— GESTAPÓ —
Nýyrðasamkeppni Schultzs
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir
        1, 2, 3 ... 9, 10, 11 ... 94, 95, 96  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Schultz 29/9/04 18:25

Þetta var mikil og snjöll gremjugleymd. En aftur að alvöru lífsins.

Klennsælir

Óhrein viskustykki

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 29/9/04 21:03

Heimskustykki.

Að horfa á sjónvarpsþátt sem minnkar gáfur áhorfandans.

-

Þorpsbúi -
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/9/04 21:49

Sápun
-þessi þráður verður að hafa bil
Stórkostlegar breytingar sem þarf að fínstilla.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
feministi 29/9/04 22:46

Hvað gengur eiginlega á?

Kapphlaupið

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bismark XI 29/9/04 22:49

Reisihlaupið

-
-
Klikkaður koddi

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 29/9/04 22:54

Kloddi
-
Þegar orð er lagt í belg, hnýtt reipi í belginn, með grjóti neðst í reipinui og síðan fleygt í sjóinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Sverfill Bergmann 30/9/04 00:06

Orðamorð
-
Þegar vefur breytist svo rosalega að notendur hans villast.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/9/04 00:09

Vefhnykilssnuðruflækja
-
Þegar menn geta bara ekki hætt að svara þráðum af ánægju með breytingarnar, þrátt fyrir að vera byrjaðir að dotta.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vladimir Fuckov 30/9/04 00:11

Þráðasvefngalsi
-
Það að senda frá sér innlegg, smella á senda og lenda í kjölfarið nánast í öðrum heimi ‹Kom fyrir oss›

Forseti Baggalútíu & kóbalt- & hergagnaframleiðsluráðherra o.fl. Baggalútíu • Staðfestur erkilaumupúki • Óvinur óvina ríkisins #1 • Virðulegasti Gestapóinn, krúttleysingi og EIGI krútt • Óafvitandi aðili ósamhverfra vensla
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 30/9/04 00:31

Smá innskot: Ef menn hafa lesið þráðinn allann þá skilja þeir hvað ég er að meina með þessum orðum:
Ég var eitt sinn að stunda Ákvítun eins og sönnum horverti sæmir í selskapi. Sofnaði ég og fann fyrir mikilli handnauð um nóttina og um morguninn vegna afvöknunar og hlandpínu, varð ég seinn til að keyra í vinnuna. Fyrir vikið keyrði ég á nokkur bílabuff og setti Vegadiskóið á. Læt þetta vera nóg í bili, svefninn kallar...Innskoti líkur

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hildisþorsti 1/10/04 02:33

Kætisveppasýking

Maður sem er alltaf að klóra sér í bakinu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Schultz 1/10/04 07:52

Sérsíklóri

Tannkremsblettir á fötum

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 1/10/04 16:48

Kolgát eða kolgátsblettir

Það að skipa vanhæfan aðila, íhaldsdurg af verstu sort, í Hæstarétt Íslands þótt hæfari umsækjendur hafi verið til staðar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 1/10/04 17:01

Spillskipun

Það að vera endalaust að detta inn og út af netinu og geta ekkert gert í því annað en ergja sig.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nafni 2/10/04 18:59

Netfallsgremja

Þegar maður veit ekki hvort maður á að detta'íða eða ekki.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Schultz 3/10/04 21:14

hikþorsti

‹Og hvur var svo niðurstaðan?›

Fólk með óeðlilega stór kinnbein

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 3/10/04 21:23

Vænglitaður. (Er með vængi í andlitinu)

Sælgæti sem er tvílitt.

-

Þorpsbúi -
GESTUR
 • Svara • Vitna í • 
Sjálfur Guðjón 4/10/04 09:14

Zebragæti (næ ég að slá tvær flugur í einu höggi og innleiði zetuna um leið og ég kynni ágætis nýyrði)

Skyr sem er fast í skeggi.

        1, 2, 3 ... 9, 10, 11 ... 94, 95, 96  
» Gestapó   » Lygilega vinsælir leikir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: