— GESTAPÓ —
Vamban
Friðargæsluliði.
Fastagestur.
Pistlingur - 31/10/05
Kæri afi!

Kæri afi. Það er skyndibitastaður hér í borg sem er að reyna breyta mér í lítinn offitusjúkling. Þeir vonast til að ná að heilaþvo mig nógu snemma með ýmsum gylliboðum og gera mig þannig að tryggum viðskiptavin æfilangt. Þeir leyfa mér að gera allt sjálfur og dæla í mig ís og sælgæti. Þeir beina áróðri sínum til mín jafnvel þó ég sé bara barn. Þeir höfða sérstaklega til mín þó þeir viti að það sé ólöglegt og óheimilt samkvæmt siðareglum auglýsenda. Þeir vita að eina leiðin til að ná í peninga foreldra minna er í gegnum mig. Þeir vita að ef þeir fanga mig nógu ungan eru þeir að kaupa sér æfilanga viðskiptavild og merkja hug minn ímynd sinni og merkjum. Og nú, elsku afi, með því að láta mig tala svona til þín, eru þeir að reyna ná þeim litla pening sem ömmur og afar hafa milli handana. Nú vona þeir að fitusprengd og pizzuþanin barnabörnin væli nógu mikið í ömmunum og öfunum til þess að þau kaupi sér stundarfrið og fari með þau á skyndibitastaðinn sem á nú hollustu barnanna fullkomlega.

Elsku afi. Næst þegar þú kemur í bæinn og sérð hvað ég er orðinn afmyndaður af fitu vona ég að þú farir með mig á skyndibitastaðinn svo þú getir séð hvað máttur auglýsingana hefur mikil áhrif á óharnaðan barnahug minn. Vonandi verður þú stoltur af mér elsku afi þegar ég kem móður og másandi og rétt næ að taka utan um þig með litlu feitu örmunum mínum. Vonandi reiðistu mér ekki þegar ég öskra og grenja þegar ég vill fara á skyndibitastaðinn. Vonandi skilur þú að ég er bara barn og réði ekki við mátt auglýsinganna. Vonandi skilur þú að fyrir mér er öll tilboð góð og að ég geri ekki greinarmun á milli þess sem er hollt fyrir mig og þess sem er það ekki.

En jafnvel þó þú komist ekki með mér á skyndibitastaðinn núna þá kemur þú bara með næst. Þetta er eftir allt besti staður í heimi. Auglýsingin segir það!

Kveðja, Palli.

   (27 af 31)  
31/10/05 02:02

Haraldur Austmann

Kæri Palli.

Þetta þykir mér leitt að heyra. Sendi þér hérna súrmat og slátur sem þú skalt borða svo þú verðir stór og sterkur eins og ég.

Sjáumst bráðum.

Þinn afi.

31/10/05 02:02

Offari

Ég neyddist til að fara á Mc Donalds.

31/10/05 02:02

Vamban

Þú ert heilaþveginn!

31/10/05 02:02

blóðugt

Góður.

31/10/05 03:00

Jóakim Aðalönd

Hvar eru gömlu félaxritin þín Palli? Sokkin í sæ? Hafragrautur er beztur, sér í lagi á morgnana.

Skál!

31/10/05 03:00

krumpa

Frábært!

31/10/05 04:01

Gaz

Snilld!!

31/10/05 04:01

Ísdrottningin

Þetta var þarfur pistlingur og minnir okkur vonandi á að horfa á hlutina gagnrýnum augum en kokgleypa ekki viðstöðulausa vitleysuna í nafni heilaþveginnar frelsisímyndar.
Heyr heyr Vamban vinur vor.

31/10/05 04:01

Heiðglyrnir

.
.
.
Vamban er á verði
Vísir mikils lýsir
lamb í þyrni-gerði

31/10/05 04:01

Vamban

Takk fyrir það. Takk, takk.

31/10/05 04:02

Nætur Marran

Á mínu heimili hef ég fullorðið "barn" sem gleypir ekki aðeins við flestum auglýsingum heldur heldur áfram að selja sjálfum sér hið auglýsta þangað til að það er nauðsynlegt til að halda áfram að lifa

Vamban:
  • Fæðing hér: 7/4/04 18:30
  • Síðast á ferli: 28/6/22 15:34
  • Innlegg: 191
Eðli:
Landbúnaðarráðherra. Hirðstjóri og yfirsmakkari. Fjármálastjóri Hreintrúarflokksins.
Fræðasvið:
Admiral, mútuþægni, spilling, kvennafar og kóbaltbæting landbúnaðarafurða.
Æviágrip:
Stórmyndarlegur og hefur alltaf verið það.