— GESTAPÓ —
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 21/10/04 14:05

Hvernig er það, er enginn hér sem ætlar að stunda Iceland Airwaves hátíðina um helgina? Þetta er, að mínu mati, einn skemmtilegasti viðburður í rokklífinu á hverju ári. Fullt af tónleikum á sama tíma og maður velur og hafnar eftir smekk.

Í gær opnaði hátíðin með akústísku prógrammi á NASA. Fyrstur á svið var Geir Harðarson ásamt hljómsveit. Sveitin var að vissulega ágætlega þétt, en lagasmíðarnar einhver mesta hörmung sem ég hef á ævi minni heyrt og í raun einskonar arfalélegt Ríó Tríó-Rip off. Söngvarinn, Geir, minnti mann á Ólaf Þórðarsson, Ríó mann, á virkilega slæmum degi og var hann í hreinskilni sagt bara rammfalskur lungann af prógramminu.

Öllu betri var sá næsti, Þórir, sem er mjög "promising" listamaður í þessum akústíska geira og söng hann í þessum viðkvæmnislega og andhetjulega tón líkt og Jeff Buckley, Dave Matthews og Elliot Smith, en eitt kóverlag eftir hinn síðastnefnda var á dagskránni.
Þetta náði til manns og var endurnærandi. Helsti hápunkturinn hjá Þóri var skemmtileg kassagítarútgáfa af "Hey-Ya" eftir Outkast.

Síðasta klukkutímann var KK ásamt hljómsveit á sviðinu og var hann óneitanlega traustur og með flott og óaðfinnanlegt prógramm. Mér fannst samt svolítið skrýtið hvað það var mikill kliður í salnum með hann var að flytja sín angurværustu lög og var þetta bara eins og fuglabjarg á tímabili. Þetta er eitthvað sem maður á ekki að venjast.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Vamban 21/10/04 14:21

Ég þekki Geir og hann er góður maður. Hann á góða spretti en hefur sjálfsagt verið mjög stressaður þarna í gær.

Annars dauðlangar mig að fara en sé ekki fram á það vegna blankheita. ‹Snökktir og vorkennir sjálfum sér ógurlega›

Vimbill Vamban - Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Órækja 21/10/04 15:16

Vegna tímaskorts og jú áhugaskorts var bara eitt kvöld sem ég vildi sjá og það var laugardagskvöldið í Hafnarhúsinu, gagngert til að sjá Keane. En ég neita að kaupa mér 5000 kr passa á alla helvítis hátíðina til að sjá eina hljómsveit. ‹Hoppar upp og niður af bræði›

Skrifandi undir síðan 2004
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 21/10/04 15:29

Vamban mælti:

Ég þekki Geir og hann er góður maður. Hann á góða spretti en hefur sjálfsagt verið mjög stressaður þarna í gær.

Annars dauðlangar mig að fara en sé ekki fram á það vegna blankheita. ‹Snökktir og vorkennir sjálfum sér ógurlega›

Þekki einmitt til Geirs líka og er hann ágætur maður.
Annars er ég að spila á Airwaves annað kvöld á NASA, á Keyboards. Það verður svaka stuð. Vonandi að ég fái að drekka kampavín baksviðs og gera eitthvað ósiðsamlegt.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Illi Apinn 21/10/04 16:11

Tinni mælti:

Þetta náði til manns og var endurnærandi. Helsti hápunkturinn hjá Þóri var skemmtileg kassagítarútgáfa af "Hey-Ya" eftir Outkast.

Heyrði þetta lag á milli hljómsveita á arkústíkkvöldinu á gauknum á þríðjudaginn, þvílík eindæmis snilld. Að ég skuli hafa látið þetta fram hjá mér fara í gær að sjá hann læf er sorglegt
‹leggst með andliðið í lyklaborðið og grætur›
‹þurfti svo að skipta um lyklaborð sökum bleytu›

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 21/10/04 16:45

Leibbi Djazz mælti:

Vamban mælti:

Ég þekki Geir og hann er góður maður. Hann á góða spretti en hefur sjálfsagt verið mjög stressaður þarna í gær.

Annars dauðlangar mig að fara en sé ekki fram á það vegna blankheita. ‹Snökktir og vorkennir sjálfum sér ógurlega›

Þekki einmitt til Geirs líka og er hann ágætur maður.
Annars er ég að spila á Airwaves annað kvöld á NASA, á Keyboards. Það verður svaka stuð. Vonandi að ég fái að drekka kampavín baksviðs og gera eitthvað ósiðsamlegt.

Þessi Geir er efalaust öðlingspiltur, en hann ætti bara ekki að storka tónlistargyðjunni, heldur leggja eitthvað annað fyrir sig. Það er mín skoðun

Hvað heitir bandið sem þú ert að spila í, Leibbi?

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hóras 21/10/04 16:55

Ég læt eflaust sjá mig eitthvert kvöldið. Föstudagskvöldið er hins vegar frátekið í drykkju meðal samnemenda og vina

Eigandi einnar af níu sálum Tigru • Eigandi Armani spennutreyju • Fjölmiðlaráðherra • Heilagur Ári Hreintrúarflokksins • Ekki hamstur
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 21/10/04 18:40

Tinni mælti:

Leibbi Djazz mælti:

Vamban mælti:

Ég þekki Geir og hann er góður maður. Hann á góða spretti en hefur sjálfsagt verið mjög stressaður þarna í gær.

Annars dauðlangar mig að fara en sé ekki fram á það vegna blankheita. ‹Snökktir og vorkennir sjálfum sér ógurlega›

Þekki einmitt til Geirs líka og er hann ágætur maður.
Annars er ég að spila á Airwaves annað kvöld á NASA, á Keyboards. Það verður svaka stuð. Vonandi að ég fái að drekka kampavín baksviðs og gera eitthvað ósiðsamlegt.

Þessi Geir er efalaust öðlingspiltur, en hann ætti bara ekki að storka tónlistargyðjunni, heldur leggja eitthvað annað fyrir sig. Það er mín skoðun

Hvað heitir bandið sem þú ert að spila í, Leibbi?

Forgotten Lores heita þeir víst. Þeir vildu hafa live hljómsveit með svo að ég djazzaðist í hópinn.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Tinni 22/10/04 01:40

Vá! Ertu virkilega í Forgotten Lores? Einhver var einmitt að segja mér frá þessari stefnubreytingu sveitarinnar með að vera með hefðbundið line-up í stað þess að vera eingöngu með míkrófóna og grammófóna. Ég hlakka til að fylgjast með þessu...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Illi Apinn 22/10/04 13:47

Athyglisvert...

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 22/10/04 17:56

4tímar í gigg. Er að pæla í að mæta með sólgleraugun.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 22/10/04 17:59

Þau fara þér vel. Enginn vafi á því.

 • LOKAР•  Senda skilaboð Senda póst
Leibbi Djass 22/10/04 18:00

Þakkir fyrir það. Enda Bjúró ekki ómyndarlegur maður í það minssta.

Nú renna ekki öll vötn til Dýrafjarðar! Nú rennur allur djús til Pakistan!
LOKAÐ
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: