— GESTAPÓ —
Hagyrðingar allra landa sameinist
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 292, 293, 294 ... 459, 460, 461  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
26/1/10 02:53

Nú er vetur, vætan setur
vorið brátt í gang.
Sólar minnar sakna,
senn mun ljóminn vakna
út um víðan vang.
---
Bráðum vaknar birtan enn að nýju.
Blíðir geislar spinna sólarvef.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 26/1/10 09:06

Bráðum vaknar birtan enn að nýju.
Blíðir geislar spinna sólarvef.
Og augun fyllast grátbólgin af glýju,
gulur vessi lekur út um nef.

Því íslenska vorið er árlega ljótt,
umhleypingsveður með drasli og for.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 26/1/10 23:34

Því Íslenska vorið er árlega ljótt
og umhleipngsveður með drasli og for.
Á einmánuði verður ræflunum rótt
rauðmaginn kominn og gróskunnar vor.
---------------------------------------------------
Dymmir í lofti drungaleg ský
og drunur til eyrna mér berast.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
26/1/10 23:48

Dimmir í lofti drungaleg ský
og drunur til eyrna mér berast.
Sjaldan frá volæði fáum við frí,
hver fjandskotinn er hér að gerast?
---
Þegar hjartað þjáir sár,
sem þungbært er að græða,

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Regína 27/1/10 00:06

Þegar hjartað þjáir sár,
sem þungbært er að græða,
vin þinn finn, sem veit að tár
vonda ísinn bræða.

Aldingarður Ísalands
er í gluggakistum,

Drottning Baggalútíu. Varaforseti Baggalútíu. Dulmálssérfræðingur Hlerunarstofnunar. Meykóngur.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 27/1/10 17:38

Aldingarður Ísalands
er í gluggakistum.
Salats- vænti besta -blands,
brátt ef potta hristum.

Jólin liðu, þorra þraut,
þá má bíða páska

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 27/1/10 18:04

Jólin liðu, þorra þraut,
þá má bíða páska
lúta fram og lepja graut
leggja af háð og gáska

Snarlega ég sný á þig
snöggur hælkrók beiti.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 27/1/10 18:57

Snarlega ég sný á þig
snöggur hælkrók beiti.
Kæran mun víst koma á mig:
Kynferðisáreiti.

Sperrtur fram á eggslétt gólfið gekk,
glímubelti klæddur, einu fata.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 27/1/10 21:51

Sperrtur fram á eggslétt gólfið gekk
glímubelti klæddur einu fata.
Féllu tveir og fengu nokkurn skrekk.
fastur annar hlaut á bragði að gata.

Ýmsir kjósa að iðka sport
aðrir sitja heima.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
27/1/10 22:38

Ýmsir kjósa að iðka sport,
aðrir sitja heima
og um kropp af æðstu sort
æ sig láta dreyma.
---
Þegar hrynur hor úr nefi
hrjáir manninn efalaust

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 27/1/10 23:08


Þegar hrynur hor úr nefi
hrjáir manninn efalaust.
Fárveikan af köldu kvefi
karlinn logs í bælið braust.
--------------------------------
Flensu skömmin hrjáir Hall
hiti og sviða verkur.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Hilmar Harðjaxl 28/1/10 02:18

‹Ljómar upp af barnslegri gleði› Það rímar allt í þessum þræði maður! ‹Leikur sér með kubba›

Það er ekkert sem getur ekki stöðvað mig!
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Al Terego 28/1/10 08:31

Flensu skömmin hrjáir Hall
hiti og sviða verkur.
Í maga hans er gubb og gall
gambri firnasterkur.

Við timburmönnum Tamiflu
tæplega mun gagnast

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Útvarpsstjóri 28/1/10 09:24

Við timburmönnum Tamiflu
tæplega mun gagnast.
En lyfjarisum leyfist nú
á lygaflens'að hagnast.

Í Árnagarði ókeypis
eðalkaffi sötra.

Fjósamaður Heimsveldisins - Eigandi allra prófskírteina Herra Hafralóns - Fjölmiðlafulltrúi RBB
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 28/1/10 17:41

Í Árnagarði ókeypis
eðalkaffi sötra
Mikið þar svo geri gys
af gambratremma nötra

Bakkavarar bræður tveir
Billjónunum stela.

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Barbapabbi 29/1/10 00:35

Bakkavarar bræður tveir
billjónunum stela.
Sjálfsagt úti í eyjum þeir
ætla þær að fela.

Allt fram steymir endalaust
orðin, rím og stuðlar.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 29/1/10 04:29

Allt fram steymir endalaust
orðin, rím og stuðlar.
Senn er komið hrímkalt haust
hélu Kári bruðlar.

Afi minn og amma mín
aftur munu fæðast.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 29/1/10 16:04


Afi minn og amma mín
aftur munu fæðast.
Þau aftur giftast fyrna fín,
en framsókn munu hræðast.
-----------------------------------------
Í Sjallan fara bæði á ball
blindfull verð' að lokum.

        1, 2, 3 ... 292, 293, 294 ... 459, 460, 461  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: