— GESTAPÓ —
Bush eða Kerry?
» Gestapó   » Efst á baugi
        1, 2, 3, 4
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 4/11/04 15:51

Tja, Íran hefur mikið af olíu og hefur verið erkióvinur Bandaríkjanna á þessu svæði síðan vinur þeirra, Shainn af Íran var sparkað úr landi og Æjatólin tóku við. Þess vegna voru Bandaríkjamenn að dæla peningum og vopnum í Saddam Hussein því hann átti að virka sem eins konar dempari milli Írans og hinna þjóðanna, sem flestar voru hliðhollar Bandaríkjunum (að nafninu til).

Hins vegar efast ég um að þeir ráðist þar inn. Kjarnavopnaáætlun þeirra veldur mönnum áhyggjum en ég held að USA treysti á að Ísraelsmenn geri eitthvað svipað og 1982 þegar þeir flugu þotum inn í Íran og sprengdu kjarorkuver Írana í tætlur. Bandaríkjamenn hafa einfaldlega ekki efni á að fara í stríð við þá.

Bandaríkjamenn hafa heldur ekki efni á að fara í stríð við N-Kóreu. Það gæti kostað tugi þúsunda bandarískra lífa.

Eitt sem ég hef hugleitt að sé mesti veikleiki bandaríska hersins. Hann hefur algera yfirburði á öllum sviðum. Hins vegar grunar mig að draslið þeirra sé einfaldlega of dýrt. Kostnaður stríða þeirra sé einfaldlega of mikill. Það er ágætisþróun og heldur þeim aftur. Þeir virðast bara hafa efni á minniháttar stríðum eins og í Írak.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 4/11/04 16:01

Vér efumst sömuleiðis um að þeir fari út í stórar aðgerðir alveg á næstunni, þeir eru of uppteknir í Afghanistan og Írak, kostnaðurinn í Írak gífurlegur og vonandi að þeir hafi am.k. lært eitthvað af því (þó efum vér að vissir menn hafi gert það).

Seoul er of nálægt N-kóresku landamærunum til að þar sé með góðu móti hægt að gera eitthvað.

Að auki kæmi oss eigi á óvart að klerkastjórnin í Íran félli 'innan frá' á næstu 10-20 árum ef utanaðkomandi aðilar reyna ekki að steypa henni af stóli (slíkar aðgerðir myndu auðvelda klerkastjórninni að fá þjóðina til að sameinast að baki henni gegn sameiginlegum óvini). Aldurssamsetningin og andrúmsloftið í Íran er þannig að þetta gæti gerst.

Þess má svo geta að það var í Írak sem Ísraelsmenn gerðu loftárásir á kjarnorkuver fyrir rúmum 20 árum.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 4/11/04 17:26

Nú er bara sjá hvað gerist þá er Arafat fellur frá.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 4/11/04 17:33

Þarfagreinir mælti:

Hmm, landið verður að uppfylla tvö skilyrði:

1) Því verður að vera stjórnað af vondum köllum.
2) Þar verður að vera olía.

Við getum útvíkkað bæði þessi skilyrði
1) Það þarf að vera hægt að tengja stjórn landins við illvirki eða ætlun til að fremja illvirki (þarf ekki að vera satt)
og
2) Þar verða að vera náttúruauðlindir sem Bandarísk fyrirtæki hafa ekki fulla einokun á.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Mosa frænka 11/11/04 00:23
* Hasarmálaráðherra og forsetafrú Baggalútíu * Abbadís Hreintrúarflokksins *
LOKAÐ
        1, 2, 3, 4
» Gestapó   » Efst á baugi   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: