað mesta hagsæld sem um getur, þegar mun friðvænlegra er í heiminum (já, þrátt fyrir Írak, Ísrael og hryðjuverkamenn, 8. áratugurinn sá Pol Pot, menningarátak Maós, Pinochet, kaldastríðsógnarjafnvægi osfrv), þá er þetta hlutfall komið í eina jákvæða gegn hverjum 16.

Þetta hjálpar ekki. Svona neikvæður fréttaflutningur veldur því að margt fólk fær mýópíska sýn á veruleikan og verður skíthrætt, lái þeim hver sem vill. En með mýópískri sýn á ég við að það ýki hætturnar og ástandið og það missi skyn á heildarsamhengi hlutanna og samanburð við fortíðina. Enn hættulegri er glæpafréttaflutningur. Þá fær fólk af þessu tagi (sem er nóg af meðal vor) þá grillu í höfuðið að glæpamaðurinn sé hreinlega að bíða eftir að fá að drepa það og taka veskið þeirra. Fyrir vikið þorir slíkt fólk hreinlega ekki úr húsi og missir því af mörgum indælum samfélagslegum athöfnum eins og að fara út að borða, skemmta sér, í bíó o.frv.

Hví ætti maður að hafa áhyggjur af svona fólki sem trúir skakkri mynd af veruleikanum sem fjölmiðlar matreiða handa þeim? Þá á ég við áhyggjur umfram svona hefðbundna samúð með sálarástandi þeirra. Jú. Þessi ótti getur nefninlega haft skelfileg áhrif á fólk sem er ekki svona paranojd. Það er af því það kýs. Pólitíkusar skynja þennan ótta meðal þessa hóps, sem er stór, og spila inn á hann til að ná fram markmiðum sínum (sem er yfirleitt að ná völdum), rétt eins og fjölmiðlar hafa notfært sér þennan ótta til að selja fleiri blöð. Það kallar á ýmsa hálffasista sem koma og lofa hertum refsingum, dauðarefsingum, hertum innflytjendalögum hertu hinu og þessu. Fólkið kýs slíka afturhaldsseggi og líður vel, bara við að vita af því að þeir eru við völd. Svo er annað mál að hertu aðgerðirnar leysa yfirleitt engan vanda.

Þetta er ein af ástæðunum sem ég hata DV svo innilega. DV er fjölmiðill sem er virkilega að rembast við það að varpa upp þvílíkri skítamynd af samfélaginu þannig að fólk haldi að það séu barnaníðingar að bíða fyrir utan leikskólann, dópsalar fyrir utan skólann, morðingjar fyrir utan skemmtistaðinn þinn, og þjófar úti í garðinum þínum. Ef einhver les þetta blað eftir 100 ár, án þess að skoða annað, myndi hann halda að þetta hefði verið skelfilegt og illt þjóðfélag, fullt af ógeðum og siðleysi. Æ svei, ég er kominn í DV einræðu. Best að hætta þessu röfli.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 11/1/05 20:26

Hakuchi mælti:

Þetta er ein af ástæðunum sem ég hata DV svo innilega. DV er fjölmiðill sem er virkilega að rembast við það að varpa upp þvílíkri skítamynd af samfélaginu þannig að fólk haldi að það séu barnaníðingar að bíða fyrir utan leikskólann, dópsalar fyrir utan skólann, morðingjar fyrir utan skemmtistaðinn þinn, og þjófar úti í garðinum þínum. Ef einhver les þetta blað eftir 100 ár, án þess að skoða annað, myndi hann halda að þetta hefði verið skelfilegt og illt þjóðfélag, fullt af ógeðum og siðleysi. Æ svei, ég er kominn í DV einræðu. Best að hætta þessu röfli.

Þarna er ég sammála þér. Ég hef reyndar tjáð mig um málið áður og ætla ekki að fara að tjá mig mikið um það aftur, en DV er skítasnefill sem er ekki þess verðugur að hundurinn minn skíti á hann.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Ólafur 11/1/05 21:30

Þetta innlegg réttlætir að kóngurinn er kóngur. Skál konungsins!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Eyminginn 12/1/05 14:37

Heimur versnandi fer sagði hann afi heitinn alltaf og ég segi það sama.
En ég man bara ekki eftir öðrum eins fréttahryllingi og hefur dunið í eyrum og augum eins og ca. síðasta árið. Það er stundum erfitt að trúa á hið góða í manninum ‹fellir tár›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Flauel 12/1/05 18:15

‹Brestur í óstöðvandi grát›

Sir Flauel
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 12/1/05 18:18

Eyminginn mælti:

Heimur versnandi fer sagði hann afi heitinn alltaf og ég segi það sama.
En ég man bara ekki eftir öðrum eins fréttahryllingi og hefur dunið í eyrum og augum eins og ca. síðasta árið. Það er stundum erfitt að trúa á hið góða í manninum ‹fellir tár›

Ég bendi á mýópísku umræðuna í langa innleggi mínu hér að ofan og hvet þig til að hvíla sjónvarpið og fjölmiðla í nokkrar vikur, þá líður þér betur. Ennfremur getur þú friðað sálina með því að láta fé af henti til söfnunar fyrir fórnarlömb stórflóða, hent peningum í hjálparsamtök hvers konar en umfram allt gera þitt besta til að vera sjálfur góður við alla í kringum þig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
litlanorn 12/1/05 19:09

‹sendir flauel skínandi bros með von um að lífga upp á daginn›

áhríninorn með meiru - þjáist af lágstafasýki- ófrumleg fram úr hófi - umboðsmaður stjarnanna- eigandi antartíku og heimshafanna 7 - hirðdansmey og yfirsmakkari baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Flauel 17/1/05 23:32

‹Stekkur hæð sína›‹Ljómar upp›

Kvæði:

[img][/img]

Sir Flauel
LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: