— GESTAPÓ —
Enn er kveðist á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 211, 212, 213 ... 453, 454, 455  
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/12/04 21:52

Blikar stjarnan Betlehem
brenglar áttaskinið
Jólasveinn í Jerúsalem
Jesússtelp'er kynið

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 5/12/04 23:26

Tíðar andinn er að tapast
taka verður þessu á.
jólasveinar garg'og gapast
greyin ungar konur þrá.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst

Meyjan vill í myrkrunum lá,
mjög var gjörvöll kindin.
Frumglæði ljóssins fékk hún þá,
frelsisins djúp var lindin.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 6/12/04 17:01

Lindina myndi lynda við.
Linda syndir syndlaus.
Linda kyndir kindasvið.
Kynda myndi hundshaus.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/12/04 18:35

Hundshausinn í hveitibrauð
hangið loðið tófuskott
hakka vel og salta, sauð
súpu tening bætt'í pott

-of seinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Þrymill 6/12/04 20:00

Voffi gerir víðreist hér,
vísum kastar fram.
Hann ætti að hokka sér,
við hann ég segi skamm!

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 6/12/04 21:21

Rifinn gengur Runki
ræfills legur er,
fullum drakk úr dunki
drafandi um gler.

 • LOKAР•  Senda skilaboð
krummo 6/12/04 21:53

Fórnar Lalli lambinu
lotin herðum í,
full er Þóra af þambinu
fjandans lotterí.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 6/12/04 22:15

"f" gengur nú varla á móti "þ" er það krummo.

Lotterí er lífið sagt
leiðist mörgum gengi slakt
stundum er í lítið lagt
lasta fullir vatnið rakt

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/12/04 23:44

Rakt er mitt geð og lömuð mín lund
langar að stokka upp spilin
Selja mitt hús og senn fá mér hund
sannreyna líf oní kilinn

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 7/12/04 04:04

„Kilinn“ væri Kjöl út leggjast
Kanski er þetta samt betra.
Þegar að Skabbi hann byrjar að skeggjast
skrumarinn fjörtíu vetra.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 7/12/04 09:23

Vetur er hin versta tíð
vesöld mína eykur
Horni út á hennar bíð
helkaldur og veikur

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 7/12/04 13:18

Áköf er mín álfamey
ástleytin í framan
Jibbý æ, jibbý vei
um jólin verður gaman

GESTUR
 • LOKAР• 
NN 7/12/04 22:15

Kúkinn, skítinn, karlinn minn
kann þér við að líka,
Greyið vill þó göndullinn
að gatið heiti píka.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/12/04 22:25

Ferð ekki eftir reglum þráðarins Gestur, byrja á síðasta orði síðasta kvæðis...

Fyrir lúkkið, þá máttu endilega stroka út þetta innlegg...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 7/12/04 22:53

skeði nokkuð skelfing ljótt
skaddar næstum þráðin
laga þarf nú þetta fljótt
þessu bjarga ráðin
Rétt Rétt!
Næsta vísa hefst s.s. ætíð að lokaorði vísu á undan. Næsta vísa hefst því á „ráðin”

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 7/12/04 22:59

Ráðin er til rímgæslu
reddar barbapabbi
lagar alla ljótfærslu
lagviss góður nabbi

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lopi 8/12/04 02:22

Nabbi er nafn á gömlum bæ
Norðaustur af Gafli
Þar oft spruttu settleg fræ
sáð í fyrnd af afli

LOKAÐ
        1, 2, 3 ... 211, 212, 213 ... 453, 454, 455  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: