— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Magnus H. Jakobsen 5/11/04 14:53

Hvaða leikari hefur tekið sig best út sem James Bond í gegnum tíðina og hver ætti að taka við af Pierce Brosnan?

Ég kýs Roger Moore sem þann besta, og ég vil sjá Tom Hanks sem næsta James Bond.[/img]

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 5/11/04 14:56

Connery er líkast til bestur. Mér þykir alltaf vænt um Moore, enda ólst ég upp við hann sem Bond. Brosnan hefur staðið sig vel þrátt fyrir að síðustu tvær myndir hafi verið helbert rusl.

Hanks er of feitur í hlutverkið og með of ljótt bollunef.

Veit satt best að segja ekki hver ætti að vera næsti Bond. Cliwe Owen kom vel til greina en hann klúðraði því svolítið með slappri frammistöðu í King Arthur. Ég hallast að því að finna eigi einhvern tiltölulega óþekktan leikara sem er þó með Karakter.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 5/11/04 15:03

Bara vinsamlegast ekki P. Diddy, eins og gefið ver í skyn á mbl.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Þarfagreinir 5/11/04 15:04

Connery var virkilega, virkilega svalur sem Bond. Moore var líka góður, en hann var ekki jafn skemmtilega óheflaður og fágaður í senn og Connery var.

Ég er sammála því að það er ekki svo gott að segja hver á að taka við. Mér finnst vera tilfinnanlegur kostur á ungum breskum sjarmafullum og svölum leikurum.

Kannski að það sé helst Jude Law sem á séns í að gera þetta með einhverjum stíl. Bara pæling ...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Von Strandir 5/11/04 15:08

Jude Law er alltof sætur til þess að vera Bond. Mér fannst alltaf Connery bestur, fékk samt bakþanka eftir að hafa horft á þessar gömlu myndir undanfarið. Brosnan smellpassar í hlutverkið og er eiginlega uppáhalds núna.

Annars er fyndið að pæla í því hvernig menn sem ekki hafa verið orðaðir við Bond myndu taka sig út í því. Til dæmis Daniel Day Lewis, það væri fyndið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 5/11/04 18:29

Ég held að Jude Law myndi taka sig ágætlega út, mögulega mýkri Bond en venjulega, en enskur og fágaður eins og hann verður að vera. Eitthvað segir mér nú samt að herra Law myndi neita öllum gylliboðum um Bondleik.

Skrifandi undir síðan 2004
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Van Horn 5/11/04 19:53

Tom Hanks er óneitanlega frumlegur kostur. Nöfn eins of Colin Farrell og Ewan Mc Gregor hafa verið nefnd og eru þeir báðir afleitir að mínu mati. Hvorugur hefur þann klassa sem til þarf. Ég styð James Purefoy, lítt þekktan leikara á uppleið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 6/11/04 01:55

Þeir eru orðnir svo miklir rétthyggjumenn varðandi kvenfrelsismál, ætli það verði ekki bara Jane Bond næst og Nicole Kidman fari með aðalhlutverkið...

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 6/11/04 02:01

Skabbi skrumari mælti:

Þeir eru orðnir svo miklir rétthyggjumenn varðandi kvenfrelsismál, ætli það verði ekki bara Jane Bond næst og Nicole Kidman fari með aðalhlutverkið...

Þetta er alls ekki slæm hugmynd hjá þér Skabbi.

Ég held að Brosnan sé flottastur af öllum þó að ég hafi alist upp við Moore.
Ég hef heyrt nefndan Robbie Williams(Söngvara). Líst ekki vel á það. En betur líst mér á Julian McMahon "lýtalæknir" http://www.imdb.com/name/nm0573037/

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/11/04 04:16

Annars væri gaman að sjá svolítið klaufalegan Bond með smá dassi af Roger Moore fíling og þá væri gaman að sjá Hugh Grant fást við hlutverkið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Magnus H. Jakobsen 6/11/04 11:37

Ef það væri verið að leita að klaufalegum Bond þá væri hægt að taka það alla leið og fá Rowan Atkinson í hlutverkið.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 6/11/04 18:37

Hildisþorsti mælti:

Skabbi skrumari mælti:

Þeir eru orðnir svo miklir rétthyggjumenn varðandi kvenfrelsismál, ætli það verði ekki bara Jane Bond næst og Nicole Kidman fari með aðalhlutverkið...

Þetta er alls ekki slæm hugmynd hjá þér Skabbi.

Ég held að Brosnan sé flottastur af öllum þó að ég hafi alist upp við Moore.
Ég hef heyrt nefndan Robbie Williams(Söngvara). Líst ekki vel á það. En betur líst mér á Julian McMahon "lýtalæknir" http://www.imdb.com/name/nm0573037/

Þessum hef ég ekki tekið eftir áður. Ljósmyndin gefur til kynna að hann gæti lofað góðu. Þarf samt að sjá hann í kvikmynd, helst spennumynd, til að sjá hvort eitthvað sé varið í hann.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 6/11/04 21:14

‹Er að velta fyrir mér hvort Hlégestur hafi óvænt innbyrt skynörvandi efni›

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 6/11/04 22:39

Hakuchi mælti:

Þessum hef ég ekki tekið eftir áður. Ljósmyndin gefur til kynna að hann gæti lofað góðu. Þarf samt að sjá hann í kvikmynd, helst spennumynd, til að sjá hvort eitthvað sé varið í hann.

Hann leikur lýtalækni í þætti á Stöð 2 um þessar mundir. Held að þátturin heiti: Nip Tuck

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 7/11/04 16:16

Ég hef séð auglýsingar úr þeim þætti og hef ákveðið að horfa aldrei nokkurn tímann á þá. Auk þess er ég ekki með stöð 2.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 8/11/04 10:32

En hvað með Robert Carlisle sem lék Begbie í Trainspotting? Hann væri helvíti flottur og öðruvísi Bond.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 8/11/04 12:03

Já, eða Winnie Jones?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 8/11/04 15:47

Winnie Jones að sjálfsögðu. Hann væri flottur sem James Bond. "My name is Bond, James fu**ing Bond, you fu**ing twat."

     1, 2  
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: