— GESTAPÓ —
Sjöleitið
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/11/06
Takmörk mannlegrar skynjunar

Ljósmynd vors huga þarf skuggann til hálfs, eða hvað?

Hvað er að sjá þig barn? sagði móðir mín eitt sinn við mig eftir að ég komst við illan leik til jarðar, skaðbrunninn eftir að hafa runnið á rassinum niður gufuhvolfið, næstum drukknaður í Kyrrahafinu. Þá kom hviss! sem ég mun aldrei gleyma, frískandi og ógnvekjandi í senn. Mannbjörg varð en það er ekki efni þessa pistlings.

Hvað er að sjá þig? sagði hún og frá þeirri stundu hefur spurningin leitað á mig, aukið þungann með hverju ljósárinu og grafið um sig í hug mér sem svarthol.

Hvað er að sjá? Vissulega eru augun fullkomin tæki, þau meta form og fjarlægðir fái þau til þess ljós en þegar því sleppir fyllir hugurinn í eyðurnar. Sjónskynið getur stundum veitt villandi eða öldungis rangar upplýsingar. Hvernig veit maður hvort er hvað?

Hvað er að? kann einhver að spyrja. Jú, vandinn er sá að ef hugurinn fyllir upp í myndina, líkt og sannað þykir með sjónhverfingum ýmsum, hvað sér maður þá? Hve mikið af því sem maður þykist sjá er hugarburður og hvernig er hægt að mæla það? Ekki með augunum, svo mikið er víst.

Hvað er? mætti eins spyrja. Er þetta rýtingur sem ég held á? Hvernig lítur rýtingur út í raun og veru? Að hve miklu leyti er rýtingurinn verk járnsmiðs og að hve miklu leyti hugarsmíð? Getur hugsast að það sem ég sé sé ekki það sem ég sé? Sé svo ...

Hvað?

   (3 af 17)  
1/11/06 09:01

Dula

Já alltílagi að vera orðinn dauðadrukkinn kl hálf átta á föstudegi, bravo !

1/11/06 09:02

Jarmi

Gjörsamlega það sem ég velti fyrir mér síðustu helgi. Ég gat ómögulega ákveðið mig hvort sófinn minn væri sófi eða hrúga af efni sem gott er að sitja á.

1/11/06 09:02

Álfelgur

Vá! Þetta er opinberlega óskiljanlegasta félagsrit sem ég hef lesið. Takk fyrir það.

1/11/06 09:02

Grágrímur

Flott pæling.

1/11/06 09:02

Skabbi skrumari

hehe...

1/11/06 09:02

krossgata

Stórkostlegt félagsrit! Ég er ekki eins ánægð með þau fræ efasemda sem sáð er.

1/11/06 09:02

Vladimir Fuckov

Þetta er í nær fullkomnu samræmi við það sem vjer höfum margoft sýnt fram á með óyggjandi rökum: Nær engir gestanna hjer eru til [Ljómar upp].

1/11/06 09:02

Smali

Varst´í Mír?

1/11/06 10:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Sé ég ég, sé ég þetta einsog ekkert sé. Semsé.

1/11/06 10:01

blóðugt

Já. [Samsinnir Znata og starir þegjandi út í loftið]

1/11/06 10:01

Vímus

Taki maður inn svokölluð ofskynjunarefni þá sér maður hlutina á allt annan hátt en hver getur fullyrt að það séu ofskynjanir. Er maður kannske þá fyrst að sjá hlutina í réttu ljósi?

1/11/06 10:01

Sjöleitið

Góður punktur, Vímus. Ég mátti búast við að þér sæjuð pistling minn í réttu samhengi.

1/11/06 10:01

Vímus

Enda réttur maður á réttum efnum. Hehe,

1/11/06 11:00

Jóakim Aðalönd

Ég held að Sjöleitið þurfi ekkert að vera fullur til að koma með svona pælingu. Ástæðan er sú að mamma hans er í raun argentínsk kýr og þær pæla mikið í lífinu og tilverunni, sérstaklega á flöskudögum...

Sjöleitið:
  • Fæðing hér: 11/8/03 14:00
  • Síðast á ferli: 6/4/13 19:49
  • Innlegg: 49
Eðli:
Sannur Íslendingur, leitandi, frjór og fundvís.
Fræðasvið:
götótt svart pappaspjald
Æviágrip:
Fyrir allmörgum árum varð móðir Sjöleitis vör við frumubreytingar í sér. Þær voru góðkynja - karlkynja - Sjöleitið. Óljóst var um föðurinn, en móðir hans þóttist viss um að Sjöleitið hefði komið undir á sjöunda leiti í blindhæðahrinu í Húnavatnssýslu á skólaferðalagi Balalækjarskóla.

Nokkru eftir fæðinguna fluttust mæðginin til Kanada. Þar lagði Sjöleitið stund á stjörnuhimininn, þverskurðarmyndir og kafarabúninga. Rannsóknir Sjöleitis þróuðust seinna út í geimbúningsfræði sem er undirgrein þjóðbúningafræða við Háskólann í Manítóba.