— GESTAPÓ —
        1, 2, 3, ... 394, 395, 396  
InnleggÖfugmælamót - hvurslags - 15/12/12 15:57

Ritstjórnin er ráðalaus.
Raggi gamli klæðalaus.
Einar Már er makalaus.
Mohito er klakalaus.

InnleggKveðist Á - hvurslags - 10/12/12 05:10

Í Helsinki er hart í ári
- hrímið þekur dyr og glugga.
Bústnar kinnar bítur Kári.
Birtan víkur fyrir skugga.

Gautaborg er blá í framan,
byggðin öll er klædd í lopa.
Kvikasilfrið kreppist sama ...

Glóðaraugun gagnast best
í grefils skammdeginu.
Þeirra án ég sjaldan sést
á svörtu malbikinu.

Kaupmenn landsins, kátir mjög,
knýja markaðshjólin.

InnleggFjórmenningagátur - hvurslags - 8/12/12 02:59

Þið neglduð þetta í sameiningu, Útvarpsstjóri og Heimskautafroskur.

Þetta er alltof létt. Ein í viðbót:

Leikglöð dóttir listarýnis.
Les hún fréttir öllum stundum.
Móðir lands – var mjög ...

InnleggKveðist Á - hvurslags - 17/6/12 01:30

Skipin liggja hljóð í höfn
í húminu að sýsla.
Við mánaskinið meyjarnöfn
milli sín þau hvísla.

(Þessi vísa varð of sein í kapphlaupinu...læt hana samt standa)

InnleggKveðist Á - hvurslags - 17/6/12 00:50

Þá er bara að flétta þetta saman:

Vín er auglýst út um allt.
Orðin heyrast víða:
Búkinn á þér bleyta skalt.
Bakkus áttu að hlýða.

InnleggKveðist Á - hvurslags - 17/6/12 00:43

Köllun mín er köld og smá
en kannski berst hún víða:
Að vilji einhver vinur á
vísur mínar hlýða.

InnleggÞýzkhendur - hvurslags - 16/6/12 02:27

Þýðverskt mál er mæta ríkt
og margt er þar með okkur líkt:
"Hunde, die bellen, beißen nicht,"
má bera fram af stakri mýkt.

Á í skjólu ýsusporð,
allan vil hann sjóða.
Ur heitum potti hled a bord
heilagfiskid goda.

Hugur minn er sem hrærivel
og hofudid vid ad springa.

InnleggOrt um fréttina. - hvurslags - 3/3/12 19:08

Ólafur þykist eiga bágt
ákvörðun vill ei taka.
Kraftajötnarnir kveinka sér
um karlhatur ýmsa saka.
Helgafellið hristist svo
hornsteinar landsins braka
meðan hin fánýtu fuglabjörg
á fésbókinni k ...

InnleggFjórmenningagátur - hvurslags - 18/2/12 16:15

Froskurinn er með þetta, og Fergesji á væntanlega við Johann Wolfgang von Goethe. Í fyrstu línunni hafði ég reyndar hugsað mér Jóhann Sigurjónsson, en það skiptir kannski ekki höfuðmáli.

InnleggFjórmenningagátur - hvurslags - 30/1/12 13:05

Orti kvæði heldur heit.
Hlaðstíl náði að kynna.
Stormadrangans stílinn reit.
Stærstur landa sinna.

InnleggKveðist Á - hvurslags - 29/1/12 20:07

Bleyður landið byggja nú
frá Brjánslæk niðrað Flóa.
Huglausir með hálfa trú
heimsku fáum nóga.

Verðbólgan hún vex með stæl,
vaxtastigið magnast.
Spariféð svo fer um hæl,
fávitarnir hagnast.

Glóir nú allt gull á ný,
gefum skít í svörin.
Spennum beltin, spýtum í,
spólum dýpra í förin.

...

InnleggKlámhöggvakeðja - hvurslags - 27/1/12 17:17

Sumir kall'ann konung, hrók
og kaptein máske líka.
Fjendur sína fasta tók,
frænda gerði ríka,
Í Laxdælunnar löngu bók
má lesa um hetju slíka.

Þegar heiðin ófær er
aka skaltu Þrengslin:

Til Köben frá Kína

The Thing

InnleggÖfugmælamót - hvurslags - 17/3/11 18:16

Eilífðin er agnarstutt.

InnleggÖfugmælamót - hvurslags - 11/1/11 00:35

Hér er bæði hlýtt og bjart.
Hér er ávallt lifað spart.
Hér er dýrkað höfuðskart
Hérna vinnur enginn svart.

Áfengi er aldrei selt.

        1, 2, 3, ... 394, 395, 396  
Innskráning:
Viðurnefni:
Aðgangsorð: