— GESTAPÓ —
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Galdrameistarinn 21/4/11 05:56

Væri gaman að prófa að starta svona keðjusögu hérna og sjá hvernig hún þróast.
Hver notandi skrifar sirka 250 til 300 orð, (sirka eins og 2 SMS skilaboð) í framhaldi af því sem næsti maður á unda skrifar.
Söguþráðurinn er í stuttu máli sá, að fjallað er um ómenntaðan fjölskyldumann á Íslandi sem hefur orðið kreppunni að bráð eftir sukk og hvatningu að kaupa, kaupa og kaupa á lánum og hvernig það þróast með fjármálin, fjölskylduna, vinnuna og allt sem því fylgir.

Hefjum þá leikinn.

Straumhvörf. Keðjusaga skrifuð af Gestapóum.

Steinar pjakkaði rólega möl og sand frá ljósleiðaranum svo gröfumaðurinn ætti auðveldar með að sjá hann þegar hann græfi sig í gegnum jarðvegin fyrir nýju skolplögninni í hverfinu. Á meðan hugsaði hann hvort hann ætti að reyna að finna sér eitthvað annað að gera en vissi svo sem að það var vonlaust enda enga vinnu að hafa. Hann hafði alltaf langar á sjóinn en eftir einn túr þar sem honum hafði næstum verið sparkað í land vissi hann að það var algerlega út úr myndinni. Hann hafði hangið yfir lunninguna allan túrinn, ælt og kúgast og ekki orðið að neinu gagni. Nei hann yrði víst að hanga á þessu starfi eins og hundur á roði svo lengi sem það entist. Ekkert öryggi væri fyrir því að hann héldi henni enda óvíst hvort fyrirtækið lifði af um veturinn.
Hann hallaði sér fram á skófluna og leyfði huganum aðeins að reika yfir sín 38 ár sem hann hafði gengið um þessa jörð.

Sofandi vert á Kaffi Blút nema þegar hann er vakandi. • Skemmdarverka og hryðuverkamaður í hjáverkum, aðalega á kveðskaparþráðum.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 21/4/11 14:26

Honum varð ósjálfrátt hugsað til fjármálafulltrúans í bankanum. Hallgrímur, ungur strákur í fínum jakkafötum. Þetta er alveg pottþétt plan, getur ekki klikkað. Við eigum eftir að græða alveg helling á þessu. Svo brosti hann með hvítuðu brosi. Þetta leit allt vel út á pappírunum, lánalínur og hvað sem þetta allt nú hét.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Ívar Sívertsen 27/4/11 12:48

Endir.

Ráðherra drykkjarmála, spillingarmála, ummála og löggiltur oftúlkur, kantor í hverri einustu andskotans messu sem haldin er og spangólari ríkisins. Forseti skásambandsins.
» Gestapó   » Sögur, gátur, leikir og dægradvöl   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: