— GESTAPÓ —
Lög á kennarana
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 15/11/04 17:04

banana lýðveldi er ríki sem er ósjálfstætt og yfirleitt undir hæl harðstjóra/einræðisherra.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 15/11/04 17:37

Ég hélt það vera ríki þar sem þegnar fá greidd launin í banönum.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nornin 15/11/04 18:02

haha...sennilega líka. þau eru yfirleit það fátæk að það er alveg möguleiki.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
víólskrímsl 15/11/04 20:39

Thegar ég starfadi sem kennari átti ég ekki fyrir banönum. Lögin eru svartur blettur á sögu thjódarinnar.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ugla 16/11/04 11:55

nornin mælti:

banana lýðveldi er ríki sem er ósjálfstætt og yfirleitt undir hæl harðstjóra/einræðisherra.

Nákvæmlega elskan. Hefði ekki geta orðað þetta betur. Ef að Dóri var ekki að sýna ekta einræðisherra/harðstjóra tilburði núna þá veit ég ekki hvað!!!!

P.S Forsætisráðherra sem enginn kaus nota bene!

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 16/11/04 12:13

Frelsishetjan mælti:

Afhverju er foreldrum ekki endurgreiddur sá hluti skattsins sem fer í skólahald. Það kæmi í veg fyrir að sveitarfélögin græddu á þessu verkfalli.

Mér finnst þessi hugmynd alveg frábær.

Ísland úr NATO og herinn burt!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Júlía 16/11/04 14:26

En hvernig má það vera að samninganefndirnar, sem fundað hafa rúmlega 70 sinnum þykjast allt í einu geta samaið á einni viku eftir að lögin voru sett? Hvað var fólkið að gera allan þennan tíma? Horfa á videó? Baka fyrir jólin? Leika sér í snú-snú? Ef það er svona lítið mál að ná samningum, hvers vegna tuskuðust samningsaðilar ekki til að semja fyrir sjö vikum síðan? Voru blessuð börnin bara höfð á vergangi til að herða þau?

Nei, þessar samninganefndir virðast skipaðar vanhæfu fólki. Það hefði átt að setja lög á deiluna strax á annarri viku. Ekkert annað hefur dugað á þá.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 16/11/04 15:43

Mikið er ég sammála þér Júlía.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 16/11/04 16:16

Þessir kennarar hafa í raun fyrirgert öllum rétti sínum til samúðar íslendinga sem og öllum rétti til launabóta með því að fara ekki eftir þeim lögum sem nú hafa verið sett. Ég legg til að foreldrar fari í fyrramálið kl 07.45 og sæki kennarana heim til sín. Fulltrúar foreldra sitji svo yfir kennurnum á meðan þeir kenna! Fyrst kennarar tóku lögin í sínar hendur þá er ég á því að foreldrar megi gera það líka!

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 16/11/04 17:36

Jú, eins mikið og maður skilur gremju kennaranna, þá var það fulllangt gengið að mæta ekki, sérstaklega þeir sem mættu ekki í dag... einn dagur voru nógu ákveðin skilaboð...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 16/11/04 20:34

Klúður og bara klúður.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 17/11/04 02:59

(einnig birt sem félagsrit)
Umræðan í dag og í gær hefur einkennst af pirruðum foreldrum sem tala vægast sagt illa um kennarastéttina.

Til margra ára voru grunnskólakennarar á sömu launum og framhaldsskólakennarar. Það ríkti sátt um það í þjóðfélaginu.

Síðan ákvað ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að nú ættu sveitarfélögin að taka að sér grunnskólana og ekkert maus. Síðan ákvað téð ríkisstjórn að nú skyldi lofa sveitarfélögunum að þau fengju ríflega það sem farið hafði úr ríkiskassanum til rekstrar skólanna. Þetta var 1996. Sveitarfélögin fengu aldrei jafn mikið og ríkið eyddi í rekstur skólanna og samt voru skólastjórar farnir að kvarta og kveina hástöfum vegna fjárskorts. Sveitarfélögin voru aldrei spurð álits! Og í dag fá þau enn sömu smásummuna til rekstrar skólanna.

En sveitarfélögin hafa samt þurft að taka við auknum kröfum í kennslu, námsefni og öðru sem við kemur námi án aukafjárveitinga frá ríkinu. Það er búið að einsetja mjög marga ef ekki flesta skóla á landinu, án aukafjárveitingar frá ríkinu. Í staðinn hafa kennarar dregist aftur úr í launum þar sem sveitarfélögin hafa eytt í aðra þætti skólastarfsins.

En þar er ekki öll sagan sögð. Eins og vinnubrögð hafa verið varðandi þessa kjarabaráttu kennara þá verður að segjast að það hefur verið mjög margt klaufalegt! Það hefur verið allt jafn klaufalegt og síðast og þar áður o.s.frv.

Samninganefndir fóru ekki að tala saman fyrr en samningar voru lausir. Það var klúður nr. 1.

Samninganefndir ákváðu að fara í tveggja mánaða sumarfrí til að koma aftur ferskir til viðræðna að hausti en kennarar ákváðu að boða til verkfalls svona til vonar og vara nokkrum dögum eftir að hittast átti aftur. Það var klúður nr. 2 og jafnvel 3.

Kennarar fara í verkfall 20. september og fara svo að æsa sig í fjölmiðlum og hafa hátt og segjast hvergi ætla að gefa eftir. Það var klúður nr. 4 því að góðir hlutir gerast hægt en ekki í einum hvelli.

Svo kemur miðlunartillagan og í ljósi síðustu daga þá er ég steinhissa á því að kennarar skuli yfirleitt hafa mætt til vinnu, verandi svona auðsærðir.

Síðan er miðlunartillagan felld og fyrsta frétt í sjónvarpi sem og forsíðumyndir dagblaðanna sýna kennara sem fagna eins og á íþróttakappleik þegar mark hefur verið skorað. Það leit vægast sagt ekki vel út að þeir skyldu vera að fagna áframhaldandi verkfalli eins og þjóðfélagið lítur á þetta. Ég veit mæta vel að þeir voru að fagna samstöðunni en almáttugur minn að láta þetta sjást í þjóðfélagi sem hefur það fyrir sið að slíta allt úr samhengi! Það var klúður nr. 5.

Síðasta og jafnframt stærsta klúðrið var þegar lög höfðu verið sett á verkfallið að kennarar skyldu ekki mæta til vinnu sinnar. Hver svo sem vanlíðanin er þá verður bara að gera eins og í laginu „The show must go on!“ og ekkert múður. Ef ég er miður mín vegna þess hversu lítið ég fékk útborgað þá mæti ég samt í vinnuna og læt það ekki bitna á þeim sem ég á samskipti við í mínu starfi því ráðningarsamningur minn kveður á um að ég skuli mæta til vinnu á meðan ég er á launaskrá.

Í öll þau ár sem lög hafa verið sett á sjómenn þá hafa þeir mætt til vinnu daginn eftir! En kennarar kjósa að nota börnin í skólunum sem eins konar vopn í orrustunni við sveitarfélögin. Hvað ég meina með því? Jú, það sem ég er að meina er það að kennarar neita að mæta til vinnu vitandi það að börnin verða að mæta en þurfa annað hvort að fara sneypt til baka eða fá gæslu þar sem lágmarkseftirlit er haft með þeim. Börn og foreldrar eru látin hanga í lausu lofti með það hvort kennsla verði eða ekki. Foreldrar verða auðvitað pirraðir og ég vil geta þess að ég hef heyrt af mörgum foreldrum sem eru illa staddir fjárhagslega vegna þess að þeir þurftu að skerða vinnu sína vegna verkfallsins. Einnig hef ég heyrt af fólki sem hefur fengið uppsagnarbréf sem talið er að rekja megi til verkfallsins. Auðvitað verður fólk pirrað!

Á öllum vinnustöðum þar sem starfsmenn koma svona fram er hafist handa við að leita að nýju fólki og þeim sem koma svona fram er sagt upp. Kennarar vita hins vegar að það verður ekki gert við þá.

Ég ítreka það að ég styð heils hugar baráttuna en þegar kennarar eru farnir að nota barnið mitt sem eins konar vopn þá segi ég stopp!

Ég átti spjall við kennara í dag. Sá kennari hafði ekki mætt til kennslu og var ekkert á þeim buxunum að gera það meðan ósamið væri. Þessum kennara er orðið alveg sama um allt varðandi kennsluna og sagðist vera að íhuga uppsögn Ég spurði þá hvort viðkomandi væri þá alveg sama um börnin og þá kom hik á kennarann. Það var eins og kennarinn áttaði sig á því að það var um meira að tefla en [pardon my french] rassgatið á kennurunum sjálfum. Þarna er um að ræða 10 árganga af skólakrökkum sem verða fyrir varanlegum námsskaða.

Ef kennarar halda áfram að brjóta þau lög sem sett voru gegn verkfallinu, þ.e.a.s. halda áfram að taka lögin í sínar hendur þá má búast við því að foreldrar fari að gera það líka og þá má búast við því að eitthvað ljótt gerist. Ég er ósáttur við lagasetninguna upp að vissu marki. En um leið og búið er að setja lög þá á að fara eftir þeim!

Settu þig í spor fólks sem á alla sína ættingja úti á landi, bæði vinna 100% dagvinnu og lenda svo í þessu og þar af leiðandi engin úrræði í dagvistun á meðan. Ég er nokkuð viss um að þú myndir sturlast út í kennarastéttina. Mér eru a.m.k. 3 kennarar nákomnir og mín orð til þeirra hafa verið FARIÐ AFTUR AÐ VINNA, ÞAÐ ER VERIÐ AÐ VINNA Í ÞESSU!!! Já, kennarar eiga erfitt með að mæta til vinnu en við hin eigum það líka því að börnin okkar eru ein taugahrúga og svo verðum við að koma þeim fyrir einhvers staðar meðan við erum að vinna. En ég vil taka það fram að ég á svo gott að eiga samastað fyrir barnið mitt á meðan þessum ósköpum stendur.

En svo skulum við átta okkur á einu, það hafa verið samninganefndir sem setið hafa fundi sem staðið hafa í kjarabaráttunni en ekki hinn almenni kennari sem hjáróma mætir með banana við Alþingishúsið og einhver skilti. Og það sem meira er að þeir sem sitja í samninganefndunum fá fína peninga fyrir það. Og enn fremur að Eiríkur Jónsson þarf ekki að hafa áhyggjur, hann fær útborgað um hver mánaðarmót.

Það sem meira er að í öllum samfélögum í kringum okkur þá er það regla og jafnvel lög að ef samninganefndir ná ekki samningum og málið er komið eins langt og hér þá er skipt um samninganefndir. Það ætti að gera hér. Ég veit það að formaður samninganefndar sveitarfélaganna kann bara eitt orð og það er NEI. Og þegar það NEI kemur móti Eiríki Jónssyni sem er eitt NEI þá er ekki við góðu að búast..

Ábyrgðin er nr. 1 hjá Ríkisstjórninni og sveitarfélögunum. En kennarar verða að vera samvinnuþýðir og koma sér til vinnu til þess að það séu meiri möguleikar á því að samningar náist og að ríkið fari að setja meiri peninga vegna reksturs skólanna.

Ég get og hef sett mig í spor kennara og veit alveg mæta vel hvað um er að vera. Samt er ég reiður! Ég kæri mig ekki um að ég eða börnin mín séu notuð sem vopn. Ég kæri mig ekki um að láta draga mig á asnaeyrunum af því að kennurum finnst þeir vera dregnir á asnaeyrunum.

En á hinn bóginn réttlætir ekkert símtöl, greinar, blogg, viðtöl og tölvupósta þar sem verið er að níðast á kennurunum og bera þá persónulega sökum. Það ber vott um að fólk hafi ekki hugsað málið til enda. Ég finn til mikillar samúðar með kennurum á þeim vettvangi.

Ég skora á alla sem lesa þetta að setja sig í spor foreldra 6 ára barns sem spyr látlaust hvort það verði verkfall á morgun og líka hvort það verði einhvern tímann aftur verkfall.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nutty Fruitcake 17/11/04 15:48

HEYR HEYR !!!

‹Las bara síðustu setningarnar...›
‹Bókin er ekki spennandi nema maður byrji á endanum....›

LOKAÐ
        1, 2
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: