— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 357, 358, 359 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 14/11/11 22:47

Baráttan er býsna hörð
og brauð fæst ekki gefins.
um skaldborginar velferðsvörð
verð ég stundum efins.

Lífskjör ekki alltof góð
erfitt nú að lifa.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 14/11/11 22:53

Lífskjör ekki alltof góð
erfitt nú að lifa.
Úr landi hverfur fjármagnsflóð
og fólki sprengjur tifa.

Fínt er nú að fleygja sér
í fletið eftir myrkur.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Offari 14/11/11 23:03

Fínt er nú að fleygja sér
í fletið eftir myrkur.
Gott að segja sögur hér
sért'í leiknum virkur.

Valdarán í Vatikan
varla líklegt núna.

KauBfélagsstjórinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 14/11/11 23:12

Á lútnum framm stórskáldin streima
styðjast við skáldamjöð.
Þar á víst hugurinn heima,
hér erumm öllsömul glöð.
-------------------------------------
Valdarán í Vadíkan
varla líklekt núna.
Bíddu hægur,meðan man
mjólkar páfinn kúna?

-----------------------------------------------
Lesið hef gagn og gaman
og gulu hænuna smáu.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 15/11/11 17:24

Lesið hef gagn og gaman
og gulu hænuna smáu.
Og af þessu öllu saman
öðlaðist skáldagáfu.

Bókmenntir efla og auðga
anda hinna smæstu.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 15/11/11 22:51

Bókmenntir efla og auðga
anda hinna smæstu.
Bókmenntum barflugur nauðga
er blanda sinni æstu.

Vorið féll við vinstri krók
og verður lengi niðri.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 15/11/11 23:03

[b][i]
Bókmentir efla og auðga
anda hinna smæðstu.
Ljóð mentir ei takmörkin trauðga
tilurð hinna lægstu.

Vorið féll við vinstri krók
og verður lengi niðri.
Langan og strangan tíma tók
ná trausti á henni miðri,.

--------------------------------------------
Trúin sögð er flytja fjöll
hún flytur líka meira .

lappi
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Bullustrokkur 21/11/11 13:40

Trúin sögð er flytja fjöll
hún flytur líka meira
Hún flytur mig í himna höll
frá hungri og árás veira.

Af kamrinum kalla ég:
Komdu nú sæll.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 22/11/11 13:27

[b][i]

Af kamrinum kalla ég:
komdu nú sæll.
Kveðjan er lufsu leg
leiðinda væll!
----------------------------
Skjóna var í taumi treg,
en trítilóður Gráni.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 25/11/11 01:29

Skjóna var í taumi treg,
en trítilóður Gráni.
Hún var alltaf æðisleg.
Ávallt var hann kjáni.

Botninum ég bráðum næ,
búin sæluvíman.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/11/11 10:04

Kunnáttunni kasta á glæ,
kasúldin er ríman.
Botninum ég bráðum næ,
búin sæluvíman.

Froskurinn með fagran botn
fær nú eflaust kossinn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 25/11/11 10:18

Botninum ég bráðum næ,
búin sæluvíman.
Ég skal botna skeytluhræ.
Ég skal líka rím'ann.

____________________

Himneskt fæði' er hamsatólg.
Hungri mínu eyðir.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 25/11/11 11:47

d~ d~ d~

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 25/11/11 12:36

Afsakið Billi. Ég smellti á svarkrækjuna áður en þú hafðir botnað og sá því ekki þitt innlegg. Þannig að gefið mínu svari bara engan gaum. Ég myndi bara botna þinn helming, Billi, en ég legg ekki í að finna eitthvað sem rímar við botn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 25/11/11 12:45

mubli, það hefði líka verið betra að segja: „Skal ég“ því þá lendir sk á áhersluatkvæði.

Froskurinn með fagran botn
fær nú eflaust kossinn.
Af því verður engin lotn-
ing, og því í dýki rotn.

Himnest fæði' er hamsatólg.
Hungri mínu eyðir.
Skefur snjó úr skýjakólg,
skinni veldur kuldaólg.

Nýyrði má nota ef
naumt þér tekst að ríma.

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 25/11/11 13:02

Nýyrði má nota ef
naumt þér tekst að ríma.
Ef kveðskap eftir klækjaref
að klára reynist glíma.

Segðu mér nú Snati minn
hvar sauðakjamminn leynist.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 25/11/11 15:31


Segðu mér nú Snati minn
hvar sauðakjamminn leynist.
Upp á heiði mubli minn
mórauður hrútur greynist.
---------------------------------------
Stannslaust er hér hríðarfjúk,
hvít er mjöllin fögur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
mubli 25/11/11 19:08

Stannslaust hér er hríðarfjúk,
hvít er mjöllin fögur.
Þreyttan leit ég kindakúk
klukkan svona fjögur.
_______________________

Bjóddu ekki Belsebúl
í bæinn inn í kaffi.

        1, 2, 3 ... 357, 358, 359 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: