— GESTAPÓ —
Kveðist Á
» Gestapó   » Kveðist á
        1, 2, 3 ... 278, 279, 280 ... 455, 456, 457  
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 7/1/10 23:13

Raufarhafnarriddarar
rjóðir við það una
konunum að klappa þar
og kíkja í skaufstofuna.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Nermal 7/1/10 23:16

Skaufstofurnar skína vel
Skallavini kyngja
Bestar þær til brúksins tel
og ber um þær að syngja

. Eigandi Bíkinieyja. Galdramaður svefnherbergisins.Rugludallur frá náttúrunar hendi. Páfi. Einkastrippari Næturdrottningarinar
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 8/1/10 00:28

Söngva fáa set á blað
sjaldan rétta geri
aðstaðan er soddan svað
sí og fokkings freri

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Kífinn 8/1/10 14:54

Frerinn jörðu allur úr.
Ílustráin vaxa.
Skrepp á stofu, fæ mér flúr
fer og veiði laxa.

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 8/1/10 15:16

Laxerum nú, ljúfan
lullum voru drulli.
Látum harðan, hrjúfan
hnullung verða að sulli.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
9/1/10 01:27

Sullum alkóhóli! Hátíð
hefur völd.
Djöfull eru drullufátíð
drykkjukvöld.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 9/1/10 01:59

drykkjukvöld sem kveður að
kann ég vel að meta
hverju glasi gæti að
og gjarnan reyni að éta

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
9/1/10 02:04

Étum, svolgrum í oss öl,
æ með góðum vini.
Drykkjuleysi er bölvað böl -
bleytum kók með gini.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst

Ginið opnar, grenjar hátt
Gordon Brown.
Ekki fékk hann Ólafs sátt
um icesave lán

 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Vímus 9/1/10 16:25

Lánir þú mér launin þín
leysist drykkjuvandinn.
Annars renna áform mín
alveg útí sandinn.

Ég er ekki díler. Ég er læknir, lyfjafræðingur, lyfsali og fjölfíkill! • Þar að auki er ég skipaður Efnavopnaráðherra Baggalútíu
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
9/1/10 16:47

Vímusarvísa er snjöll, en lokalínan ofstuðluð. Breytingartillaga:

Lánir þú mér launin þín
leysist vandinn.
Annars renna áform mín
útí sandinn.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 9/1/10 16:59

Pó mælti:

Vímusarvísa er snjöll, en lokalínan ofstuðluð. Breytingartillaga:

Lánir þú mér launin þín
leysist vandinn.
Annars renna áform mín
útí sandinn.

Þó bókstafstrú í bragfræði sé vissulega það sem boðað er hér á gestapó Þá má nú ekki eiðileggja vísur jafn gjörsamlega og þú gerir með þessari tillögu þinni Pó.

Vísa Vímusar hljómar alveg ágætlega og stundum er einfaldlega nauðsynlegt að leyfa sér smá umburðarlyndi.‹Ljómar upp›

Lokalínan hefði hugsanlega mátt vera „Útí þynnkusandinn“ en mér finnst orginallinn betri.

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 9/1/10 17:05

Sand á vegi setja má
svellin þannig stemmast
bílar munu margir þá
miklu síður skemmast

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
hlewagastiR 9/1/10 17:07

Sandra heitir systir mín
seinþroska hún er.
Af og til, ef annað bregst
ég uppá hana fer.

Æ, æ, of seinn. Eins og þetta var annars skemmtilega ósmekkleg vísa hjá mér. Jæja

Skemmdist hjá mér skelfing ljót og skaðleg vísa,
myglaðri en úldin ýsa.

Þetta ritar ósköp úldið, aldið skar. • er falskonungur forðum var.
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Heimskautafroskur 9/1/10 18:01

Ýsur dreg ég árla dags
og oft á kvöldin.
En kominn uppí leitar lags
losti. Tekur völdin.

vér kvökum og þökkum
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Billi bilaði 9/1/10 19:34

Skemmast keðjur skoði enginn vel
hver skuli hafa fyrstur svarað hér.
Svo til efst ég yfirhoppað tel,
sem ekki vel á þræði hérna fer.

Æ, æ, of seinn. Eins og þetta var annars skemmtilega ósmekkleg vísa hjá mér. Jæja

Völdin færast valmennum; nei, varmennum!
Snýtum þessum snarmennum.

Sérlegt hirðkrútt og gæludýr hinnar keisaralegu hátignar • Sitjandi á kornflögu, bíð ég þess að vagninn komi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
lappi 9/1/10 22:51


Snarmennið hann Billi Bil
bráðskarpur og hress.
Duglegur og tekur til
trúr sem gamall fress.

lappi
 • Svara • Vitna í •  Senda skilaboð Senda póst
Upprifinn 10/1/10 01:03

fressinn gömlu fá um sinn
frið í djúpum helli
annars þeirra afturkinn
ögn með svipu hrelli

Ríkissáttasemjari Baggalútíska heimsveldisins. Vonbiðill hinnar keisaralegu hátignar, hirðskáld og varavaravarakeisari. Níðskáld hinnar konunglegu hirðar. Nánast óþægilega kurteis...Besserwisser og Negradýrkari.‹Ljómar upp.›
        1, 2, 3 ... 278, 279, 280 ... 455, 456, 457  
» Gestapó   » Kveðist á   » Hvað er nýtt?
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: