— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 413, 414, 415 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 16/8/14 13:35

Fannstu napra norðan átt
næða gegnum larfa þína?
Í Breiðdal skín hér sólin sátt
og sumir berin tína.

Hlýindin nú hætta brátt
haustið bráðum kemur

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 16/8/14 14:03

Hlýindin nú hætta brátt
haustið bráðum kemur.
Pöru- hlæja -piltar dátt,
í pólitík þeim semur.

Allt það sem hér út af ber
er öðrum víst að kenna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 18/8/14 19:24

Allt það sem hér út af ber
er öðrum víst að kenna.
Ef þeir skrifa ögn hjá mér,
upp mun kjaft minn glenna.

Bogfrymillinn brogar mig.
Breytir mér í tudda.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 19/8/14 09:22

Bogfrymillinn brogar mig.
Breytir mér í tudda.
Taðan í þá togar mig,
ég tæti í mig rudda.

Áttu legg í lófa karls
sem lánað getur Völu?

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 21/8/14 19:12

Áttu legg í lófa karls
sem lánað getur Völu,
er hafi getu harnaðs jarls
og hljóti úr keldu svölun?

Úr Bósa-sögu forðum fékk
fróðleik bæði og myndir

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 24/8/14 17:47


Úr Bósa sögum forðum fékk
fræðslu bæði og myndir
Erviðlega henni Gróu gekk
gamlar að fynna syndir:
-----------------------------------------
Upp á priki hani hjekk,
hátt og reyndi að gala.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 24/8/14 18:29

Upp á priki hani hjekk,
hátt og reyndi að gala.
Eitthvað það þó illa gjekk,
enda vanur að mala.

Eg vil fara á undan þér
yfir fljótið mikla.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 25/8/14 18:59

Eg vil fara á undan þér
yfir fljótið mikla.
Þú hefur alltaf ætlað mér,
eftir þér að stikla.

Við skulum halda gömmunum góðum
og gefa þeim af okkur hönd og fót.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/8/14 23:28

Við skulum halda gömmunum góðum
og gefa þeim af okkur hönd og fót.
Svo að þeir hald'ekki heitu á glóðum
höfðinu okkar, slitnu af rót.

Dragir þú að deila út
digrum sjóðum þínum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Skabbi skrumari 5/9/14 15:19

Dragir þú að deila út
digrum sjóðum þínum,
þá mun ég ekki úrvalsblút
eiga í ranni mínum.

Að eilífu ég yrki ljóð
alldrei það ég sýti.

To live outside the law, you must be honest.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/9/14 17:27

Að eilífu ég yrki ljóð
alldrei það ég sýti.
Að þau lesi íslensk þjóð
ekkert telst víst lýti.

Þeir sem kjósa þorstann er
þrýtur brennivínið.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 7/9/14 22:22

Þeir sem kjósa þorstan er
þrýtur brennivínið,
verða helzt að hafa á sér
hass og rítalínið.

Goð mitt bráðum gefur mér
góða summu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/9/14 09:22

Goð mitt bráðum gefur mér
góða summu.
Út úr honum æ þó fer
efni í slummu.

Auðkenni þú, einkavætt,
víst átt að hafa.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 9/9/14 13:50

Auðkenni þú,einkavætt
víst átt að hafa:
Ekkert hefur Bjarni bætt
bjálvinn enn mun lava.
-----------------------------------------
Morgun verkum Lalli lauk,
ljúfan fær sér blundinn.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 12/9/14 13:20

Morgun verkum Lalli lauk,
ljúfan fær sér blundinn.
Elgosinu upp úr rauk
eiturgufuglundinn.

Horfa börn á Svampa Sveins
svakalega gaman.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/9/14 14:10

Horfa börn á Svampa Sveins
svakalega gaman.
Ekki er það þó ey til neins,
er þau læra saman.

Farið hef ég fyrir vind
sem forðum blés af krafti.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 12/9/14 15:00

Farið hef ég fyrir vind
sem forðum blés af krafti.
Hani krummi hrútur kind
heldur ekki kjafti.

Jeppakalla jarðraskið
jagast nú um allir.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/9/14 15:35

Jeppakalla jarðraskið
jagast nú um allir.
Velta þeir á hægri hlið
er halda að séu snjallir.

Dögurð skal ég draga fram
ef dettur þú hér inn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 413, 414, 415 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: