— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Klobbi 14/11/04 14:57

Hvað er andefni?
Er það eitthvað sérstakt efni sem endur eru gerðar úr. Mér hafa alltaf þótt endur koma ankannalega fyrir, og kjötið af þeim afar feitt.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Myglar 15/11/04 17:53

Andefni er efni búið til úr andeindum, en andeindir eru eindir sem hafa sama massa og spuna og "venjulegar" eindir, en andstæða hleðslu. T.d. er andeind rafeindar (e. electron) svokölluð jáeind (e. positron), sem hefur sama massa og rafeindin en jákvæða hleðslu.

Í raun er lítill eðlismunur á efni og andefni og er það vísindamönnum hulin ráðgáta hvers vegna svo miklu meira er af efni en andefni í alheiminum.

Þess má geta að nær alla síðustu öld var vefsvæði Baggalúts hýst á vefþjóni sem knúinn var andefni, eða allt þar til dvergmassagleypirinn var tekinn í notkun.

Og andefni hefur ekkert með endur að gera. Margra ára misheppnaðar tilraunir hafa sannfært mig um það.

» Gestapó   » Fyrirspurnir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: