— GESTAPÓ —
Poppkomma Vamban
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 73, 74, 75 ... 154, 155, 156  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 7/11/04 22:00

Já, afsakið biðina. Um daginn bar ég fram spurningu þar sem hljómsveitirnar YES og The Beatles komu við sögu. Aftur leita ég á sömu slóðir.
Á plötunni "The YES Album" má í einu lagi heyra stef úr Bítlalagi í viðlaginu. Spurt er: Hvað heitir þetta lag með YES og úr hvaða Bítlalagi er stefið, sem bregður fyrir í viðlagi þess?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 7/11/04 23:17

‹fer að leita að the Yes album í safninu...›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 8/11/04 01:53

Ég fann ekki diskinn en ég giska á að þetta hafi verið í verkinu I've seen all good people og búturinn hafi verið Day Tripper...

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 8/11/04 02:02

Bara fyrir spyrjandi þá er lagið sem nú er gleymt. The Intro and The Outro með The Bonzo Dog Doo-Dah Band eins og áður kom fram.

‹Googlar í Yes fræðunum›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 8/11/04 12:29

Fyrri hluti svarsins hjá Ívari er réttur en nafnið á Bítlalaginu er rangt.
Svo verð ég víst að gera smá leiðréttingu. Umrætt lag er skráð á Lennon/McCartney en það var John Lennon, sem gaf það út löngu eftir að Bítlarnir hættu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 8/11/04 18:56

Hmmm... ‹Starir þegjandi út í loftið› Var þetta ekki "Give peace a chance"?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Herbjörn Hafralóns 8/11/04 22:41

Það er rétt hjá þér Wonko the Sane. Vertu velkominn og nú hlotnast þér sá heiður að varpa fram næstu spurningu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 8/11/04 23:34

Ég er ekkert að virka í að finn einhverja spurningu en reyni samt
‹Leggur höfuðið í bleyti með Head&Sholders›

Lag nefndist "Brown Skinned Girl" það varð vinsælt EN þá var búið að breyta nafninu.
Hver samdi og hvert var nýja nafnið?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 8/11/04 23:42

Hljómar eins og brown eyed girl með Stones, en hvað veit ég?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 9/11/04 00:18

Að hálfu leit mun það vera rétt!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 9/11/04 01:05

Þá segi ég Brown Sugar með The Rolling Stones

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 9/11/04 01:12

Nú skaustu á vitlaust hálft leiti, lagið er "Brown eyed girl" en hver samdi það (ekki síður þekktur en stones)

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 9/11/04 01:18

‹Googlar stutt›

Brown eyed girl - Van Morrison??

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 9/11/04 01:20

Að sjálfsögðu enginn annar! ‹Gefur frá sér vellíðunarstunu›

...og þá er komið að þér

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 9/11/04 01:37

Fyrst ég þurfti að beita googlinu fyrir mér í þessu þá er best að hafa mitt bara létt.

Spurt er um skemmtilega íslenska safnplötu.

Hún var gefin út fyrir um 9 árum. Gott ef það var ekki verkfall þá líka hjá kennurum því ein hljómsveitin heitir því ágæta nafni „Verkfall“. Nokkur önnur bönd eru t.d. surf-rock bandið Brim, Kvartet Ó. Jónson & Grjóni, 1000 Millibara Lægð, Sovkhoz og Hinir Guðdómlegu Neanderdalsmenn.

Hver er platan?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 9/11/04 11:22

Var þetta ekki hin skemmtilega Strump í Fótinn?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
B. Ewing 9/11/04 21:06

Vamban mælti:

Var þetta ekki hin skemmtilega Strump í Fótinn?

Jújú mikið rétt Vamban. Þú átt leik.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 9/11/04 22:14

Spurt er um hljómsveit sem tvær systur stofnuðu en önnur þeirra hafði verið bassaleikari í afar áhrifamikilli nýbylgjuhlómsveit.

Hvað heita sveitirnar og hvað heitir bassaleikarinn?

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
        1, 2, 3 ... 73, 74, 75 ... 154, 155, 156  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: