— GESTAPÓ —
Jólin
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 26/12/04 20:27

Pakkahrúgan undir jólatrénu hjá 'ættarhöfðingja' Fuckov-ættarveldisins var af metstærð núna enda stærð pakka yfirleitt í öfugu hlutfalli við aldur þeirra er þá fá, fjölgun varð nýlega í ættinni, skírnarveisla var um jólin o.fl. Og nú eigum vér Sannleikann um Ísland og erum nú þegar margs vísari. Já, þetta voru góð jól.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 26/12/04 21:45

Ég get ekki verið annað en sáttur. Ég hef aldrei fengið eins margar bíómyndir, eða 9 stykki (skylduáskriftin Return of the king innifalin). Fékk síðan fimm bækur, þar á meðal fágætt eintak af Sannleikanum um Ísland. Ég fékk líka Elvis bolla og Elvis bakka, það var vel þegið. Að auki fékk ég forláta vínrauðan Hugh Hefner slopp sem ég er einmitt í núna. Þá er þetta nokkurn veginn upptalið. Jú og auðvitað svartan flauelsjakka, en ég fékk hann fyrir jólin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 27/12/04 10:52

Ég fékk sjálfsmynd frá elsta syni mínum, hún er meiriháttar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 27/12/04 12:59

Ég fékk allsniðugan hring smíðaðann af dóttur minni. Hann hefur bara þann galla að vera smíðaður úr Kopar þannig að nú hef ég græna fingur. Spurning um að kóbalthúða hann.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 27/12/04 13:06

Wonko the Sane mælti:

Spurning um að kóbalthúða hann.

Nei, það er ekki spurning. Vladimir getur vísað þér á næstu kóbalthúðunar-stöð.

-

Þorpsbúi -
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Númi 27/12/04 13:57

Limbri mælti:

enga fékk ég bókina um Sannleikan um Ísland. Tel ég að of hátt verð á tvöföldum gin í tónik ráði þar öllu um. Þó á ég ennþá eftir að eiga afmæli á þessu ári svo ég er vongóður um að fá hana þá. (Þar sem afmæli mitt er að sjálfsögðu töluvert mikilvægari dagur en aðfangadagur.) -

Æi kallinn minn - bókin er reyndar illfáanleg og gott ef ekki uppseld - ég á hana ekki einu sinni sjálfur! Hyggst þó rjúka út í búð og gera tilraun til að kaupa þau fáu eintök sem mögulega eru til. Þú þarft því að hafa hraðar hendur - eða bara bíða eftir bíómyndinni.

Hvað verðið varðar þá hafði það nú lækkað niður í andvirði tveggja einfaldra kamparí í órans þegar nær dró jólum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 28/12/04 09:36

Já, sjaldan eða aldrei hefur maður uppskorið jafnríkulega þessi jólin. Alltaf gaman þegar maður á vini sem fara á eyðslufyllerí við þetta tækifæri. Stærsta gjöfin var að sjálfsögðu Baggalútsbókin sem nú skipar heiðurssess á salerni heimilisins og hefur maður komist að þeirri niðurstöðu að góður hlátur lengir góðar hægðir...

Stærsta gjöfin að undanskilinni "Sannleikanum um Ísland" var óneitanlega dýrindis myndiskaspilari, en tilkoma hans hefur valdið því að Baggalútía hefur setið á hakanum undanfarna daga.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 28/12/04 10:35

Reyndi að afþakka allar veraldlegar jólagjafir en tókst ekki að afstýra einum geisladiski, tveimur kertastjökum og jólasveini úr gifsi.

Afturámóti fann ég frið í hjarta og velvild í garð allra manneskja um jólin, m.a. að segja ríkisstjórnarinnar en það er liðið hjá.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Gvendur Skrítni 28/12/04 11:11

Ég ákvað að fá frið í hjarta bara á útsölunum eftir jól og svo er ég búinn að panta velvild í garð manna á Amazon, enda dollarinn svo hagstæður núna, og geri ráð fyrir að sendingin berist fljótlega upp úr áramótum.

~~ ÞETTA SVÆÐI TIL LEIGU ~~ •  • X - Gvendur 2015!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 28/12/04 16:18

Já það var indæl stund þegar ég reif utan af Sannleikanum, jafnvel þó ég þurfi að deila honum með konunni.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 2/1/05 21:30

Ég er búinn að afneita öllum mínum skildmennum fyrir að fá ekki Sannleikann um Ísland í jólagjöf... nú er bara að vona að hægt sé að nálgast gripinn einhversstaðar í staðinn fyrir þessi þrjú eintök af Kiljan sem ég fékk...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hexia de Trix 2/1/05 21:50

Já það er verst að hafa ekki fengið "Sannleikann um Ísland" út úr einhverjum pakkanum. En Baróninn eftir Eldjárn er enn í plastinu, maður ætti kannski að skipta? ‹Langar samt soldið til að lesa baróninn og íhugar að grafa upp reiðufé í skiptum fyrir "Sannleikann"›

Alma Mater Baggalútíu • Kakómálaráðherra • Yfirbókavörður Baggalútíu • Forstöðumaður Bóka- og skjalasafns Baggalútíu
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 3/1/05 11:14

Skabbi skrumari mælti:

Ég er búinn að afneita öllum mínum skildmennum fyrir að fá ekki Sannleikann um Ísland í jólagjöf... nú er bara að vona að hægt sé að nálgast gripinn einhversstaðar í staðinn fyrir þessi þrjú eintök af Kiljan sem ég fékk...

..............aumingja þú. Þrjú eintök!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 3/1/05 11:23

Ha? Datt virkilega heilum þremur einstaklingum í hug að kaupa þessa bók yfir jólin? Þetta ber að rannsaka hið snarasta ...

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 3/1/05 11:25

Illmenni allt saman... Illmenni...

LOKAÐ
        1, 2
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: