— GESTAPÓ —
Fótboltabulluleikurinn
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 22/12/15 20:57

Jæja lömbin mín, er ekki tími til kominn að hleypa smá lífi í leikinn?

Alkunna er að af þeim liðum sem eiga sæti í efstu deild íslenskrar knattspyrnu karla, er samfleytt seta KR sú lengsta, um það bil frá Miklahvelli. En vera hvaða liðs er sú næstlengsta? Bónusstig er í boði fyrir hvaða ár þeir voru nýliðar.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/12/15 00:28

Ég myndi giska á Val, en ég veit svo ósköp lítið um fótbolta.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 23/12/15 12:31

Ekki voru það Valsmenn, þeirra vera er sú fimmta lengsta, frá 2005.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/12/15 12:38

Hefur Keflavík nokkuð verið að falla mikið?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 23/12/15 12:41

Það eru alveg 3 mánuðir síðan það gerðist síðast.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/12/15 12:49

Svona fylgist ég vel með.

FH er búið að vera nokkuð lengi uppi - a.m.k. lengur en síðan 2005 miðað við titlafarganið, en ég held að það sé samt ekki rétta svarið.
Hverjir koma til greina, svona án þess að svindla?

Fram er nýfallið. Þróttarar og Víkingar nýkomnir upp, sem og Fjölnir.

Ég ætla að giska á Breiðablik núna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 23/12/15 17:07

Ég laug víst aðeins með Valsmennina, það leiðréttist hér með.

1. KR - síðan fyrir Krist
2. ??? - síðan ???? (spurningarmerkjafjöldi er ekki endilega sá sami og stafafjöldi)
3. FH - síðan 2001
4. Valur - síðan 2005
5. Breiðablik - síðan 2006
...
8./9. Fjölnir/Víkingur R- síðan 2014
Þróttarar verða nýliðar næsta sumar á meðan Fram og Keflavík leika í b-deild

Þetta er lið á höfuðborgarsvæðinu, nú eru ekki mörg eftir.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/12/15 19:05

Er ekki til eitthvert fótboltalið sem heitir Fram?

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 23/12/15 21:53

Svo sannarlega! En Billi benti réttilega á að þeir eru nýfallnir og hafa ekki risið upp síðan.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 23/12/15 23:36

Þá má Billi eiga réttinn. ef það er einhver matur í boði.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 24/12/15 09:03

Er þetta silfurskeiðaraðdáendaliðið úr girðingabænum Garðabæ sem er að standa sig svona vel?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 24/12/15 10:11

‹Hlær að vitleysunni í sjálfri sér›

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Golíat 24/12/15 13:17

Ef það er ekki Stjarnan, þá kemur bara Fylkir til greina...

Fyrrverandi geimferða- og fjarskiptaráðherra, forðagæslumaður Bagglútíska heimsveldisins og keisaralegur hundahreinsunarmaður.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 24/12/15 13:35

Ah. Ég gleymdi Fylki.
Ég myndi skjóta á það núna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 24/12/15 23:16

Auðvitað var það Fylkir! Fylkir og Stjarnan voru annars saman nýliðar í efstu deild árið 2000 en á meðan Fylkir barðist um titilinn, þá flaug Stjarnan þráðbeint niður aftur. Silfurskeiðungarnir hafa annars verið uppi síðan 2009 og skilað einum svindl-titli í hús.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: