— GESTAPÓ —
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
InnleggOrt um fréttina. - mubli - 8/11/06 18:04

Ég geri það nú ekki heldur, ég er mjög ánægður að fá athugasemdir við illa ortar vísur. Ég vill helst fækka þeim. (Þó að aðeins of oft séu þetta fljótfærnisvillur sem komast mætti hjá.)

InnleggStikluvika-keðja - mubli - 8/11/06 15:12

Um þrönga vegi þrýstir sjer
þrútinn vinur góður.
Fyllir uppí fýsuna' á þjer
svo „fjandinn“ æpiru' í koddaver.

InnleggHringhenduþráður - mubli - 8/11/06 14:58

Flaskan bláa búin er,
best að fá sér nýja.
Drekka má, á djammið fer.
Dansa þá til skýja.

Kraftmikil er konan mín,
kann að spila' og ríma.

InnleggOrt um fréttina. - mubli - 8/11/06 14:47

Brátt má finna forseta
í fræknum vesturheimi.
Sem þá mun fussa á fógeta,
er fíflin ná þingheimi.

Veit ekkert hvað ég á við með fógeta. Var að spá í að setja /sem þá mun fussa og freta/ en held a ...

InnleggLjóðlínan - mubli - 8/11/06 14:31

Meinið er að molasykur
molnar oft í smátt.
Þá fram skal reiða reglustikur

InnleggLjóðlínan - mubli - 7/11/06 17:23

Dimmt er nú og drungalegt
í dauðabænum Njarðvík

InnleggBændaspeki - mubli - 7/11/06 17:12

Sullubændur forðast ber,
bölvaðan Satan og Létta©-smjer.

InnleggVísa dagsins - mubli - 7/11/06 16:23

Samir við sig valdamenn,
vegsemd sýna í orði.
Þótt kaupmaðurinn álnist enn,
almúginn hrekst frá borði.

InnleggDverghendukeðja - mubli - 7/11/06 16:11

Fyrirheitum fögrum dreifa
fljóðin rjóð.
Kátar ætíð kvelja' og meiða
karlaþjóð.

InnleggLjóðlínan - mubli - 7/11/06 15:51

Á þriðjudegi þögult er
þögnin engan ærir.
Í miðri viku vantar smér

InnleggSkammast í Bundnu. - mubli - 7/11/06 15:13

Rússar eru eldfimir.
Unun er að sjá þá brenna.
Sviðnir ilma útlimir,
aula eins og Vladimir.

Rækjutyppi ríðandi,
rammri skækju bíðandi
á hækju eftir aurum,
úr flækjubuddu, frá maurum.

Muna ...

InnleggOrt um fréttina. - mubli - 7/11/06 14:30

Úr borgarstjórn nú býr sér far
og býst við sæti' á þingi.
Mánuð hálfann hýrast þar,
mun Hrafnasonur Bingi.

Frétt, MÁN 6. nóvember: http://ordid.blog.is/blog/ordid/.

InnleggKveðist Á - mubli - 7/11/06 14:05

Konur má nýta til ýmisar iðju,
að lasta þær þykir mér alls ekki gott.
Þótt vanhagi haus þeirra' um hugsanasmiðju,
hann karlmanni veita má dýrindis tott.

InnleggLjóðlínan - mubli - 5/11/06 10:13

Byrjum nú á næstu vísu,
nærum andans máttinn.
Veiðmennin hrifsa hnísu,
og handleika' upp á gamla háttinn.

InnleggLjóðlínan - mubli - 19/10/06 08:47

Hjér leynast glöggir gáfumenn,
grafnir undir steini.
Þó grundu ofar gaspri enn

InnleggBændaspeki - mubli - 19/10/06 08:39

Bóndi sem bjarga vill kolaðri kú,
skal kúra í fjósi og skiljast við frú.

Ég reyndar veit ekki hvort hægt er að nota 'kolaðri' í merkingunni 'uppþornaðri' en það er meininginn í það minnsta.

InnleggBændaspeki - mubli - 1/10/06 09:53

Þótt bóndar sitji' og bíði' eftir frúnni,
bjarga sér geta þeir á einni kúnni.

InnleggBændaspeki - mubli - 30/4/06 01:11

Af miklum móði húsbóndinn býr til bjúgu,
búrinu' í lok dags liggur hnossgætið í hrúgu.

        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9  
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: