— GESTAPÓ —
        1, 2, 3, 4 ... 394, 395, 396  
InnleggÖfugmælamót - hvurslags - 15/11/10 21:51

Hér vantar stuðul í seinni lágkveðu svo ég lagfæri það hér með:

Eldur harla heitur er.
Hollt til átu þykir smér.

InnleggÖfugmælamót - hvurslags - 6/11/10 11:30

Flestum þykir hlýtt í Hel.

Djöfull gott nú drekk ég kók
en dreytil í það vantar.
Glaður Nermal gemsann tók
- gambraflösku pantar.

Á morgnana ég oftast er
óskaplega lúiinn.

Alþingi, hið elsta þing,
allt til heljar stefnir.
Með lygavefinn læst í hring
loforð sjaldan efnir.

Vantraustið er voðalegt
varhuga- og skelfilegt.

InnleggVísnagátur - hvurslags - 2/11/10 11:24

Nokkuð mikið neftóbak. - Rist sem mælieining (hér af neftóbaki)?
Nýtist undir fótatak. - Ristin á fótum okkar?
Mafíósi, mannúrhrak. - ?
Margra prýðir loftinntak. - Ristar eru oft á loftræsikerfum?

Er á leið á Alka hól
Ætlið þér að koma með?
Mótmæli við minnsta gól
minnist ég að hafi skeð.

Hrekkjavakan var í gær
við það fór ég búning í.

InnleggHringhenduþráður - hvurslags - 1/11/10 23:43

Margt var ort og mikið sagt,
mest þó gort og lygi,
ekki horft á orðsins magt,
aðeins sort af þýi.

-listin tón- er -leg ég ær-
-lensk á fóninn ís- oft set.

Gufan vort er virkið eina,
vambsíðum íhaldspungunum.
Íslenskunni á sér skeina
útlendir - með tungunum.

Framtíðin er frekar björt,
flestir vilja halda.

InnleggVísnagátur - hvurslags - 25/10/10 12:24

Þráður hlýtur að vera rétt. Rauður þráður, eitthvað hangir á bláþræði, slegið á þráðinn og að tapa þræðinum. Fyrirmyndargáta.

InnleggÖfugmælamót - hvurslags - 22/10/10 19:48

Kettir minna helzt á hund.
Helst ég syndi um engi og grund.
Kvöldstund gefur gull í mund.

InnleggKlámhöggvakeðja - hvurslags - 22/10/10 19:44

Í tíu milljón talsins skrám
í tölvum klausturmunka
er kennslubók um kirkjunám
í kílómetra bunka.

Konur eiga innanklæða
ótal margt sem þörf er á:

InnleggKveðist Á - hvurslags - 20/10/10 01:57

Sögurnar margar úr kreppunni hef ég heyrt,
hlykkjóttar raðir úr búðum ég daglega sé.
Nöturlegt hlutskipti þeirra sem aldrei var eirt,
og athafnamennina hlaðna af sjóðum og fé.

"Líkur sækir líkan heim
líka mann & annan."
Oft það hef ég heyrt frá þeim
sem höndla vísdóm sannan.

Hugfast skaltu hafa það
sem hönd og anda næra.

InnleggGettu botninn - hvurslags - 17/10/10 16:25

Þetta hlýtur að vera rétt hjá Pó.

Blöndungur er ljómandi fallegt orð og hæfir þar af leiðandi vel sínum notanda.

InnleggÖfugmælamót - hvurslags - 5/10/10 22:24

Almættið er allt um kring.
Einatt finnst í berum lyng.
Fyrir aftan gló er gling.
Góðæris nú ríkir þing.

InnleggKveðist Á - hvurslags - 5/10/10 22:21

Rotað þing og rotað land!
Ríkið lifði heldur grand.
Eldar brenna, okkar band
út í gljúpan rennur sand.

InnleggRafmæliskveðjur - hvurslags - 5/10/10 21:56

Hnyttni, festa, gáfur, grín,
góðmennska úr honum skín.
Fróður hann um flestallt er,
frábær penni leynist hér.

Þarfagreinir heitir hann,
hollur sínum málstað ann.
Allt sem prýða má einn mann
o ...

        1, 2, 3, 4 ... 394, 395, 396  
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: