— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra sveita sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 211, 212, 213 ... 455, 456, 457  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 17/12/04 23:09

Vektu mig er veg þú gengur
vil ég síður hanga einn
Kveddu eigi, hvíldu lengur
kaldur er þó eigi seinn.

andsk...of sein. Lifðu heill, HlewagastiR.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 17/12/04 23:19

'Eg á líka hatt og húfu
höfuðfötin glæsileg,
stærðar býli og bát með skrúfu
beljur og svínin bærileg.

Brosir við mér borgar mær
björt og fögur snótin,

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amma-Kúreki 17/12/04 23:36

Brosir við mér borgar mær
björt og fögur snótin
Lufsan á mér lítt er kær
líkt og loðnu nótin

Skíta skal ég skák og mát
svoleiðis ég viss er

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 17/12/04 23:40

Skíta skal ég skák og mát
svoleiðis ég viss er.
Kafnaði við kökuát
kerling besserwisser.

Júlli Hafstein Jesús minn
jötuþegi orðinn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amma-Kúreki 18/12/04 00:08

Ef þú verður ekki mát
í það minnsta vertu patt
Vertu elskan eftir lát
ekki tak of mikinn skatt

Skreið ég Inn í Skipasund
Sá mig rós úr glugga

GESTUR
 • LOKAР• 
Afbæjarmaður 18/12/04 00:50

Skreið ég Inn í Skipasund
Sá mig rós úr glugga
helgi kom á hundasundi
herleg móðu mugga

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amma-Kúreki 18/12/04 00:53

Anonymous mælti:

Skreið ég inn í Skipasund
Sá mig rós úr glugga
Helgi kom á hundasund
herleg móðu mugga

það vantar auðvitað framhald hjá þér
þannig að ég tek mér það bessaleyfi að
koma með fyrri part

Ein er rósin rauðust blóma
rosknum manni er til sóma

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 18/12/04 05:10

Ein er rósin rauðust blóma
rosknum manni er til sóma.
Þvengmjór maður þambar rjóma.
Þolir ekki hrekkjalóma.

- - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - -
Hverninn væri, vinir góðir,
að vanda nokkuð skrifin hér?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 18/12/04 17:44

Hverninn væri, vinir góðir,
að vanda nokkuð skrifin hér?
Skammar lýðinn skáldabróðir
skálmar inn með orðaher

Harla tæpt á tungu lafir
tugur skældra skammyrða

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 19/12/04 13:08

Harla tæpt á tungu lafir
tugur skældra skammyrða
undarlegir stórir stafir
stýra mjer til fúkuryrða

spjalla spjátrungar um markt
spilla heildarmyndinni

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 19/12/04 16:18

Spjátrungarnir > spjall´um margt,
spilla heildarmyndinni.

Orðagjálfur, eilíft kvart
efnis- spillir grindinni.

Rosa er nú rólegt hér,
rita fáir kvæðin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 19/12/04 16:34

Rosa er nú rólegt hér,
rita fáir kvæðin.
Eins og áður einatt er
yfir landi hæðin.

Stutt er nú til stórhátíðar
Steikur, gjafir, konfekt, öl.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 19/12/04 17:04

Stutt er nú til stórhátíðar.
Steikur, gjafir, konfekt, öl,
-margar verða gjafir, gríðar- ;
glófar, treflar, kjólar, sjöl,

Ilmvötn, spírar, ákavíti,
í það minnsta kóbalts-tár

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 19/12/04 17:37

Ilmvötn, spírar, ákavíti,
í það minnsta kóbalts-tár
Það skal una að aldrei kýti
alls enginn yfir nýár

Milli jóla og janúars fyrsta
jöplum við á eplum

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 19/12/04 21:55

Milli jóla og janúars fyrsta
jöplum við á eplum.
Á gamlárs sjá má þegna, þyrsta,
þambandi, á sneplum.

Skóflar í sig Skyrgámur
skyri, kóbaltsbláu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/12/04 22:41

Skóflar í sig Skyrgámur
skyri, kóbaltsbláu.
Kallar sig því kób-blámur
í klettasölum háu

Innst í köldum klettasal
kóbaltrík er náma

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 19/12/04 23:21

Innst í köldum klettasal
kóbaltrík er náma
Þangað fljótt ég skreppa skal,
að skella í mig bláma.

Allt er blátt sem ilmar vel,
áka- nema -vítið.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 19/12/04 23:25

Allt er blátt sem ilmar vel,
áka- nema -vítið.
þraut er víst ef þunn er skel
og þurr er kverk í bítið

Yfirmáta erfið þraut
út úr rúm að skríða

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 211, 212, 213 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: