— GESTAPÓ —
Vísnagátuleikur...
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 113, 114, 115 ... 191, 192, 193  
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Zorglúbb 20/12/04 12:57

Barbapabbi mælti:

Heyrðu Glúbbi er þetta "skot"?

‹Stelst til að líta inn í matarhléi›

Ekki skot, nú vill svo til að ég er með 2 óleystar gátur hér inni, vinsamlegast tilgreinið hvora þið eruð að reyna að leysa.

-Z

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 20/12/04 13:12

Ég er hættur að botna í þessu kraðaki vísnagáta.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 20/12/04 13:17

Zorglúbb er með þessar tvær gátur:

Gólfinu títt gengur á
gera 'Bagglýtingar'
Tapi liðið - tryllist þá
tregan vökva þvingar

Einnig þetta áður var,
allra fyrsta stig.
Til rjúpna stundum rölti þar,
ríður þér á slig.

Aðrar veit ég ekki um.

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð
Zorglúbb 20/12/04 14:08

Þarfagreinir mælti:

Zorglúbb er með þessar tvær gátur:

Gólfinu títt gengur á
gera 'Bagglýtingar'
Tapi liðið - tryllist þá
tregan vökva þvingar

Einnig þetta áður var,
allra fyrsta stig.
Til rjúpna stundum rölti þar,
ríður þér á slig.

Aðrar veit ég ekki um.

‹Laumast á netið›

Allt er þá þrennt er, tek svo pásu

Get með orði Óðni lýst
ólán mildar stundum
hann er, þegar það er víst
þannig næ ég fundum.

Þessi ætti nú ekki að vera slæm, í einu tilviki er vísað í síðari hluta samsetts orðs.

kv.
Z

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 20/12/04 14:39

Gólfinu títt gengur á - Jólasveinar gang'um gólf
gera 'Bagglýtingar' - breytast í jólasveina
Tapi liðið - tryllist þá - hmmm, haga sér eins og jólasveinar
tregan vökva þvingar - nei, hmmm uhhh, já, nei

Einnig þetta áður var, - eggjandi...?
allra fyrsta stig. - egg
Til rjúpna stundum rölti þar, - fjallsegg
ríður þér á slig. - hnífsegg

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 20/12/04 14:57

Takk Þarfi.

Einnig þetta áður var,...............Þungt að hanna vísnagátur
allra fyrsta stig.........................þungun
Til rjúpna stundum rölti þar,.....Þunga-heiði, skarð,drag,fjall
ríður þér á slig...........................Þungi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 20/12/04 15:05

Gólfinu títt gengur á......?????????
gera 'Bagglýtingar'.........láta dæluna ganga
Tapi liðið - tryllist þá.....verða ódælir
tregan vökva þvingar.....dæla

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Zorglúbb 20/12/04 15:31

Nei, nei, nei.

Leirbullur Baggalútíu taki sér nú tak og lypti oki því af sér sem vísnaþrautir þessar eru. Ellegar mun þeim vís ævarandi skömm í viðurvist hins mikla Zorglúbb

‹Hlær illkvitnislega›

ifil bbúlgroZ

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 20/12/04 15:34

Fyrri gátan, skot út í loftið: Sprauta?

Greifinn af Þarfaþingi • Fullur símamálaráðherra • Yfiryfirheyrslumeistari Rannsóknarréttar Skoffínsins • Sjálfskipaður últraséntilmaður og öðlingur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/12/04 15:41

Gólfinu títt gengur á
gera 'Bagglýtingar'
Tapi liðið - tryllist þá
tregan vökva þvingar

Bulla?

Vélarstimpill, bullukollar, fótboltabullur, bullsjóða?

Einnig þetta áður var - ok (og)
allra fyrsta stig - ???
Til rjúpna stundum rölti þar - fjallið Ok
ríður þér á slig - ok, byrði

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Zorglúbb 20/12/04 15:44

Enter mælti:

Gólfinu títt gengur á
gera 'Bagglýtingar'
Tapi liðið - tryllist þá
tregan vökva þvingar

Bulla?

Vélarstimpill, bullukollar, fótboltabullur, bullsjóða?

Enter þú ert znillingur

1. Bulla = stór, ólögulegur fótur (skv. orðabók, hafði ekki hugmynd um þetta fyrirfram)
2. Bagglýtingar bulla öðrum meir
3. fótboltabullur
4. Vélarstimpill / bulla í strokk

áfram nú

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/12/04 15:44

Zorglúbb mælti:

Nei, nei, nei.

Leirbullur Baggalútíu taki sér nú tak og lypti oki því af sér sem vísnaþrautir þessar eru. Ellegar mun þeim vís ævarandi skömm í viðurvist hins mikla Zorglúbb

‹Hlær illkvitnislega›

ifil bbúlgroZ

Nújá - hér er þetta.

Loka vísan er þá væntanlega vís, ódámurinn þinn.

Get með orði Óðni lýst - Óðin var vís
ólán mildar stundum - VÍS-tryggingar
hann er, þegar það er víst - hann er vís með að koma
þannig næ ég fundum. - með leiðavísi?

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Zorglúbb 20/12/04 15:45

Enter mælti:

Gólfinu títt gengur á
gera 'Bagglýtingar'
Tapi liðið - tryllist þá
tregan vökva þvingar

Bulla?

Vélarstimpill, bullukollar, fótboltabullur, bullsjóða?

Einnig þetta áður var - ok (og)
allra fyrsta stig - ???
Til rjúpna stundum rölti þar - Ok
ríður þér á slig - ok

Bresta nú allar flóðgáttir

allra fyrsta stig = okfruma fruma sem verður til við samruna sáð- og eggfrumu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/12/04 15:48

Mjamm, ég vil samt taka fram að ég fattaði ekki vísbendingarnar fyrr en eftir tvær fyrstu. Ég er bara svona sjúklega klár.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
Zorglúbb 20/12/04 15:49

Enter mælti:

Zorglúbb mælti:

Nei, nei, nei.

Leirbullur Baggalútíu taki sér nú tak og lypti oki því af sér sem vísnaþrautir þessar eru. Ellegar mun þeim vís ævarandi skömm í viðurvist hins mikla Zorglúbb

‹Hlær illkvitnislega›

ifil bbúlgroZ

Nújá - hér er þetta.

Loka vísan er þá væntanlega vís, ódámurinn þinn.

Get með orði Óðni lýst - Óðin var vís
ólán mildar stundum - VÍS-tryggingar
hann er, þegar það er víst - hann er vís með að koma
þannig næ ég fundum. - með leiðavísi?

Nei af því að ég er stund-vís

Til hamingju!!!!!

Þurftirðu þá engar VÍS-bendingar?

búið í bili

Z.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Enter 20/12/04 15:50

ifil bbúlgroZ!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 21/12/04 22:12

Þar sem þetta er fyrsta vísnagátan frá mér byrjum við á léttri upphitun:

Kvæði:

Hann með mér í ferðir fór
og frækinn stóð í rófi
Hann er langur, hann er mjór
helst til fram úr hófi.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 21/12/04 23:27

hvurslags mælti:

Þar sem þetta er fyrsta vísnagátan frá mér byrjum við á léttri upphitun:

Kvæði:

Hann með mér í ferðir fór
og frækinn stóð í rófi
Hann er langur, hann er mjór
helst til fram úr hófi.

Skugginn?

...og velkominn til baka hvurslags, það er langt síðan maður sá þig...

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 113, 114, 115 ... 191, 192, 193  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: