— GESTAPÓ —
Partýið á Bessastöðum
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 3/12/04 12:41

Fréttablaðið segir frá því að sautján af tuttugu og tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokksins hafi „skrópað“ í veislu sem Ólafur R. Grímsson hélt í tilefni fullveldisdagsins 1. desember.

Ég fyrir eitt er sáttur. Þetta fólk lítur á ríkiskassann sem sitt einkajúgur sem það megi sjúga á þangað til að næstu fjárlög verða samþykkt, og því færri sem mættu, því minna kostaði þessi glaðningur okkur!

Leggjum nú þetta bölvaða hásæti niður og hættum að láta þessa frussukuntu komast upp með að fara í „opinbert skíðaferðalag“ til útlanda.
Tökum af honum tékkheftið og rukkum hann fyrir skattinn sem hann skuldar okkur!

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
plebbin 3/12/04 12:43

hvað verður þá um Ástþór Magnússon, nei ég bara spyr?

"Þið eruð öll kúkalabbar" - Halldór Laxnes
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 3/12/04 12:44

Fjöldi gesta er ekki endilega mælikvarði á kostnað. Ef tuttugu ígildi konunnar minnar mættu, yrði ekki drukkið neitt brennivín. Ef ég mætti einn, yrði drukkið mikið brennivín. Hvað þá ef tvö Haraldarígildi létu sjá sig.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 3/12/04 13:02

Haraldur Austmann mælti:

Fjöldi gesta er ekki endilega mælikvarði á kostnað. Ef tuttugu ígildi konunnar minnar mættu, yrði ekki drukkið neitt brennivín. Ef ég mætti einn, yrði drukkið mikið brennivín. Hvað þá ef tvö Haraldarígildi létu sjá sig.

Ég held að þetta undirstriki bara hvað ég hef rétt fyrir mér í þessu máli.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Haraldur Austmann 3/12/04 13:03

Enda var ég ekki ósammála þér. Vildi bara benda á að kannski skrópuðu sautján kaffiþambarar en fimm byttur mættu.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 3/12/04 13:18

Það er í hæsta máta mögulegt.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 3/12/04 13:18

Bull, þó sjálfstæðismenn séu ekki sáttir við Ólaf Ragnar þá á þeim ekki að líðast að leggja niður forsetaembættið. Enda munu þeir aldrei komast upp með. Þjóðin vill einfaldlega hafa forsetaembættið og vill fá að kjósa hvern þann sem henni dettur í hug í embættið, einkum og sér í lagi ef viðkomandi nýtur vanþóknunar íhaldsins.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 3/12/04 13:30

Þú fyrirgefur þó að ég gefi lítið fyrir einhvern trúð sem eyðir tíma sínum ýmist spásserandi um í prinsessu búning úti á Álftanesi eða á „opinberum“ fyllerísreisum erlendis, allt á ykkar(og það sem óendanlega verra, minn) kostnað.

„I poop on you Mr. Grimsson, poop on you.“

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 3/12/04 13:37

Æj aumingja Óli er örugglega grátandi heima núna því enginn vildi mæta í partyið hans

‹Verður niðurlút›

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
voff 3/12/04 13:39

Ólyginn sagði mér að Dabbi hefði bannað Einari Oddi að mæta í veisluna af ótta við að hann myndi drekka út alla skattalækkunina sem ríkisstjórnin var búin að kynna. Og það hefði hugsanlega þurft að hækka áfengisgjaldið aftur um önnur 7 % til að standa straum af áfengiskostnaði forsetaembættisins ef Sigurður Kári hefði mætt.

Sem betur fór tókst að afstýra því.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rauðbjörn 3/12/04 13:45

Ég get ekki ímyndað mér hvað hefði skeð ef Gunnar Birgisson hefði mætt, hann var ansi skrautlegur á kosningavökunni á Player's 2003.

En hvað með að losa sig við forsetann og kjósa dómarana í staðinn?
Þannig værum við búinn að lýðræðisvæða alla þætti ríkisvaldsins og það væri ekki lengur þörf fyrir þennan „öryggisventil“ sem forsetinn á að vera.

Með fyrirvara um innsláttar-, málfars-, stafsetningar- og kynvillur.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Fíflagangur 3/12/04 14:04

já það yrðu nú aldeilis frábært að gera dómarana að einhverjum poppbúðingum í kosningabaráttu

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Lómagnúpur 3/12/04 16:35

Rauðbjörn mælti:

Leggjum nú þetta bölvaða hásæti niður og hættum að láta þessa frussukuntu komast upp með að fara í „opinbert skíðaferðalag“ til útlanda.

Vertu ekki svona leiðinlegur Rauðbjörn. Íslenska þjóðin hefur alveg efni á því að halda úti einum forseta, og það er það sem hún vill. Einhvern dragfínan og elegant mælskumann sem mótvægi við allan plebbaháttinn, krumpugallan, leiguíbúðirnar og ömmupitsurnar. Nær væri að uppræta valdspillingu og einkavinavæðingu, það er hún sem kostar okkur peninginn.

Það var og.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 5/12/04 05:53

Eða bara að lækka laun allra sem vinna í Stjórnsýslunni. Mér hefur alltaf fundist það frábær hugmynd að hafa t.d. félagsmálaráðherrann á launum sem eru jafn há og atvinnuleysisbætur, sjávarútvegsráðherra á launum fiskverkakonu og svo framvegis. Haldiði að það yrðu ekki læti í þeim þá?

LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: