— GESTAPÓ —
Ég man. / Vjer munum
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 22, 23, 24 ... 140, 141, 142  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Enter 13/12/04 11:15

Þarf ekki að færa þetta í Lygilega vinsæla leiki, þetta er svoddan stuð.

Annars man ég Blámann, blátt húbbabúbba, þættina um Schultz, Big Jim kallana, ZX Spectrum+, fólk á Lækjartorgi og Hvalfjörðinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/12/04 11:20

Jáááá Hvalfjörðurinn ‹Ljómar upp› Hvað ætli hafi orðið af honum?

Ég man eftir Norsk Ukeblad.

Já hvernig væri að færa leikinn yfir á leiki?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 13/12/04 13:21

Frelsishetjan mælti:

Annars man ég eftir Villa spætu og Afa og Pása.

Híh.. pabbi kann að herma eftir Villa spætu!

Svo áttum við fugl sem hét Pási.. svona blár eins og þessi sem afi átti.
Var ekki líka einhver gaur uppi á háalofti hjá afa?

Turtles!
Eða eins og Íslendingar báru það fram: Törtles!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 13/12/04 13:23

Svo man ég eftir tívolíinu í Hveragerði og sædýrasafninu!

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Klobbi 13/12/04 13:35

Ég man eftir því þegar guð var dauð.
Nietsche hafði drepið hana.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 13/12/04 13:47

Gleymdir Z í Nietzsche

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 13/12/04 14:15

Við skulum aldrei gleyma ótrúlegum axarsköftum Davíðs Oddssonar, geðstirða skólastjóranum í Íslandsskóla í Atlantshverfi.

En hér er komið að smá nostalgíu frá áttunda áratugnum:

-Sólarlandaferðir með grísaveislum, sangríum, sjóskíðum og bjór aukast upp úr öllu valdi. Senjorítudúkkur verða að stofustássi sem enginn vil kannast við í dag.

-Fjölmargir nenna ekki að mála hjá sér og leggja þess í stað skræpótt veggfóður eða betrekk eins og þau nefndust.

-Fimmþúsundkallinn með Einari Ben kemst í umferð. Hann hefur ekki sést aftur á peningaseðli.

-Mokkaskinnsjakkar

-Stjörnubíó brennur árið 1973. Einhver sagði manni síðar að öll flottu og margra síðna prógrömminn úr "Brúnni yfir Kwai-Fljótið" og "Byssunum í Navarone" hafi orðið þeim eldi að bráð.

-Fyrstu konurnar ganga í Lögregluna og þær fá sérstakan búning með höfuðfati sem minnir helst á hjúkrunarkonur.

-Köflóttir sixpensarar með dúsk, minnir mann einhvernveginn á hljómsveitirnar Sailor og Slade.

-Emmanuelle skyrtur og Idi Amin (án þess að það tengist nokkurn hlut)

-Útihátíðin Rauðhetta við Úlfljótsvatn

‹meira seinna›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Klobbi 13/12/04 14:16

Tigra mælti:

Gleymdir Z í Nietzsche

Æji. leiðindamistök þetta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Coca Cola 13/12/04 15:30

Pólskur Fiat, Volga, Mosciwitch, Trabant, Vartburg, gamli Skódi og Lada! Hvar eru þessir eðal austantjaldsbílar í dag? Og hverjum datt í hug að endurnefna Lada Niva sem Lada Sport, ég vil fá það upplýst hvaða snillingur það var!

Ljósaskoðunarmiðar í hliðarrúðunni og hvítu aðalskoðunarmiðarnir í framrúðunni sem maður þurfti að fá á tveggja ára fresti.

Túnaréttir þegar þar voru fleiri kindur en fólk og varla sást kjaftur sem var ekki í lopapeysu. Nú er allt stappað af fólki sem haugar þessum örfáu skjátum í dilka fyrir allar aldir. Og annar hver maður er í einhverjum útlenskum gorítex stökkum - andskotans hræsnarar, mæta í réttir en íslenska ullin ekki nógu góð fyrir þá, ha?

þegar engir notuðu bílbelti og barnastólar voru bara notaðir fyrir ungabörn sem gátu ekki setið sjálf, svona til þess þau myndu ekki bara velta um allan bíl

Tugir hektara af heyböggum og hvorki til baggatína né baggafæriband - bara margar hendur - djöfuls stuð

Þegar það var oft ekki hægt að hringja út af álagi á kvöldin(það voru svo margir að hringja að maður komst ekki að)

Þegar Iðnó var alvöru leikhús

Tvö glös á dag - alla ævi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 13/12/04 16:03

Coca Cola nefndi síma, um þá og skylda hluti má finna margt skemmtilegt:

Er símtöl til útlanda voru rándýr, sjaldgæfur munaður og sambandið yfirleitt svo slæmt að jafnvel var erfitt að skilja það sem sagt var.

Er telex var afar sjaldgæft tækniundur og lúxus, m.a. hægt að nota til að fylgjast með erlendum atburðum í 'beinni útsendingu' (líkt og á Netinu núna).

Er vér fréttum fyrst af að til væri eitthvað er héti Internet (hefur líklega verið um eða upp úr miðjum 9. áratugnum).

'Sveitasíminn': Óljós minning...

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 13/12/04 16:39

Ég man eftir spilakössum í félagsheimilinu/vídeóleigunni heima (úti á landi).
Það var pac-man, space invaders og svo leikur sem ég man ekki hvað heitir en maður á að teikna kassa og loka inni einhvern fljúgandi bolta (held að ég hafi séð þennan sama leik í ericson síma fyrir ekki alls löngu)
Það kostaði tíkall að spila en afþví að þetta var ekki happdrætti þá fengum við alltaf peninga hjá afgreiðslustelpunni!!
Alveg gaman.
Ef einhver veit hvaða leik ég er að tala um og hvort hægt sé að hala hann niður þá má láta hlekkinn fylgja.
‹Ljómar upp›

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Klobbi 13/12/04 16:47

Nornin mælti:

....alls löngu)
Það kostaði tíkall að spila en afþví að þetta var ekki happdrætti þá fengum við alltaf peninga hjá afgreiðslustelpunni!

‹Ljómar upp›

Veiztu nokkuð hvað þessi afgreiðslustúlka er að gera í dag, kanksi afgreiðir hún kóbalt þessa dagana.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 13/12/04 16:53

Hún var nú alveg glettilega lík þér!
Helena ert þetta þú???'

Femme fatale • Puppetmistress • Eigandi Júpíters • 
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 13/12/04 17:08

Nornin mælti:

Ef einhver veit hvaða leik ég er að tala um og hvort hægt sé að hala hann niður þá má láta hlekkinn fylgja.

Þú ert væntanlega að tala um hinn sívinsæla tölvuleik Qix. Hér má fræðast um hann: http://en.wikipedia.org/wiki/Qix

Það var og.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/12/04 17:47

Tetris! Það eina almennilega sem kommúnisminn gat af sér.

Svo man ég eftir nýjunginni Game Boy.

Enn aftur; Donkey Kong tölvuspilin.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
bauv 13/12/04 20:04

Tilvitnun:

Aaaahh Villi spæta. Hann var klikk.

Nú og auðvitað Andrésar Andar teiknimyndirnar. Þær voru og eru klassík.

Bara svona til að hressa á ykkur minnið er þetta á barnaefni Rúv,held að það sé á Sunnudögum.

Ég man eftir rifvildri Hórasar-frella gegn Enter.

Hvað, hver, hvur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 13/12/04 20:05

Málverkið af drengnum með tárið.

Víólskrímsl - fréttaritari Ríkisútvarpsins frá fyrir neðan sjávarmál - Undirróðursráðherra Baggalútíu - meistari dulargervanna
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 13/12/04 20:14

Ég man eftir plötu með fílharmóníuhljómsveit Lundúna (minnir mig) þar sem hún spilaði bítlalög.

Framan á plötunni var ægilega flott mynd af manni með flottan hjálm.

Ég man eftir mér hoppandi á fótskemli afa, hlustandi á Get Back í synfóníuútfærlslu.

        1, 2, 3 ... 22, 23, 24 ... 140, 141, 142  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: