— GESTAPÓ —
Sjöleitið
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 1/12/07
Afmæli

ein stuttaraleg ljóðsaga

Við vorum með partíhatta og blöðrur;
drukkum súkkulaði og urðum óðir
en síðan eru liðin tuttugu ár

og ég ætlaði varla að þekkja þig -
þrjátíuogþriggja kerta
en engin terta
við ljósastaurinn
kengboginn í bjarma blikkljósanna

og enn varstu látinn blása.

   (2 af 17)  
1/12/07 05:01

Barbaskabbi

Ég er síst á móti því að menn noti andlega hjólastóla sem eru óritfærir sjálfir. Ólíkt þér, sem heldur að þú hafir eitthvað til málanna að leggja, af því að þú kannt að búa til Félagsrit.

1/12/07 05:01

Billi bilaði

Sterk mynd.

1/12/07 05:01

Skabbi skrumari

Mjög sterk... og láttu ekki eftirhermur dagsins segja þér neitt um það hvernig á að skrifa félagsrit, þú kannt það betur en flestir... salút...

1/12/07 05:01

Regína

Jamm, skemmtilegt og vel samið. Bæði félagsritið og ljóðsagan.

1/12/07 05:02

Huxi

Frábær ljóðsaga og fyndið að ég sá svipaða senu í morgunn.
Pissustopp:
Þegiðu Barbaskabbi, þú ert leiðinlegur.

1/12/07 06:00

Skrabbi

Mjög gott.... en man annars ekki eftir þessum glaðlega geimfara (?) hehe ... Er Skabbi hér með enn eina eftirhermuna?... salút....

1/12/07 06:00

Jóakim Aðalönd

Skál og ekki taka mark á þessum gervimönnum.

1/12/07 06:01

Skrabbi

Hehe, sammála Jóakim, skál!

1/12/07 06:01

Sjöleitið

Ó... ég tók orðum Barbaskabba sem hóli að svo miklu leyti sem hægt var að skilja merkingu þeirra. Ég hélt þetta væri svona póstmódernískt hól.

Ég reyndi t.d. að greina merkingu setninganna með því að umorða, leiðréttið mig ef útkoman er röng:

"Þú kannt að búa til félagsrit og heldur því að þú hafir eitthvað til málanna að leggja. Ólíkt mér sem er síst á móti því að menn noti andlega hjólastóla sem eru óritfærir sjálfir."

Barbaskabbi verður að fyrirgefa mér að ég skyldi taka þessu sem hóli og jafnframt heiðarlegri tilraun andlitslausrar veru til að horfast í augu við eigið getuleysi á ritvellinum. Hafi þetta átt að vera móðgun mun ég vitanlega móðgast svakalega, þar sem ég hef ávallt lagt mig fram um að vera góður lesandi.

1/12/07 06:02

Leiri

Ekki taka mark á þessari gagnrýni, þetta er bara eitthvað óttalegt bull, ættað úr persónugallaeríi ónefnds manns sem er ekki mikið fyrir órímuð ljóð. Ég er að lesa prósann þinn og mun koma með vitræna gagnrýni á morgun.

1/12/07 07:01

Golíat

Sterk lýsing.

Sjöleitið:
  • Fæðing hér: 11/8/03 14:00
  • Síðast á ferli: 6/4/13 19:49
  • Innlegg: 49
Eðli:
Sannur Íslendingur, leitandi, frjór og fundvís.
Fræðasvið:
götótt svart pappaspjald
Æviágrip:
Fyrir allmörgum árum varð móðir Sjöleitis vör við frumubreytingar í sér. Þær voru góðkynja - karlkynja - Sjöleitið. Óljóst var um föðurinn, en móðir hans þóttist viss um að Sjöleitið hefði komið undir á sjöunda leiti í blindhæðahrinu í Húnavatnssýslu á skólaferðalagi Balalækjarskóla.

Nokkru eftir fæðinguna fluttust mæðginin til Kanada. Þar lagði Sjöleitið stund á stjörnuhimininn, þverskurðarmyndir og kafarabúninga. Rannsóknir Sjöleitis þróuðust seinna út í geimbúningsfræði sem er undirgrein þjóðbúningafræða við Háskólann í Manítóba.