— GESTAPÓ —
Frjáls leikur Ívars: Hvernig er veðrið?
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 57, 58, 59 ... 114, 115, 116  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 22/12/04 00:46

Það er farið að snjóa þvílíkt... fjandinn hafi það!!
Ég þoli ekki snjó... HAKUCHI!!! Hvar er veðurvélin???

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/12/04 11:31

Þú verður bara að búa við þá súru staðreynd að hér í landi ísa vilja flestir snjó yfir jólin amk. Því miður er ég ekki kominn með svæðisfasaskiptinn og get því ekki gert blíðuveður yfir þínum híbýlum.

Mér skilst að Ástralir fari ekki í almennilegt jólaskap nema þeir séu að drepast úr hita og sól. Það er kannski meira inni á þinni línu?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 22/12/04 13:27

Kannski ekki að drepast úr hita. Ég vill samt ekki hafa allt á kafi í snjó.
Ég er meira svona miðjumanneskja í veðurfari. Passlega hlýtt yfir sumarið en ekki steikjandi, ekki yfir 25 stig, frost þegar það á að vera en bara smá, aldrei meira en svona -5 gráður.
Er þetta svo mikið að biðja um??
‹Brestur í óstöðvandi grát›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/12/04 13:47

Þú ert með þetta fína -4° frost hér í Reykjavík og hefur því yfir engu að kvarta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 22/12/04 14:01

Ekki í dag...það er satt. ‹Ljómar upp›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjákvikindi 22/12/04 14:23

Hér er bandvitlaus hríð!‹Dæsir mæðulega og lítur út um gluggann›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 23/12/04 20:51

Kalt. Komst að því að það er amk of kalt til að vera í pilsi.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Dillinger 25/12/04 12:30

Frábært veður, reynda pínu kalt en það má lifa með því.

John Dillinger. • Foringi Aftökusveitar Krumpu. • Fangelsisstjóri Baggalútíu. • Eigandi Sálar Nornarinnar. • Skriffinnur Baggalútíu.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 26/12/04 20:41

Fínt veður (svona til tilbreytingar) og svell sem betur fer sumsstaðar horfin.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 27/12/04 00:46

Gjóla, rétt yfir frostmarki, fljúgandi hálka ‹svífur á höfuðið í hálkunni›

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 27/12/04 12:13

Gaman að fá snjó aftur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 27/12/04 13:24

Nei! Það er gaman að sjá snjóinn fara aftur. Smá hláka, snjórinn að víkja smá. Ennþá fljúgandi hált.

Hinn gullskeggjaði engill með grænu vængina - Sérfræðingur í stökíómetrískum reikningum um fenómenin í ranimoskinu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 27/12/04 17:02

Hér er stingandi kuldi og skelfilega þétt þoka. Það er eins gott að það rætist úr þessu fyrir áramót. Annars fjúka hausar... þetta er ekki bara hótun, þetta er staðreynd.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 27/12/04 17:04

Fínt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 28/12/04 17:56

Hressandi. Afar svo.

Reyndar fauk ég í gær kvöld um svona 3 metra ... en datt ekki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/12/04 18:49

Þokunni léttir smá eins og stendur. Snjóar örlítið núna. Maður vonar bara það besta.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 28/12/04 19:32

Skemmtilegt að fá beinar veðurlýsingar frá Baunaveldi.
Ég bið þig bara um spánna þegar ég fer til Danmerkur í sumar Limbri minn.

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 28/12/04 19:33

Þegar þú kemur verður steikjandi hiti. Taktu eingöngu með þér nærbrækur og hlýraboli.

-

Þorpsbúi -
        1, 2, 3 ... 57, 58, 59 ... 114, 115, 116  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: