— GESTAPÓ —
Sjöleitið
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 1/11/02
Undarlegir atburðir

Geimbúningur horfinn.

Mér er ekki fullljóst hvernig það atvikaðist en á föstudaginn, skömmu uppúr hádegi, hvarf besti geimbúningurinn minn.

Fyrst datt mér í hug að mamma hefði tekið búninginn og sett í vél með astralsokkunum mínum. Hún kannaðist þó ekki við það.

Ég þarf kannski að ganga harðar að henni.

   (17 af 17)  
5/12/07 21:01

Jóakim Aðalönd

Lemdu hana!

9/12/07 22:01

Wayne Gretzky

BA-GAK

1/11/07 03:01

Geimveran

Heyrðu!

Sjöleitið:
  • Fæðing hér: 11/8/03 14:00
  • Síðast á ferli: 6/4/13 19:49
  • Innlegg: 49
Eðli:
Sannur Íslendingur, leitandi, frjór og fundvís.
Fræðasvið:
götótt svart pappaspjald
Æviágrip:
Fyrir allmörgum árum varð móðir Sjöleitis vör við frumubreytingar í sér. Þær voru góðkynja - karlkynja - Sjöleitið. Óljóst var um föðurinn, en móðir hans þóttist viss um að Sjöleitið hefði komið undir á sjöunda leiti í blindhæðahrinu í Húnavatnssýslu á skólaferðalagi Balalækjarskóla.

Nokkru eftir fæðinguna fluttust mæðginin til Kanada. Þar lagði Sjöleitið stund á stjörnuhimininn, þverskurðarmyndir og kafarabúninga. Rannsóknir Sjöleitis þróuðust seinna út í geimbúningsfræði sem er undirgrein þjóðbúningafræða við Háskólann í Manítóba.