— GESTAPÓ —
Klámhöggvakeðja
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9, 10, 11, 12  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 26/5/10 11:33

Komið hérna kið og tryppi,
kálfur, lamb og hæna,
belja, rolla, hrútur, hippi,
að hlaup'um túnið græna.

Þú ert hvalur, þú ert hlass -
þú ert fituhlussa.

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 26/5/10 11:42

Þú ert hvalur, þú ert hlass -
þú ert fituhlussa.
Ég er svalur, ég er hass,
ég er lituð mussa.

Dýfingar, mitt draumasport,
dável kann að stunda.

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 26/5/10 11:57

Dýfingar, mitt draumasport,
dável kann að stunda.
Síðan get ég einnig ort
um ær og kýr og mýs og flær og hunda.
---
Endalaust ég er að bíða,
ó hve tíminn hægt kann líða

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 26/5/10 14:33

Endalaust ég er að bíða,
ó hve tíminn hægt kann líða,
í flösku vil ég fulla skríða,
flatmaga og detta í'ða.

Ef ég læt á oddinn vörn
og allvel málið grunda

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Goggurinn 27/5/10 09:45

Ef ég læt á oddinn vörn
og allvel málið grunda
mun ég ekki mynda börn
milli leggja sprunda.
---
Mína kætir löngum lund
og léttir geð mín fýluríku

Goggurinn. Vandamálaráðherra Heimsveldisins og varaforsetaherra. Sendiherra Páskaeyju. Staðfestur og rykfallinn erkilaumupúki. Stoltur eigandi eigin sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 27/5/10 10:44

Mína kætir löngum lund
og léttir geð mín fýluríku
fari ég með fljóði í sund
í fögru veðri, guðumlíku.

Ég vil af því draga dám
sem döpur gleður sprund.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 28/5/10 01:02

Ég vil af því draga dám
sem döpur gleður sprund.
Þú meinar gamla gelda Sám
sem girntist annan hund?

Söng um konur kann ég einn
sem kuntum þeirra lýsir.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
21/10/10 20:15

Söng um konur kann ég einn
sem kuntum þeirra lýsir.
Djók! Ég veit ei neitt um neinn
sem nokkurn sora hýsir.
---
Ég er kátur- ég er glaður -
ég á nýjan Playboy-bunka!

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 21/10/10 21:08

Ég er kátur- ég er glaður -
ég á nýjan Playboy-bunka!
Hann mér seldi mætur maður,
margir kall'ann Djeigep-Runka.

Hún kom til mín í kvöld, ég hlaut
kossinn, engu líkan.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 22/10/10 17:23

Hún kom til mín í kvöld, ég hlaut
kossinn, engu líkan.
Hún gleði inní geð mitt skaut
sem gerði mig svo ríkan.

----------------------------------------
Í tíu milljón talsins skrám
í tölvum klausturmunka

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hvurslags 22/10/10 19:44

Í tíu milljón talsins skrám
í tölvum klausturmunka
er kennslubók um kirkjunám
í kílómetra bunka.

Konur eiga innanklæða
ótal margt sem þörf er á:

Yfir kalda sítrónu, einn um nótt ég bauva.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 22/10/10 23:12

Konur eiga innanklæða
ótal margt sem þörf er á
Huga manns og hjarta bræða
heldur ekkert smá

Bester víst að bú´í höll
Og bentley eiga líka

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Z. Natan Ó. Jónatanz 30/10/10 01:15

„Best er víst að bú´í höll
og Bentley eiga líka“
sagði eittsinn Anna Mjöll
við Elton Djonn & Míka.

----------------------------------------
Þeir sem detta aldrei í´ ða
eða stunda djammið kátt

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 30/10/10 23:33

Þeir sem detta aldrei í´ ða
eða stunda djammið kátt.

Einir heim víst alltaf skríða
og þar horfa á vídjó blátt.

Leggist á þig lúsin flöt
langa eftir gleðinátt.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 3/11/10 20:09

Leggist á þig lúsin flöt
langa eftir gleðinátt.
Stoppaðu í þín stærstu göt
svo standi ekki upp á gátt.

Ef raunirnar ergja þig reiðinnar býsn
og ranglæti heimsins það brottvísar stuði,

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
12/8/11 01:45

Ef raunirnar ergja þig reiðinnar býsn
og ranglæti heimsins það brottvísar stuði,
þá tileinka skaltu þér fagnaðarfýsn
og frelsarans erindi lærðu af guði.
---
Nú er versti skaðinn skeður -
skrambi þykir útlit svart.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 12/8/11 11:03

Nú er versti skaðinn skeður -
skrambi þykir útlit svart.
Úlfljótsvatn þá alla gleður,
alltaf skín þar sólin bjart.

Ef að þú ert ærið fimur
og þú hefur gleði ríka

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
13/8/11 13:31

Ef að þú ert ærið fimur
og þú hefur gleði ríka
heyra má að hjartað glymur
af hamingju. Og sálin líka.
---
Sumir kall'ann konung, hrók
og kaptein máske líka.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
        1, 2, 3 ... 7, 8, 9, 10, 11, 12  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: