— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 287, 288, 289 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 28/2/10 20:45


Eðalborinn þarfur þegn
þrýtur aldrei kraftinn,
enda sagður góður gegn,
að gef'öðrum á kjaftinn.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Móri 2/3/10 23:48

Kjaftinn rífur kerling hér,
klæmist svo við bolann.
Rífur í sig rotið smér,
og rýkur upp á folann.

Ærsladraugur
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 2/3/10 23:58


Folann bolinn feruppá
frekur er til starfa.
Tudda skinn með þunga þrá
það er siður tarfa.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 3/3/10 20:06

Tarfur, uxi, tuddi, naut,
trylltur boli, kálfur.
Griðungurinn gekk á braut
á grænu ljósi sjálfur.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 3/3/10 23:28

Sjálfur má ég sitja hér
sötra kaffið þreyttur
ennþá latur ennþá sver
ekki nokkuð breyttur

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
dordingull 4/3/10 08:15

Breyttur ertu Baldur minn
böllur af þér skorinn
Klloflega til kreppu finn
kuntu vantar borinn.

Köngulóarapakonungsríkisarftakinn.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 5/3/10 18:39

Borin er sú veika von
að verðir þú að manni.
Maulandi þitt mogadon
morkinn lygaglanni.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 6/3/10 00:57

glannalegt er líf þitt allt
logar brenna í augum
mundu að gengi gott er valt
en gleymdu að fara á taugum.‹Glottir eins og fífl›

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 6/3/10 01:01

Taugarnar það tekur á
að taka á þér, kona
innanundir, utanfrá
aftanvið og svona.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 6/3/10 01:06

svona yrkja aðeins þeir
sem enga konu veiða
undir þeim er linur leir
lélegur til reiða

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
GESTUR
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kindaheili 7/3/10 15:32

Salaskóli er suddalegur,
Satan bjó hann til.
Skólatösku drengur dregur
drulla á matseðil.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 8/3/10 17:41

Reiða drengi reka þarf
í rúmið eins og skot.
Útvega svo óþrifsstarf
svo af þeim verði not.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 8/3/10 20:02

Notadrjúgt er nautnaseggjum næturlífið.
Drukknar þá allt djöfuls kífið.
Dansinn stígur fala vífið.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 8/3/10 21:43

Vifin fögru veiða mig
vilja ekki bíða
ljúfar brosa og bera sig
bjóða mér að drekka

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 8/3/10 22:09

Vívið unga ég þrái þig
þung er orðin lundin.
Góða besta mundu mig
mörg var unaðsstundin.

---------------------------------

Drekka ætla sterkt af stút
staurfulur á ballið.
Út ég fer með Kalla kút
karlinn sér umm rallið.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Rallýgírinn ríf ég í,
rás á tekur bíllinn;
keyri svo um borg & bí.
Blístrar á mig skríllinn.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 10/3/10 23:55

Skríllinn fer umm borg og bí
blindfullur á stundum,
og sumir gaurar þrykkja því
í þjóhnappa á sprundum.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 11/3/10 00:19

Sprundið fagurt sperrir sig
og spigsporar um bæinn.
Uppstríluð og unaðslig
svo augum rennir gæinn.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
        1, 2, 3 ... 287, 288, 289 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: