— GESTAPÓ —
Merkustu vísindaframfarirnar 2004
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/12/04 23:25

Hið virta vísindatímarit Science hefur útnefnt þá uppgötvun að eitt sinn hafi verið rennandi vatn á yfirborði Mars sem merkustu framfarirnar í vísindum árið 2004. Sjá má fréttir af þessu á http://news.bbc.co.uk/2/hi/science/nature/4098453.stm og víðar.

Númer tvö á listanum er síðan uppgötvun er rædd var hér í haust, þ.e. um nýja smávaxna tegund af mannverum er uppi var í Indónesíu þar til fyrir 13000 árum. Sjá þennan þráð: http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=3261

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 19/12/04 23:31

Verðugar framfarir Vladimír.

Er ekki líka við hæfi að setja þessa nýju hreyfilstækni sem var vígð (opinberlega) í prufunum NASA fyrr á árinu?. Þar sem hraðamet á jörðu var slegið.

Man ekkert hvað hreyfillinn hét og hef ekki línk á þetta. Þeir sem til þekkja geta kannski smellt honum á þráðinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/12/04 23:37

Merkileg framför í vísindum þótti líka vera erfðabreyting á einhverri plöntu sem varð græn ef hún var gróðursett á óspylltri jörð en rauð ef hún var gróðursett yfir sprengiefni... jarðsprengjuleitari nokkurs konar...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 19/12/04 23:46

Hakuchi mælti:

Verðugar framfarir Vladimír.

Er ekki líka við hæfi að setja þessa nýju hreyfilstækni sem var vígð (opinberlega) í prufunum NASA fyrr á árinu?. Þar sem hraðamet á jörðu var slegið.

Man ekkert hvað hreyfillinn hét og hef ekki línk á þetta. Þeir sem til þekkja geta kannski smellt honum á þráðinn.

Eigið þér við þetta ?: http://www.nasa.gov/missions/research/x43-main.html

Þessi 'flugvél' (sk. 'scramjet') flaug upp í 110.000 feta hæð og náði nær tíföldum hljóðhraða.

Þetta var að vísu eigi í listanum er vér nefndum í upphafi þráðarins en er engu að síður stórmerkilegt.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: