— GESTAPÓ —
Hugvekja
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts
     1, 2  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 6/11/04 13:16

Hef verið að velta fyrir mér, svona milli rettna, hvernig sumir siðir og hegðanir hafa orðið til og hversu ótrúlega útbreidd og lífseig þessi fyrirbæri hafa orðið, þrátt fyrir að ég sjái nánast ekkert vit í þeim. Hér eru nokkur dæmi:

Hvert erkifíflið ætli hafi t.d. dottið í hug að þegar hann sá eitthvað sniðugt, fallegt eða vel gert, að SLÁ SAMAN Á SÉR LÓFUNUM og búa til hljóð? Sem sagt að KLAPPA. Sá held ég að hafi verið litinn LÉTTU hornauga sem var að kynna þenna sið í upphafi.........og þetta gera menn enn í dag.

Þegar menn hittast,af hverju takast menn í hendur?!??! Nú spyr ég, VÆRI EKKI GÁFULEGRA að snertast með olnbogum? Hugsið málið.

Svo er eitt. Hver var fyrstur til að HLAUPA. Djöfull held ég að það hafi verið skrýtin tilfinning. Ætli hann hafi ekki verið hræddur? Og hvert var tilefni fyrsta kapphlaupsins milli tveggja einstaklinga? Hugsanlega ....epli?

Og svo þetta. Hver var fyrstur til að hlæja? Fylltist hann skelfingu þegar það gerðist? Hvert var tilefnið? Hugsanlega....... strútur?

Spyr sá er veit.

Semmning Semmningsen, • Formaður knattspyrnu- og gríðarreykingasambands Baggalútíu (K.G.B.)
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hundinginn 6/11/04 13:22

Semming minn... þetta eru of djúpar pælingar fyrir mig. En hvaða fjelagsskíts ódembi datt í hug að skála??????????

Mjer er öldungis spurn...۞

Eigandi Kaffi Blúts. • Lifi sannleikurinn!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 6/11/04 13:27

Mér skilst að það hafi verið óheppni,sem skapaðist af of mikilli drykkju. Menn kvöddu svo sáttir..með því að takast í hendur. Já menn nota víst þann furðulega sið til þess líka.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 6/11/04 13:36

Þetta með að takast í hendur, kannast ég eitthvað við sögu sem segir að upphaflega þegar tveir menn komu saman, til að ræða skiptingu lands eða kvenna eða hvað sem menn töluðu um á þeim tíma, þá réttu þeir fram hendurnar og tóku um kynfæri hvors annars. Þetta sýndi gagnkvæmt traust og eftir það var hægt að semja áhyggjulaus.

Annars þekki ég lítið til mannasiða

‹rekur við›

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tigra 6/11/04 15:24

hundinginn mælti:

Semming minn... þetta eru of djúpar pælingar fyrir mig. En hvaða fjelagsskíts ódembi datt í hug að skála?????

Mjer er öldungis spurn...۞

Hérna áður fyrr, á tímum víkinganna, voru brutal menn á sveimi sem áttu þann sið að skera af fórnarlömbum sínum höfuðið og búa til skálar úr efsta parti höfuðkúpunnar. Úr þessu drukku þeir síðan og sögðu: "skull" eða s.s. höfuðkúpa. Skull þróaðist síðan út í "skál" á íslensku og t.d. "skäl" og fleira skemmtilegt á öðrum tungumálum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Finngálkn 6/11/04 15:32

Kúl shit!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 6/11/04 17:54

Ég veit ekki með handaband en ég er nokkuð viss um að vinafaðmlög hafi þróast þar sem menn hittast glaðir og þreyfa á hvorum öðrum til að leita að leyndum vopnum. Enhver sagði mér að þetta hafi þróast á Ítalíu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Júlíus prófeti 6/11/04 18:01

Hakuchi mælti:

Ég veit ekki með handaband en ég er nokkuð viss um að vinafaðmlög hafi þróast þar sem menn hittast glaðir og þreyfa á hvorum öðrum til að leita að leyndum vopnum. Enhver sagði mér að þetta hafi þróast á Ítalíu.

Á Ítalíu já, hefði nú frekar haldið að svona nokkuð hefði þróast á Stóra-Bretlandi, svona einhver káfiþörf gagnvart einstaklingum af sama kyni. Ítalir eru svosum alveg jafnlíklegir til þess arna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 6/11/04 18:06

Nja, ég las ekki að þetta væri einhvers konar hommismi. Meira svona sjálfsbjargarviðleitni, þar sem káfið (vopnaleitin) er dulbúin sem einlægni og vináttuvottur. Eflaust hefur þetta þróast hjá einhvernum fornmafíósum.

GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
EyjaSkjeggur 6/11/04 23:53

hverjum datt í hug að fara í sturtu, meira ruglið. Ég fer alldrei í sturtu!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Magnus H. Jakobsen 7/11/04 13:31

Handabandið má rekja til þess tíma þegar ekki var óalgengt að menn gengju um vopnaðir. Þá tókust menn í hendur til þess að sýna að þeir héldu að minnsta kosti ekki á vopnum.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tannsi 7/11/04 19:32

Já ég hef heyrt þetta með að takast í hendur til að sýna að menn séu vopnlausir. En hvað er málið með að blikka? Hvernig byrjaði það að blikka kellingar sem maður er hrifinn af?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ég hef oft velt þessu fyrir mér með klappið.. og líka, hvernig í ósköpunum læra börn að hlæja? Það er ekki eins og þeim sé kennt það..

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/11/04 08:44

Hvernig er það, er hlátur ekki viðbrögð líkamanans við einhverju óvæntu en jákvæðu... þannig að það er ekki lært... er einhver lífeðlisfræðingur eða sálfræðingur hér sem getur skýrt þetta út fyrir okkur?
þetta fer nú að verða gott viðfangsefni fyrir vísindaakademíuna...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 8/11/04 09:47

Skabbi skrumari mælti:

þetta fer nú að verða gott viðfangsefni fyrir vísindaakademíuna...

Rétt er það og höfum vér hér með fært þráð þennan.

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Wonko the Sane 8/11/04 22:31

Hóras mælti:

Þetta með að takast í hendur, kannast ég eitthvað við sögu sem segir að upphaflega þegar tveir menn komu saman, til að ræða skiptingu lands eða kvenna eða hvað sem menn töluðu um á þeim tíma, þá réttu þeir fram hendurnar og tóku um kynfæri hvors annars. Þetta sýndi gagnkvæmt traust og eftir það var hægt að semja áhyggjulaus.

Annars þekki ég lítið til mannasiða

‹rekur við›

Ég heyrði það líka einhverntíman að menn hefðu lagt hönd á kynfæri þegar þeir sóru eið. Af því sé meðal annars orðið Testimony komið (þ.e. samstofna orðinu testicle).

‹klórar sér í höfðinu og kynkar kolli með verulega gáfulegan svip›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Semmning Semmningsen 9/11/04 17:37

Er það til dæmis eðlilegt að fólk GIFTI sig? Hvaða RUGL er ÞAÐ? Þetta gera menn víst enn þann dag í dag og þykir bara sífellt eðlilegra,hef ég heyrt. Furðulegur siður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 9/11/04 17:41

Mér skilst að giftingar séu form af fjárplógsstarfsemi. Svona eins og pýramídasvindl.

     1, 2  
» Gestapó   » Vísindaakademía Baggalúts   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: