— GESTAPÓ —
Handan góðs og ills - nokkur orð um Q. Tarantino
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
voff 20/11/03 11:17

Vissi ekki alveg hvar ég ætti að setja þennan pistil svo ég ákvað að setja þetta undir speki og orðsnilld.

Ég sá kvikmyndina Slátra Vilhjálmi (e. Kill Bill) um daginn. Það var svo ekki fyrr en ég horfði enn og aftur á Reyfara (e. Pulp fiction) að þeirri hugsun skaut ofan í kollinn á mér að í kvikmyndum Q. Tarantino er engin eiginleg söguhetja. Þ.e.a.s. þar engin "hetja" í venjulegum skilningi kvikmyndanna, sem skipta fólki yfirleitt í góða (hetjan og þeir sem hana styðja) og vonda (höfuðpaur vondu kallanna og fylgismenn hans). Ég nefni sem dæmi um þetta velþekktar myndir með Bruce Willis Lífsseigja I, II og III (e. Die Hard). Þar stendur valið milli hins góða Bruce og hinna vondu illmenna. Maður hefur samúð með Bruce, en hatar vondu kallana sem að sjálfsögðu fá makleg málagjöld.

Svona er þetta ekki hjá Tarantino. Í Kill Bill getur O Ren Ishii bæði talist hetja og andhetja. Maður bæði vorkennir henni vegna æsku hennar og fær líka ástæðu til andúðar á henni. Þetta á líka við um Pulp fiction. Vincent Vega er bæði hetja og andhetja. Hann er drepinn af hinni helstu söguhetjunni; Butch (leiknum af Bruce Willis). Sem er einnig bæði hetja og andhetja (drepur andstæðing sinn í boxhringnum án meðaumkunar).

Þetta viðist vera allt að því meðvitað hjá Tarantino, að vinna gegn þessara hefðbundnu svart/hvítt hugmyndafræði sem venjulega er í hasarmyndum. Að skoða allar persónur sem persónur en ekki bara hetja eða skúrkur.

Reyndar er spurning um hvernig eigi að skoða handritið af Natural born killers í þessu ljósi. Ljóst er að parið (Woody Harrelson og Juliette Lewis) eru andhetjur. Spurningin er hvort þau geti einnig talist "hetjur", þ.e. hvort t.d. misnotkunin stelpunnar réttlæti drápin á einhvern hátt.

Throughout your life advance daily, becoming more skillful than yesterday, more skillful than today. This is never-ending.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hakuchi 20/11/03 23:24

Að mynda grátt leiksvæði karaktera í hasarmyndum er svosum ekki nýtt, þó það sé heldur fáséð.

En hvað með Jackie Brown? Í þeirri vanmetnu kvikmynd er hún ljóslega höfuðkarakterinn og algerlega góða konan. Þar var á ferðinni alvöru kvenmaður.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð
Vestfirðingur 26/4/04 08:04

Er ekki varhugavert að byrja túlkun á iðnaðarvöru frá Hollívúdd? Og tala um tilgang og listræn markmið í því sambandi. Er þá ekki eins gott að heimsækja sælgætisgerðina Góu og tala við fólkið sem "skapar" þar? Nei, kvikmyndir eru bara eins og hver önnur vara. Ef hægt er að pússa á þær einhverjum listastimpli, já þá er það bara betra.
Annars eru kvikmyndir afskaplega merkilegt fyrirbæri, hallast einna helst að því að soilað sé á trúarþörf fáfróðra manna og kvenna þar. Fólk vill trúa, að það sé einhver tilgangur með þessu öllu saman, að það sé munur á réttu og röngu etc.. Nú, ætla ég að fá mér kaffi. Espresso!

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Limbri 8/9/04 16:54

Er ekki rétt að ræða aðeins um Kill Bill vol 2. og hvernig persónurnar myndgera sig í henni.

-

Þorpsbúi -
» Gestapó   » Dægurmál, lágmenning og listir   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: