— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 421, 422, 423 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/3/15 19:51

Letin alveg ætlar mig
allifandi að drepa.
Nái hún á næsta stig
nær hún kannski líka í þig.

Dragðu andann ótt og títt
uns þig fer að svima.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 9/3/15 13:10

Dragðu andan ótt og tótt
uns þig fer að svima.
Æ mér finnst það skratti skítt
og skammarlegt að kima.
----------------------------------
Draga skaltu björg í bú
og bæta eigin hag.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 9/3/15 14:24

Draga skaltu björg í bú
og bæta eigin hag.
Í bönkunum að berjast nú
og bónus fá í dag.

Oft dreymir glópa um gull
og græna og fagra skóga

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 9/3/15 14:46


Oft dreymir glópa um gull
og græna og fagra skóga.
Ennþá stendur flaskan full,
en fénu þarf að lóga:
-------------------------------------
Flugu áðan gráar gæsir
gluggan fyrir minn.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 9/3/15 15:43

Flugu áðan gráar gæsir
gluggan fyrir minn.
Frúin enn í fýlu, dæsir:
„Því flugu þær ekki inn?“

Hola í götu er hitamál,
heimsins mesti vandi

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 9/3/15 23:46

Hola í götu er hitamál,
heimsins mesti vandi.
Veltur bíll ef vel við skál
veldur stýri fjandi.

Ef þú gefur færi á frið
ferðu þá að skána?

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/3/15 13:15

Ef þú gefur færi á frið
ferðu þá að skána?
Ó minn besti gefðu grið,
gott þá fer að hlána.
--------------------------------
Gleði vorsins,lundin létt
ljós á kerti blikar.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/3/15 13:30

Gleði vorsins,lundin létt
ljós á kerti blikar.
Bráðum gengur stétt með stétt
og stöðugleika hnikar.

Þeir sem hafa í þurrabúð
þurft að halda manninn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/3/15 13:43

Þeir sem hafa í þurrabúð
þurft að halda manninn.
Þar ég kenni Torra trúð
tad er ljóti glanninn:

------------------------------------
Þungur reyndist róðurinn
röstinn heldur grimm:

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 11/3/15 16:45

Þungur reyndist róðurinn
röstin heldur grimm:
Komst þó loks á kvenmanninn
er klukkan hún sló fimm.

Þá var dagur, þá var sól,
þá var gott að lifa

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/3/15 18:34

Þá var dagur, þá var sól,
þá var gott að lifa.
Þá var slagur, þá var fól,
þá var gott að tifa.

Óveðrið nú allt á burt,
alveg kyrr er sjórinn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 12/3/15 13:17

[i]

Óveðrið nú allt á burt
alveg kyrr er sjórinn.
Ég held að vorið smelli smurt
smakkaðu nú bjórinn::
----------------------------------
Vorið nálgast, blessuð blíða
og bæjirnir alt um kring.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 18/3/15 16:16

Vorið nálgast, blessuð blíða
og bæirnir alt um kring.
Hvern fjandann á nú þetta að þýða?
Ég þjóra, strippa, syng.

Er eðlileg krafa að sumarið mæti í mars?
Að menn fari að pússa upp grillin og smyrja hjól

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
The Shrike 18/3/15 22:03

Er eðlileg krafa að sumarið mæti í mars?
Að menn fari að pússa upp grillin og smyrja hjól?
Sá eini sem vill það er efalaust Himmelbjergs Lars,
sem ólmur vill fara að nota sín ryðguðu tól.

Með hattinn frá Kris næ ég heimiklri fart,
þá hverfa í rykinu Gærur.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 20/3/15 17:35

[i]

Með hattin frá Kris næ ég heilmililli fart,
þá hverva í rykinu Gærur.
Hann Tobbi frá Æru spólaði dulítið spart
á skóla vörðunni með hærur!
---------------------------------------------

Gerum vinir bragar bót
björgum árans klúðrinu .

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 20/3/15 20:08

Gerum vinir bragar bót
björgum árans klúðrinu.
Hóum nú í haga snót
sem hefur kveikt í púðrinu.

Legðu mér nú lið við það
að leira góða vísu.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 21/3/15 13:00


Legðu mér nú lið við það
að leira góða vísu.
Fyrir stundu mér brá í bað
blessaður, veiddi ýsu.
---------------------------------------
Ýsan reyndist stinn og stór
stikkin urðu tíu.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 21/3/15 22:54

Ýsan reyndist stinn og stór
stikkin urðu tíu.
Ég eldaði hana upp úr bjór
og át fyrir klukkan níu.

Framtíðar nú farðu til
með fortíðina að baki.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 421, 422, 423 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: