— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 398, 399, 400 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Texi Everto 9/1/14 16:38

Trú hef ég trausta og sterka;
trúi á presta og klerka,
trúi á tröllkarla merka,
trúi á Gretti hinn sterka.
en treysti helst á vínsins mátt og væting kverka.

• Þetta innlegg á sér ekki endilega stoð í Gestapóleikanum • Söngmaður sólarlagsins og áhangandi ljósaskiptanna • Fjalldrottning Baggalútíu • Riddaralið • Texi Everto treve ixet • Áttavillingur • Vonbiðill Geitarinnar • Matætan frá Mývatni
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 10/1/14 09:11

Kverkatakið kremur háls,
klingir lágt í eyri mínum
er úr vasa veltur frjáls
og vistast svo með öllum hinum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 10/1/14 17:12

Trú þá á mannkynið mína
er misst hefi, hér um bil,
væri gaman sko Guði að sýna
ef garmurinn væri til.

Því guðstrúnni tókst mér að týna,
í trúuðum ekkert skil.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Mjási 10/1/14 23:09

Því guðstrúnni tókst mér að týna,
í trúuðum ekkert skil.
Krossfesting kvalræði og pína,
Krists var þá enskis til.

Þó kærleikans miskun sé mikil,
máttu ei troðann í svaðið.

Froskurinn setti mig útaf laginu.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 10/1/14 23:51

‹Grípur þráðinn.›

Hinum í ég ekki skil
sem aðra hafa skoðun
á því hvort að enn sé til
annars konar boðun.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 17/1/14 00:04

´´

Boðun engum gerir gott
gleði veldur kæti.
Prjál er talið fyrna flott,
fiskur er víst æti:

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 17/1/14 10:10

Ætiþistla og ansjósur ég ætið sker
sem álegg þegar ætla ég
eitthvað gott að bjóða þér.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 22/1/14 23:58


Þér til heiðurs Billi bil
bögu vil ek gera.
Þó ég hafi ei tíma til,
taumlaus muntu vera:

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 23/1/14 09:05

Vera hefur verið stillt
í voða marga daga.
Á það reyndar ekkert skylt
við engi og haga.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 3/2/14 17:25


Haga sér eins og fávís flón
fullir alla daga.
Gamansamir Jari og Jón
jamm það er önnur saga.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 3/2/14 17:41

Sagan öll er sjaldan það,
segja má frá fleiru.
Fullnægt þá, er flettist blað,
forvitni, með meiru.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 4/2/14 10:35

Meira heyra mætti og ætti.
Megn skal þegnin fregna.
Finna og sinna sætt í hætti,
- segg á legg að gegna.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 4/2/14 12:01

Gegna áttu góðum mönnum gvuðs á vegi,
af því hlýst víst enginn tregi,
(er nú best ég núna þegi).

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 4/2/14 23:36

Þegja síst þér sómir nú,
segja víst ber fleira.
Eygja líst mér ljóðatrú,
leigja hlýst hér meira.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/2/14 09:03

Meira er og minna hér af merkum skáldum,
sem af bera Sóns á öldum,
sóma þver við eigi gjöldum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 5/2/14 18:02

Gjöldin valda geldun hölda gildra sjóða.
Hildur skulda galdrar gróða,
gjaldast skyldur kvaldra þjóða.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 5/2/14 22:06

Þjóðabrotin þykjast eiga þegnrétt víða.
Löngum vilja um löndin flæða,
lífið mun víst á því græða.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 5/2/14 22:28

Græða upp landið göfugt er og gagnið veitir.
Glæðir anda að ganga um sveitir
grænir þar sem blómgast reitir.

        1, 2, 3 ... 398, 399, 400 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: