— GESTAPÓ —
Hinn hvíti friður
» Gestapó   » Efst á baugi
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amon 17/11/04 12:34

Það ætti að vera orðið ljóst að veturinn er genginn í garð. En hvernig stendur á því að á hverju ári verða allir steinhissa þegar það byrjar að snjóa á Íslandi. Ég var að keyra upp Breiðholtsbrautina í gær og það mætti segja að stríðsástand hafi ríkt. Fólk var byrjað að yfirgefa bíla sína sem runnu stjórnlaust niður brekkuna á sumardekkjunum, jeppar byrjaðir að keyra út á gras og klífa ,, Breiðholtsfjallið " til þess að forðast bíla sem sátu pikk-fastir í snjónum og lögreglan réð ekki neitt við neitt með allt niðrum sig að vanda. Á það virkilega að koma okkur á óvart að það geti snjóað á þessu landi okkar í nóvember ? ...ég bara spyr...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 17/11/04 13:04

Þetta er góð ábending og árlegt undrunarefni. Ég hef reynt að skilja þetta í gegnum árin en það hefur gengið illa.

Kannski hefur það eitthvað með darwiníska hugsun að gera. Í gegnum aldirnar hefur þessi illviðrapyttur sem Ísland er náð að tálga mannkindina hér á landi þannig að einungis eru eftir eins konar veðraminnisleysingjar. Þeir sem hafa haft skynbragð á veður og hvernig veður þeir hafa verið í hafa munað að það er alltaf vont veður hér, endað í þunglyndi og dáið. Eftir standa veðraminnisleysingjar sem gleyma því að á veturna er gjarnan verra veður en vanalega og því best að búa sig undir það. Þetta sést líka í þá 7 daga sem ríkir gott veður á Íslandi, þessir 7 dagar verða heil eilífð í huga veðraminnisleysingjans og verður hann því miklu hamingjusamari en ella. Ef það hefur t.d. verið rigning og kuldi alla sumarmánuðina, þá er fólk svartsýnt en svo koma 3 dagar með sól og þá er sumarið orið að prýðissumri.

Það getur verið að þetta ójafnvægi milli þess að gleyma vondum veðrum en muna úr öllu hlutfalli eftir góðum veðrum sé það sem heldur lífi í þjóðinni á þessu skítveðursskeri. Gallinn er hins vegar sífelld undrun yfir vondu veðri og ofurhátt hlutfall fólks sem er algerlega óundirbúið fyrir fárviðrisskelli.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 17/11/04 16:38

Veður er bara veður en menn eru misjafnlega miklir menn.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amon 17/11/04 20:13

Það er að vísu rétt hjá þér

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 17/11/04 20:25

Ég er nokkuð sammála Hakuchi.
Ég held að ef við myndum á milli vetra hversu vont veðrið getur orðið þá væri Ísland sumarleyfisland en autt og yfirgefið að vetrum.
Ég tel mig reyndar til þeirra sem eru ekki "veðurminnisleysingjar" vegna þess að ég er fædd og uppalin norðan heiða. Þar er alltaf snjór nema í endaðann ágúst og þá aðeins í 2-3 vikur þegar gráma tekur aftur í fjöllum. Mín æska er hulin fannfergi norðurlands og ófærð sem lama myndi höfuðborgarsvæðið í hendingskasti.
Hérna í Reykjavík snjóar ekki að mínu mati og því flúði ég hingað á hornið. Þegar "veðurminnisleysið" nær tökum á mér flyt ég sennilega úr landi þar sem ég þoli snjó illa. Sunnlensk rigning er mitt veður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 17/11/04 20:33

Ég veit ekki með ykkur.. en þegar seint líður á sumar er ég farin að sakna snjósins og myrkursins... en á hinnbóginn er ég líka farin að sakna sólarinnar og hitans þegar á líður vetur.
Ég held að ég sómi mér mjög vel í árstíðaskiptu landi.

Hvað svona mannbjána varðar sem virðast ekki átta sig á að Ísland er stundum kalt, þá er þetta að stórum parti líklega leti og svo það að fólk áttar sig ekki á hvað tíminn líður hratt. Ég skil það alveg fullkomlega, því það er enn september hjá mér að því leitinu til.
Það á alltaf að gera allt í næstu viku og svo næstu viku, en svo er kominn næsti mánuður og allt í kafi.

Nornakisa • Dýramálaráðherra • Lyklavörður Pyntingaklefans • Sérlegur Músaveiðari Baggalútíska Konungsdæmisins • Konunglegur listmálari við hirðina • Fólskulegur Ofsækjandi Þarfagreinis
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 17/11/04 21:05

Amon mælti:

...og lögreglan réð ekki neitt við neitt með allt niðrum sig að vanda.

Já er það? ‹klórar sér í höfðinu›

Það er nefninlega svo auðvelt að eiga við hundruði sauða er áttu hvort eð er að vera búnir að setja vetradekkin undir.

‹Hrökklast aftur á bak og hrasar við›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Amon 18/11/04 22:00

Svo ég svari Rasspabba...Ég sagði nú bara þetta með lögregluna til þess að undirstrika það vonleysi vegfarenda sem ríkti á þessum stað á þessum tíma. Það hefði ekki einu sinni skipt máli þótt Guð sjálfur hefði mætt á snjóplóg, hann hefði ekki getað bjargað þessari krísu sem þarna myndaðist. En þetta ætti þó ekki að endurtaka sig í bráð, því mér skilst að meiri hluti Reykvíkinga hafa ákveðið að sameinast allir sem einn og brunað í einum grænum á dekkjarverkstæði og skipt um umgang og að sjálfsögðu gerðu þeir það næstum allir á sama degi. ‹Starir þegjandi út í loftið› Sem er svo sem dæmigert...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Frelsishetjan 19/11/04 09:10

Það er ekkert gaman að þessu hvíta nema þá að hann býður upp á rómantískt kvöld...

‹Lætur snjóa bleikum candyfloss›

Drottnari allra vídda. Guð alls svalls. • Eigandi sálar hins Mikla Hákons. • Eigandi Nærbuxna. • Sjálfkjörinn formaður Ritstjórnar.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 19/11/04 15:38

Frelsishetjan mælti:

Það er ekkert gaman að þessu hvíta nema þá að hann býður upp á rómantískt kvöld...

‹Lætur snjóa bleikum candyfloss›

Ég vona að þessi kandíflos komi ekki úr bakraufinni á þér?
Miðað við hvað þitt sanna egó er krúttlegt... ‹klórar sér í höfðinu›

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Heiðglyrnir 19/11/04 19:56

Ég á fjórar uppáhaldsárstíðir‹Stekkur h?s?›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Rasspabbi 19/11/04 20:19

Behind blue eyes mælti:

Ég á fjórar uppáhaldsárstíðir‹Stekkur h?s?›

En gaman....

Fæðingarhálfviti

Rasspabbi - Atvinnulaus fyllibytta - Sæmdur heiðursorðu bagglútíska heimsveldisins af Hakuchi - Bruggari í tómstundum
LOKAÐ
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: